Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 44
1. kafli. Frú Maud Wilson beið í fremra svefn- herbergi hússins númer ellefu við Chestnut Avenue í Ferringham. Á skermi sjónvarpsins fyrir framan hana var auglýsing. Þegar aðaldagskráin byrjaði myndu útvarpshljómleikarnir, sem dóttir hennar, Kate, ætlaði að hlusta á, einnig byrja. Á þvi augnabliki myndi frú Wilson hringja bjöllu sinni til þess að biðja um hvítt brauð og smjör í stað heilhveitibrauðsins á diskinum hennar: refsingin fyrir það hve bakkinn hafði verið látinn harkalega niður vegna þess að Kate vildi ekki missa eina nótu úr forleiknum. Þó frú Wilson væri gömul var hún ekki veik. Hún hafði ákveðið að jafna sig aldrei á áfallinu sem hún varð fyrir vegna getnaðar og fæðingar Kate. Þá var frú Wilson 44 ára og hafði fyrir löngu gefið upp vonina um annað barn í stað sonarins sem dáið hafði í bernsku fimmtán árum áður. Kringlótt andlit og blíðleg auguLawrence störðu á Kate frá myndum sem dreifðar voru um húsið; köld nálægð sem móðir hennar minnti hana á daglega með orðunum: „ef aðeins”. Ef aðeins hann væri á lífi, hugsaði Kate biturlega þegar hún svaraði kalli móður sinnar. Hann myndi hafa sameinað, hélt móðir hennar fram, fagurt útlit og nákvæmt viðskiptavit, þær gætu lifað í munaði I stað þess að þurfa að telja krónurnar. Kate mundi eftir ánægjunni og þægindunum sem peningarnir höfðu veitt þeim meðan faðir hennar lifði, frí á dýrum hótelum, heimsóknir til London, með leikhús- ferðum og veitingahúsmáltið á eftir. Hann lést skyndilega meðan Kate var enn í skóla og skildi eftir sig vefnaðar- fyrirtæki sem hafði verið rekið með tapi í nokkur ár. Þegar séð varð hvernig fjár- málin stóðu fannst Kate hún hafa verið svikin, en núna, eftir að hafa búið ein I meira en tuttugu ár með móður sinni, skildi hún hvers vegna hann hafði ekki sagt frá vandræðum sinum. Forleikurinn að Töfraflautunni hélt áfram í litlu setustofunni hennar, sem eitt sinn hafði verið morgunverðar- herbergið, meðan hún smurði reiðilega tvær sneiðar af hvitu brauði. Hún var nýsest niður eftir að hafa farið með brauðið þegar bjallan hringdi aftur. „Augu min eru þreytt í kvöld. Viltu skýra litina, Kate?” bað frú Wilson kvartandi röddu. Kate hreyfði takkana á sjónvarpinu. „Of bjart,” sagði frú Wilson. Þegar Kate var loks leyft að fara voru litirnir alveg eins og þeir höfðu verið áður. En á morgun var föstudagur, sér- stakur föstudagur. Tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum, kom frú Burke til þess að þrífa og var allan daginn. Þessa daga þurfti Kate ekki að flýta sér heim úr vinnunni til þess að hafa til matinn fyrir móður sína. Á tveggja til þriggja mánaða fresti var frú Burke yfir helgi og Kate fór í burtu. Hún eyddi þessum helgum með vinkonu sinni, Betty Davenport, uppi í sveit. Að minnsta kosti hélt mamma hennar það. Um morguninn kvartaði frú Wilson um höfuðverk og síðan um verk í siðunni. Hún gerði sér alltaf upp lasleika þegar Kate var á förum og hélt tauga- striðinu áfram þar til frú Burke, sem kom snemma á föstudögum, kom og sefaði hana. 1 rauninni naut frú Wilson þess að breyta um félagsskap, það heim- sóttu hana fáir nú orðið. Þar sem frú Burke varð ekki fyrir þeim pyntingum sem frú Wilson beitti dóttur sina, fannst henni auðvelt að sinna þessu starfi sinu og skemmti sér ágætlega við að horfa á litasjónvarpið með henni. „Kate er við hinn enda símans ef’ þér líður ekki vel og vilt að hún komi heim,” sagði frú Burke. „Ég vil alls ekki hafa af þér skemmtunina, Kate,” stundi frú Wilson þegar Kate flýtti sér í burtu áður en fleiri kvartanir kæmu. Áður hafði hún látið þennan leik koma sér úr jafnvægi. Þegar hún var yngri hafði hún stöðugt áhyggjur af því að móðir hennar yrði alvarlega veik I fjarveru hennar. Núna viðurkenndi hún kuldalega með sjálfri sér þá staðreynd að gamla konan gæti lifað tíu eða fleiri ár í viðbót á þennan hátt án þess að nokkuð breyttist nema það að hún sjálf eltist jafnmikið líka. Hana dreymdi oft um hvað hún myndi gera þegar hún losnaði. Húsið myndi seljast á góðu verði þó svo ekkert hefði verið gert til að gera það nýtiskulegra. Ferringham, sem einu sinni hafði verið lítið sveitaþorp, hafði komið upp léttum iðnaði, og svo lá það milli tveggja hraðbrauta, á svæði þar sem stöðug eftirspurn var eftir fast- eignum og byggingarlóðum. Sem barn hafði Kate reikað um akrana og skógana á bak við húsið en nú var það umkringt nýjum byggingum. Fyrir tíu árum hafði byggingameistari keypt hluta af garði Wilsons fólksins, og nú stóðu þrjú hús þar sem áður hafði verið tennisvöllur og kjarrgróður. Frú Wilson lét mála húsið utan fyrir hluta ágóðans, afgangurinn fór I lífeyri. Allt innanhússviðhald sá Kate um. Áður fyrr hafði Kate reynt að fá móður sina til þess að selja húsið en þá var frú Wilson vön að spyrja átakanlega: „Á ég núna að missa heimili mitt, eins og allt annað?” Hún lét sem hún heyrði ekki ákafar fortölur Kate um að íbúð væri ódýrari í rekstri og hægt væri að halda henni heitri. Seinna, þrátt fyrir kuldann, óþægindin og kostnaðinn, var Kate ánægð með húsrýmið sem gat séð þeim fyrir sitt hvoru yfirráðasvæðinu. Svæði Kates var eldhúsið, það sem áður var morgunverðarherbergið og svefnherbergið hennar: afganginn af húsinu átti móðir hennar. Frú Wilson notaði þó sjaldan nú orðið stóru og súgsömu viðhafnarstofuna, sem aðeins var hituð meðgaseldi, vegna þess að hún kom sjaldan niður. Einhvern daginn myndi Kate fara í ferðalag. 1 svefnherbergi hennar, stóru herbergi með háu gamaldags nimi, stórum mahóníklæðaskáp, snyrtiborði og slitnu axministerteppi umkringdu gljáandi viðargólfi, var ein skúffa full af bækling- um sem auglýstu ferðir til Persíu, Ind- lands og Japan. Kate safnaði sífellt nýjum með því að skrifa svarbréf við blaðaauglýsingum; þar eyddi Kate klukkutimum saman við að áætla ferðir, sem hún myndi aldrei fara í. En stundum tókst henni að sleppa burtu frá móður sinni. Það hafði byrjað fyrir sjö árum. Þangað til hafði Kate i rauninni eytt einstaka helgum með Betty Davenport. Hún hafði glatað öllu sambandi við skólafélagana, þær voru allar giftar eða komnar langt i burtu. En meðan eigin- maður Bettyar, Jack, var I flughernum höfðu þær haldið sambandi og þegar hann kom aftur og keypti smábýli í Gloucestershire var það eðlilegt að Betty byði Kate til sín. Hún var aufúsugestur sem hjálpaði til þar sem aðstoðar var mest þörf; úti við í stækkandi matjurtar- garðinum, i eldhúsinu eða með börnin. Henni gekk vel að eiga við börn þvi hún hitti mikið af þeim í starfi sinu. 1 fyrstu skildi hún móður sína eftir eina yfir nótt. Hún útbjó þá kalda máltíð fyrir kvöldið og frú Burke kom á daginn. Móðir hennar leit á sig sem píslarvott þar sem hún þurfti að bera bakkann úr búrinu yfir i borðstofuna sem hún vildi endilega nota, það krafðist svo mikillar áreynslu að rísa upp úr sófanum sem hún eyddi mestum tima sínum í. Kate mundi aldrei eftir móður sinni sem starf- samri konu, á skemmtiferðum hafði henni og föður hennar liðið eins og skólakrökkum, sem voru að skrópa þegar þau yfirgáfu hljóðlát húsið. Síðasta árið sem hann lifði hafði hún farið með honum í fjöldamörg kvöld- verðarboð, sem hann hafði haldið í Ferringham’s Royal Hotel, vegna þess að móðir hennar gat ekki að vildi ekki skemmta viðskiptavinum hans. Gestirn- ir höfðu allir verið góðir við Kate og slegið henni gullhamra. Svo dó hann og skildi ekki eftir sig neina líftryggingu en fyrirtæki í skuld. Kate vildi ekki minnast þess. „Guði sé lof að faðir minn sá fyrir mér,” sagði móðir hennar oft. Frú Wilson hafði svolitlar einkatekjur fyrir sig. En eiginmaður hennar hafði verið örlátur meðan hann lifði, svo að hún hafði ekki eytt miklu af þvi og notað afganginn til að fjárfesta. Núna, í verð- bólgunni, dugði það skammt en höfuð- stóllinn var enn óskertur. Stundum talaði frú Wilson um að selja allt saman til þess að auka vaxtatekjurnar, ef hún myndi gera það væri húsið eitt eftir fyrir Kate. Kate var einkaritari, móttökustúlka og allsherjar reddari fyrir hóp af lækn- um sem störfuðu saman í bænum. Hún hafði unnið hjá þeim i fimmtán ár, fyrst meðan læknastofan var i gömlu húsi við Hight Street og nú í læknamiðstöð- inni. Þegar faðir hennar dó var Kate í Menntaskóla Ferringham og vonaðist til að komast í háskóla en hún setti sig ekki upp á móti þeirri ákvörðun móður sinn- ar að frá þeirri áætlun yrði að hverfa. Hún gæti ekki látið halda sér uppi lengur, haföi frú Wilson sagt. Um nýju framhaldssöguna: Ungur maður stöðvar bíl sinn til þess að aðstoða tvær konur við að skipta um hjólbarða á bíl þeirra. Þegar yngri konan finnst myrt skömmu seinna, hefur hin konan æma ástæðu til þess að neita að aðstoða lögregluna við að leysa gátuna. Tvær manneskjur vita, að Kate Wilson hefur farið um sama veg um svipað leyti og unga konan var myrt og önnur þeirra er morðinginn. Hann verður að finna hana og þagga niður í henni, áður en hún getur Ijóstrað því upp hver hann er. Hann fylgir henni eftir í þorpið þar sem hún býr í stóm húsi með ráðríkri móður sinni og vinnur sem læknaritari. Þegar hann rænir henni er líf hennar ekki einungis í hættu, heldur er mikil hætta á því, að leyndarmáli hennar sjálfrar verði Ijóstrað upp .... 44 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.