Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 48
—— 55“——| h—55 ----H | * 53- —I H-— Frystir 107 I. Kælir 303 I. -71 HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655 HVERS VEGNA MORÐ? ódýrum — hann hafði alla kunnáttu til að bera — og síðan myndi hann stækka við sig þar til hann ætti fjölbýlishús með þakhúsi fyrir sig og einhverja stúlku. Hann fór aftur að bílnum sínum sem hann hafði lagt á bílastæði nálægt almenningssaleminu, það var einangrað í skjóli trjáa i jaðri garðsins. Þar hafði verið annar bíll þegar hann kom, gamall grænn Mini, en var nú farinn. Kate hafði lokið við að breyta sér í frú Havant kvennamegin í sama almenningssalerni nokkrum mínútum áður. Hún hafði valið nafnið Havant vegna þess að faðir hennar hafði fæðst í Havant í Hampshire. Afi hennar hafði verið undirforingi í konunglega flot- anum. Hár hennar var enn nokkuð liðað undir hárlakkinu. Hún ók i norður og var þegar búin að segja skilið við hlut- verk hinnar skylduræknu dóttur og var orðin glæsilega ekkjan sem flýtti sér áköf til kvænts elskhuga síns. Loksins var henni óhætt að vera áköf; hún hafði ekki komist i burtu síðan í nóvember. Eftir nokkurra kílómetra akstur sá hún lítinn bláan Fiat silast áfram fyrir framan sig. Eftir því að dæma hvernig bifreiðin hallaði þá var sprungið á einu hjólinu, þegar hún kom nær sá hún að annað afturhjólið lá niðri, ökumaðurinn — kona þó ekki sé alltaf hægt að dæma um slíkt aftan frá — hlaut að vita að eitt- hvað væri að? Enda sveigði hún út af veginum á næsta beina kafla. Fyrsta hvöt Kate þegar hún ók fram hjá var að halda áfram því að hún vildi ekki verða of sein. En starf hennar fólst í því að hjálpa fólki og það var gegn eðli hennar að láta sem hún sæi ekki vand- ræði annarra. Hún stansaði einnig, bakkaði að Fiatbifreiðinni og steig út. Ung og fögur kona með stutt, dökkt hár og langa, mjóa fótleggi, sem sáust vel i gegnum þröngt pilsið, var þegar búin að setja lykil á eina felguróna. Tjakkurinn var kominn á sinn stað. Kannski var engrar hjálpar þörf. Fyrir mörgum árum hafði Kate farið á kvöldnámskeið í viðhaldi og umhirðu bifreiða. Þó hún hefði aldrei iokið námskeiðinu kunni hún þó að skipa um hjól á bíl og það gerði þessi stúlka líka. „Getið þér gert þetta?" spurði Kate. „Já, þakka yður fyrir,” sagði stúlkan. Kate horfði á. Stúlkan var litil og það þurfti stundum mikið átak til þess að losa rær. Vitanlega hreyfðist ekki fyrsta róin, sem hún reyndi að losa. Né heldur sú næsta. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.