Vikan


Vikan - 06.09.1979, Side 3

Vikan - 06.09.1979, Side 3
Leiðsla úr taltæki í hjálmi, í talstöð. Handsaumuð leðurstígvél. Hjalmur ur trefjaplasti Eitt af þremur blikkandi Ijósum Mótorhjólið sem hér sést er af gerðinni Harley Davidson 1200, 60 hestöfl 2 cc og kostar 6 milljónir. I flota Reykja- víkurlögreglunnar eru í notkun 15 hjól af þessari gerð. Hjá ungum lögreglu- manni, Karli Gíslasyni, fengum viö þær upplýsing- ar að mestur hluti búningsins væri útveg- aður þeim að kostnaðar- lausu. Þó er það ekki allt, því skyrtuna, spælinn, borðana og hnappana á jakkanum ásamt fleiri smáhlutum verða þeir að útvega sjálfir. Þessir hlutir eru yfirleitt pantaðir eftir verðlistum frá Ameríku. — Leðurjakkinn, sem lögregluþjónunum er útvegaður, er hannaður hjá Belgjagerðinni og kostar 60 þúsund krónur. Málmsylgjan, sem er eins og stjarna í laginu, er með áletruninni: ,,Með lögum skal land byggja” og er framleidd hjá Hellu hf. og kostar 5.500 krónur. Buxurnar eru ákaflega þægilegar úr stretsefni meðrennilás upp aðhnjám, framleiddar hjá Austurgarði og kosta 20 þúsund krónur. Mörgum finnst stígvélin þaðflott- asta af öllu saman. Þau eru saumuð eftir máli hjá skósmið að nafni Aifred Rassmusen og kosta þessi öndvegisstígvél hvorki meira né minna en 70 þúsund krónur. Hjálmur- inn, sem er innfluttur frá Englandi, þarf að þola ýmislegt og er því framleiddur úr fínasta tref japkasti og kostar 9 þúsund krónur. Þá er ótalin handjárnataskan dularfulla sem kostar 1.460 krónur og dýrindis ullar- trefill frá prjónastofunni Iðunni, sem kostar 18 þúsund krónur. — Og síðast en ekki síst verðum við að minnast á sól- gleraugun, sem einkenna alla meiri háttar lögreglu- þjóna. Þau eru ekki inni- falin í búningnum og verða því notendur að sjá um þá hlið mála'nna sjálfir. Til gamans má geta þess, að flest karlmannagleraugu kosta alltfrá 10 þúsund upp í 20 þúsund krónur! — Þegar allt er reiknað með, nauðsynjaplögg eins og nærfatnaður, sokkar og fleira, reiknast okkur til að einkennisbúningurinn kosti um 200 þúsund krónur. Já, það er dýrt að vera ímynd hreysti. En skyldi það ekki vera þess virði?!! 36. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.