Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 34
Trúlofun eða ekki? Kæri draumráðningaþáttur! Fyrir stuttu dreymdi mig draum og hann var mjög skýr, en mig dreymir sjaldan skýra drauma. Mig dreymdi að ég og strákurinn, sem ég hef verið svo- lítið með, vorum að fara að trúlofa okkur, hann var búinn að kaupa hringana. Þeir voru úr gulli og virki- lega fallegir. Svo var eins og við gætum ekki trúlofað okkur strax, en ég fékk aldrei neina skýringu á því hvers vegna við gætum ekki trúlofað okkur strax. Þá fannst mér vinkona mín líka vera að trúlofa sig, en hverjum vissi ég aldrei. Hennar hring- ur var úr tré, með blómum á og mjög Ijótur. Ég vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig. Draumadís. Það er fremur ólíklegt að þessi draumur sé annað en afleiðingar af hugsunum þínum í vökunni og því er lítið mark á honum takandi. Þó gæti þarna verið um fyrirboða að ræða, tengdan sambandi ykkar vinkvenna við gagnstæða kynið, en þó benda engin sterk eða afgerandi tákn til þess. Hrakningar á sand- hrúgu Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir migdraum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég vera að hlaupa og ein- hver var að elta mig. Fannst ég síðan koma að húsi (númer 13) þar sem frændi kærastans míns átti heima. Ég stytti mér leið yfir lóðina þeirra og tók þá eftir sandhrúgu í innkeyrslunni við bílskúrinn. Svo var ég allt í einu komin að steinsteyptum kofa. Hann var alveg ferkantaður með flötu þaki. Inni í honum var aðeins stór sandhrúga. Allt í einu vorum ég og önnur stelpa að klifra upp á hrúguna. Stelpan varfljót að komast upp og settist efst upp á hrúguna. Ég átti í erfiðleikum með að komast upp og komst reyndar aldrei alveg upp. Ég hélt mér efst I sandhrúg- una rétt hjá hinni stelpunni, en hún gerði ekkert til að hjálpa mér upp. Svo fórégað hugsa um hvað myndi koma fyrir ef við dyttum niður. Mér fannst nú ólíklegt að hún dytti, en ef það kæmi fyrir myndi hún slasast mikið. Annað var með mig, éggat dottið hvenær sem var, en það yrði allt í lagi, Mig dreymdi því ég myndi lenda á öruggum og traustum fótunum. Draumurinn var ekki lengri og vonast ég eftir ráðningu, því mér finnst að hann hljóti að þýða eitthvað sérstakt. Diddó. Lífsbaráttan reynist þér á stundum óblíð og þú þarft ýmislegt á þig að leggja til að ná settu marki. Líklega mun þér á stundum finnast að þú fáir lítil laun fyrir atorkusemina, en láttu samt ekki hugfallast, því þá er meira tapað en áunnist hefur. Það má því segja um þig og þína lífsgöngu að gamla orðtakið „kemst þótt hægt fari” sé enn í fullu gildi. Skilaði hringnum aftur Sæll, kœri draumráðandi! Síðastliðna nótt dreymdi mig eftir- farandi draum: Mérfannst ég vera I sjoppunni hérna í hverflnu með konu sem ég þekki og dóttur hennar. Við vorum að skoða hring. Hann var sléttur úr silfri með rauðum steini. Ég hélt að hún væri að kaupa hann handa mér og set hann á mig. Hann passaði alveg en var þó dálítið þröng- ur. Ég kyssi konuna og segi takk. Svo förum við úr þessari búð og þar er maður konunnar. Konan segir eitthvað við manninn og þá er mér Ijóst að hún ætlaði ekki að kaupa hringinn, allavega ekki handa mér. Við löbbum smá stund og ég sný mér í hringi af ánægju. Þegar við erum komin smá spöl tek ég af mér hringinn og læt konuna fá hann. Hún leit á mig og sagði forviða: „Ætlarðu ekki að eiga . hann?” „Ég var bara að grínast, ”segi ég. Konan hlær og er mjög ánægð. Eg man að einhvern tíma í draumnum, annaðhvort áður en þetta gerðist eða eftir, dreymdi mig að ég var inni, heima og mamma segir: „Farðu út í hraun og flnndu hellinn. ” Ég fylltist skelflngu. „Hellinn, eru kóngulær þar?” spyr ég. Mamma sagðist ekki vita það. Eg sá fyrir mér fullt af pödd- um. Eg fann fljótt hellinn og varð ekki vör við neinar kóngulær. Fleira man ég ekki úr þessum draumi. Eg vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig, en ég hef sent áður og ekkert svar fengið. Fyrirfram þökk, Andrea. Samband þitt við góða vinkonu bíður einhyern skaða vegna afskipta annarra. Hafðu hugfast að í vináttu skiptir hreinskilni miklu máli og þér my'ndi farnast betur, ef þú gættir ýtrustu var- kárni í samskiptum við eldri kynslóð- ina. Fjárhagserfiðleikar geta átt það til að setja strik í reikninginn varðandi ákveðnar áætlanir, en það mun ekki verða þér til neins tjóns þegar á heild- ina er litið. Breið sprunga Kæri draumráðandi! Viltu vera svo góður að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi í vetur. Þannig er mál með vexti að foreldrar mínir búa í félagsbúi uppi í sveit, með föðurbróður mínum. í þessari sambúð hefur gengið á ýmsu. Astæðan fyrir því að ég er að segja þér þetta er að ég held að þú verðir að vita þetta til að ráða drauminn (pabbi og bróðir hans búa I parhúsi). Mér fannst koma óskaplegur jarðskjálfti sem hristi húsið ógurlega en síðan datt allt í dúnalogn. Þegar var farið að athuga skemmdir kom I Ijós að breið sprunga aðskildi íbúðirnar og í eldhúsinu okkar megin var smá sprunga. Allir furðuðu sig á að skemmdirnar skyldu ekki verða meiri en allir voru glaðir og mér leið mjög vel. Tobba. Övæntir atburðir innan fjölskyldunnar verða þess valdandi að lífsform ykkar taka nýja og óvænta stefnu. Þarna þarf þó ekki að vera um neikvæða at- burði að ræða og sennilega lítið tengt sambandi innan félagsbúsins. 34 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.