Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 51
maður þannig fengið skýra mynd í sambandi við þennan tengihlut kvöldið áður en hann hafði tekið við hringnum, enda þótt mynd þessi blandaðist að vísu saman við önnur áhrif. Þriðja mál — Auða sætið Autt sæti getur líka valdið ruglingi um tima. Þann 15. október 1952 var Tenhaeff prófessor að undirbúa sætistilraun, sem fara átti fram fjórum dögum síðar í Rotterdam. Prófessorinn valdi sæti númer 18. „Ég sé ekkert," tautaði Croiset. „Eruð þér viss?” „Fullkomlega." Þetta kom mjög flatt upp á prófessorinn. Fram að þessu hafði Croiset náð allt að fullkomnum árangri. Dr. Tenhaeff reyndi annað númer — þriðja sæti. Þá brosti Croiset og sagði að bragði: „Þar mun kona sitja. Hún er með ör á andlitinu. Ég sé að þessi ör standa í einhverju sambandi við umferðarslys á ttalíu.” Kvöldið sem halda átti fundinn snjóaði i Rotter- dam. Af þeim þrjátíu gestum sem boðnir voru til fundarins gat einn ekki komið. Og hvað um auða sætið? Það var númer 18 — það sem Croiset sagði úm: „Égséekkert.” En í þriðja sæti sat kona með áberandi ör á andliti. „Já, alveg rétt,” sagði konan. „Ég lenti i umferðarslysi á Italiu fyrir tveim mánuðum. En segið mér eitt, hvernig gátuð þér vitað það?” Að tilrauninni lokinni staðfesti Tenhaeff prófessor spá Croisets með vitnisburði frá eiginmanni konunn sr, en hann er taugalæknir. Fjórða mál — Rita Venturi frá Verónu Það var söguleg sætistilraun sem gerð var þann 3. mars 1956 í Verónu á Italíu. Það var í fyrsta sinn sem þátttakendur og áhorfendur voru boðnir eftir að Croiset hafði lýst sýnum sínum. Tilraunin fór fram í fundarherbergi Náttúrugripa- safnsins. Fimmtíu manns voru viðstaddir. Af þeim tóku þrjátíu og sex sæti á stólum sem raðað var í sex raðir með sex stólum hver röð. Daginn áður var Croiset staddur í Múnchen á heimili Antons Neuhauslers prófessors, þýsks dul- sálarfræðings. Bað hann prófessorinn að velja stól fyrir tilraunina. „Hver mun sitja á morgun í Verónu á fjórða stól til vinstri í þriðju röð?”spurði vísindamaðurinn. Croiset kom þegar með lýsingu sem var skrifuð niður á þýsku af dr. Neuháusler og sett i innsiglað umslag. Daginn eftir var hún þýdd á ítölsku. Áður en sætistilraunin í Verónu hófst var gerðsmá- tilraun til æfingar. Croiset fékk mjög sterka mynd af litlum poka með krömdum ávöxtum. Enda þótt hún virtist ekki standa i neinu sambandi við persónuna sem fékk honum tengihlutinn, var Croiset þó viss um að mynd hans væri rétt. Nú spurði hann hvort nokkur viðstaddur gæti útskýrt myndina af þessum ávaxta- poka. Snotur táningur, Rita Venturi, nemandi í mennta- skóla, sem sat beint á bak við manninn sem lagði til tengihlutinn, viðurkenndi að ávaxtapokinn ætti við hana. Nokkrum dögum áður hafði hún í frímínútum boðið reglum skólans birginn og farið úr skólanum til að kaupa sér nokkur epli. Búðarmaðurinn setti þau í bréfpoka. Þegar Rita heyrði skólabjölluna hringja skundaði hún til baka og tók rösklega til fótanna. Allt í einu rifnaði pokinn og eplin skoppuðu út á götuna. Myndin af þessum ávaxtapoka hafði smeygt sér inn á milli þess sem Croiset hafði séð í sambandi við manninn sem fékk honum tengihlutinn. Rita virtist vera persónan sem Croiset hafði Ijóslega lýst daginn áður á heimili drs. Neuháuslers i Múnchen. Benti Tenhaeff prófessor á það, að slíkur ruglingur gæti oft átt sér stað í sætistilraunum. Eftirlit og stjórn tilraunarinnar í Verónu var í höndum drs. de Bonis og Zorzis prófessors, sem opnaði umslagið í upphafi fundarins. Þeim var algjör- lega ókunnugt um innihald þess fram að þeim tíma. Þessi var lýsing Croisets daginn áður í Múnchen: „Stúlka mun koma og setjast í þennan stól. Hún er dökkhærð og dökkklædd en í ljósri blússu. (Rita Venturi sem sat á umræddum stól var dökkhærð og klædd dökkblárri kápu. Undir kápunni var hún i hvitri blússu með mjóum bláum röndum.) „Rétt hjá húsinu sem hún býr i er hárgreiðslu- stofa,” hélt Croiset áfram (Rétt). „Hún býr á fjórðu hæð (Ekki rétt. Hún bjó á þriðju hæð; Croiset ruglaði saman annarri og þriðju hæð). „Hún hefur mjög fagra rithönd." (Rétt. Hún skrifar mjög fallega og skýra stafi). „Hún ann dýrum og á mynd af íkorna. Ég veit ekki hvort hún teiknaði þessa mynd sjálf eða skoðaði nýlega slíka mynd, sem hafði sterk áhrif á hana (Rétt. Rita viðurkenndi að hún elskaði dýr. Vinkona hennar ein hafði nýlega gefið henni mynd af íkorna og gladd- ist hún mjög við gjöfina). „Þegar hún kemur heim sér hún við enda götu sinnar lítið torg. Á þessu torgi stendur sívöl bygging með bogum." (Rétt. Við enda götu Ritu var lítið torg með byggingu með mörgum bogum. Það var eina byggingin í nágrenninu með þeim hætti). „Hefur hún heima hjá sér rússneskan samovar eða tyrkneskar pípur með samfelldum lykkjum?” (1 fyrstu gat Rita ekki munað eftir neinni slíkri pípu. En þegar Croiset sýndi henni með fingrum sínum hvernig lykkjum á tyrkneskum pipum er háttað, þá mundi Rita eftir henni og svo einnig móðir hennar, sem var meðal fundargesta. Báðar mundu að þær hefðu dáðst að slíkri pípu, sem þær hefðu nýlega séð á heimili vinar síns). „Hún er i svörtum skóm. Skóleðrið er dálítið laskað. Það er rifa á því.” (Dr. Bonis sýndi öllum að Rita var í svörtum skóm. En þótt Croiset fullyrti að það væri rifa á þeim, sagðist Rita ekkert um það vita. En eftir fundinn gekk Rita til dr. Bonis og viðurkenndi að það væru rifur á báðum skónum sínum og sýndi honum þær. Hún hafði tekið nærri sér að vera í svona gömlum skóm á fundinum). „Komst hún í einhverja geðshræringu í gær vegna einhvers sígarettuveskis? Lét hún það detta á gólfið?” (Daginn áður hafði Rita keypt sígarettuveski sem gjöf handa vini. Þegar hún tók umbuðirnar af því heima datt veskið á gólfið og hún óttaðist að það hefði skemmst). „Hver er gamli herrann með yfirskeggið? Hefur hún málverk af honum í herberginu sínu?” (I herbergi Ritu er mynd af afa hennar, gömlum herra með stórt yfirskegg). Henti það hana nýlega að dautt dýr úr slátrarabúð datt fyrir framan hana?" (Nokkrum dögum áður henti það þegar Rita gekk framhjá slátrarabúð, að dauður kjúklingur sem hékk yfir innganginum féll fyrir fætur henni). Hér hefur einungis verið lýst einni hlið þessara ótrúlegu og furðulegu sálrænu hæfileika Hollendings- ins Gerards Croisets. Þannig hefur hann líka iðujega hjálpað lögreglu ýmissa landa til þess að upplýsa glæpi og gæti ég sagt ykkur spennandi sögur af því. En það sem hann nýtur þó mest alls að gera er að finna týnd börn, enda telja margir foreldrar sig standa í óbættri þakkarskuld við hann fyrir hjálp i þeim efnum, því Croiset er ekki einungis frábær að hæfileikum, heldur einnig góður drengur. Endir 35> tbl. Vikan Sl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.