Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 35
Nú skal ég segja þér litla en lærdómsríka sögu um það hvernig á að skrifa metsöluþók, bók sem er alveg örugg söluvara. Eins og þú veist eru til rithöf- undar sem sitja árum saman i litla, rakafulla þakherberginu sinu og skrifa og skrifa meðan rotturnar leika sér á milli þilja, jegnið drýpur frá þakglugganum og ofninn skelfur af kulda. Snjallar hugmyndir fæðast við miklar þjáningar, hann bætir síðu eftir síðu í handritabunk- ann sem vex og vex meðan höf- undurinn sveltur og rotturnar naga ... en loksins ... loksins er bókin búin og nú hefst hin langa ganga á milli bókaútgef- enda, upp stiga og niður stiga ... Nei, takk, þetta er ekkert fyrir okkur, þetta er ekki það sem nútíma fólk vill lesa, auðvit- að er þetta ágætlega skrifað, það er ekki það ... en við tökum ekki við fleiri handritum þetta árið. Loksins kaupir einn útgef- andinn handritið og gefur bókina út i 1500 eintökum. Bókaverslanir selja 10 eintök, af- ganginn kaupa pappírsverk- smiðjur fyrir tikall kílóið. Svo eru auðvitað forréttindahópar innan rithöfundastéttarinnar, höfundar sem hafa stjórnmála- lega séð veðjað á réttan hest. Þeir fá ríkisstyrk án þess þeir þurfi endilega að skrifa neitt. Og svo eru það menningarskríbent- arnir sem eru til i að skrifa hvað sem er bara ef þeir koma sjálfum sér í blöðin. Þeim er nákvæm- lega sama hvort þessi andlega framleiðsla þeirra selst eða hvort nokkur les hana. Loks kemur svo lítill hópur sem sjaldan er getið um. Það eru atvinnurithöf- undarnir sem kunna þá list að gera hvern einasta staf sem þeir skrifa að söluvarningi. Söguhetjan okkar, hann Arne Mökle, tilheyrði síðasta hópn- um. Það eina sem hann hugsaði um þegar hann settist við ritvél- ina var að hala inn fleiri skild- inga i bankabókina. Og nú hafði hann fengið bráðsnjalla hug- mynd ... eða svo við höldum okkur við bókmenntalegra mál, hann hafði fengið innblástur. Hann settist niður og fór í gegn- um einar tiu bækur um það efni sem hann ætlaði að skrifa um og kippti bestu köflunum út. Síðan umskrifaði hann þá án þess að skammast sín minnstu vitund, Fimm mínútur með ' WILLY BREINHOLST Það sem allar ungar konur ættu að vita fann gott nafn á bókina og flýtti sér til útgefandans síns. — Gjörðu svo vel, sagði hann og fleygði handritinu á borð bókaútgefandans. — Hér hefurðu nýja metsölubók. Otgefandinn leit á nafn bók- arinnar: „Leiðin til hins full- komna hjónabands — Það sem allar ungar konur ættu að vita.” — Allt í lagi, Mökle, sagði hann, tók upp símann og pant- aði pappír í fyrstu útgáfu. — Við byrjum á því að prenta hana i 25.000 eintökum. Það eru enn til þúsundir kvenna sem gjarnan vilja vita meira um þessa hluti. — Ætlarðu ekki að lesa hana fyrst? — Það skiptir engu. Nafnið stendur fyrir sínu. Þú getur fengið milljón fyrirfram. Þar með var málið afgreitt. Bókin var prentuð og fyrsta út- gáfan rann út eins og hinar frægu, heitu lummur. Auglýs- ingadeildin sá um að bókin væri auglýst með nokkrum þaulhugs- uðum slagorðum: — Bókin sem engin ung, ný- gift kona getur lifað án. Viltu gera hjónaband þitt enn ham- ingjusamara? Lestu þá Það sem allar ungar konur ættu að vita. Ómetanleg ráðgjöf fyrir óreynd- ar konur. Önnur útgáfa seldist jafnvel og sú fyrri. Mökle sótti aðra milljón til gjaldkerans. Það fór ekki á milli mála, þetta var met- sölubók. — Vel af sér vikið hjá Mökle, skrifaði gagnrýnandi í Extra- bladet. — Tvímælalaust lær- dómsrik bók. Hér er ekkert verið að skafa utan af hlutunum. Ungar konur, jafnt giftar sem ógiftar, fá hér fræðslu um það efni sem þær yfirleitt vita allt of litið um. Átta dögum síðar var önnur útgáfa líka uppseld. Bókaútgef- andanum datt í hug að það gæti verið forvitnilegt að lesa bókina. Hann var ekki búinn að lesa margar síður þegar hann stökk á fætur og lamdi í borðið. — Fjandinn hafi það, hróp- aði hann. — Þetta er nú einum of gróft. Hann var annars maður sem var vanur að taka ýmsu án þess að blikna né blána. Útgefandi sem sérhæfir sig í útgáfu klám- bókmennta er ekki lengi að þróa með sér þann hæfileika. En auðvitað hefur allt sín takmörk og nú fannst honum að þeim væri náð. Hann kallaði höfund bókar- innar, Það sem allar ungar konur ættu að vita, á sinn fund. Mökle mætti á fundinn með sakleysissvip og góða samvisku. — Ég vil taka það fram, sagði hann áður en útgefandinn komst að með ásakanir sinar — að ég hef bara skrifað um það sem hver kona ætti í raun og veru að vita ef hún vill auka á hjónabandssæluna. Útgefandinn sendi honum eitrað augnaráð. — Þú ert búinn að eyðileggja hinn góða orðstír bókaútgáfunn- ar minnar, sagði hann. — Þú getur ekki verið með fullu viti, maður. Þetta er sko einum of gróft. Hann henti bókinni hans Mökle frá sér og svipur hans lýsti megnasta viðbjóði. — Hér mæta minir tryggustu lesendur í bókabúðirnar og gefa fimm þúsund kall fyrir bókina, Það sem allar ungar konur ættu að vita — leiðin til hins full- komna hjónabands, í þeirri góðu trú að þar með fái þeir einhverja athyglisverða lesningu til að hugga sig við á löngum, dimm- um vetrarkvöldum. En hvað fá þeir svo? Bara ósköp venjulega ... matreiðslubók! 35. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.