Vikan


Vikan - 06.09.1979, Side 4

Vikan - 06.09.1979, Side 4
Það er erfitt að 'V % vera unglingur - Unglingar og fullorðnir eru oft ósam- mála. Stundum eru þeir hreinir óvinir. Unglingunum finnst oft að fullorðnir skilji sig ekki og fullorðnum finnst erfitt að tala við unglingana. Unglingum finnst oft að fullorðnir ráði öllu en fullorðnum finnst þvert á móti að þeir ráði ekkert við ungling- ana. Barnið breytist smám saman í ungling. Ástandið í fjölskyldunni breytist. Barnið hefur fengið sjálfstæðan vilja. Fullorðnir geta ekki stjórnað því eins mikið og áður. Margar fjölskyldudeilur stafa af þvi að unglingar og fullorðnir eiga erfitt með að tala saman. Hvað gerist eiginlega? Hvað eru unglingsárin? Unglingsárin eða það sem oft er kallað gelgjuskeið er einskonar millibilsástand. Þetta ástand felst í því að unglingurinn er hvorki barn né fullorðinn. Áður en barnið verður unglingur hefur það þroskast mikið. Það hefur t.d. orðið sér meðvitað um hvort það er strákur eða stelpa, skynjað eigin líkama, skynjað umhverfi sitt vegna ýmissa viðbragða sem það hefur fengið frá fullorðnum og félög- um. Gelgjuskeiðið varir mismunandi lengi. Það er háð því samfélagi og þeirri menn- ingu sem unglingurinn elst upp í, og hve lengi það varir. Þvi flóknari sem samfélögin eru, þeim mun lengur varir gelgjuskeiðið. Á Vesturlöndum er oft talað um að gelgju- skeiðið geti varað í 4—6 ár. í hinum svo- kölluðu frumstæðu þjóðfélögum nær gelgjuskeiðið yfirleitt yfir miklu skemmri tima, og árekstrar á milli unglinga og full- orðinna eru langt frá því eins miklir og hér hjá okkur — ef þeir eru þá nokkrir. Á gelgjuskeiðinu verða ýmsar breytingar á unglingum. Þessar breytingar eru líf- fræðilegar, sálfræðilegar og félagslegar. Þær gerast ekki á nákvæmlega sama tíma hjá öllum. Sumir taka snemma út þroska, aðrir seinna. Tímabil gelgjuskeiðsins Margir fræðimenn hafa fengist við að rannsaka og lýsa unglingsárunum. Sumir rithöfundar hafa líka fengist við að skrifa skáldsögur um unglingsárin. Unglingsár- unum hefur verið veitt sérstök athygli ein- mitt vegna þess að þetta tímabil er spenn- andi, fullt af ólgu, gátum, spurningum og óleystum vandamálum. Sumir fræðimenn hafa rannsakað ungl- ingsárin í tæknivæddum iðnaðarþjóðfélög- um, aðrir hafa rannsakað þau í frum- stæðum þjóðfélögum, Flestir þeirra eru sammála um að það er miklu erfiðara að vera unglingur í nútíma-iðnaðarþjóðfélagi en í ótæknivæddu samfélagi. Oft hefur gelgjuskeiðinu verið skipt niður í ákveðin tímabil. Það er t.d. talað um: a) ca 11—13 ára tímabilið, eða fyrra- gelgjuskeiðstímabil. Þetta á við timann áður en ákveðnar líffræðilegar breyting- ar gera vart við sig. b) ca 14—15 ára tímabilið, eða líffræðilegt- sálfræðilegt tímabil. Unglingurinn verður kynþroska og margar sálrænar breytingar eiga sér stað. c) ca 16—18 ára tímabilið, eða seinna gelgjuskeiðið. Það einkennist af því að unglingurinn innlimast smám saman í félagsskap hinna fullorðnu um leið og hann tileinkar sér hlutverk hinna full- orðnu. Bernskan hefur áhrif á unglingsárin Það gerast miklar breytingar í lífi ein- staklingsins þegar hann kemst á unglingsár. Margir fullorðnir hafa meira að segja haldið því fram að barn sem breytist í ungl- ing skipti um persónu. Oft hefur t.d. heyrst að rólegt og tiltölulega meðfærilegt barn verði ekkert nema þráinn, óstýrilætið og uppivöðslusemin. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að miklar breytingar eiga sér stað á ungl- ingsárunum og að þær geta í sjálfu sér valdið ýmsum straumhvörfum í lífi ungl- ingsins. En það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir að þær breytingar sem gerast eiga sér stað á grundvelli þeirrar þró- unar sem barnið hefur gengið í gegnum áður en það varð unglingur. Þess vegna hefur fyrra lif — fyrri þróun — barnsins mikla þýðingu fyrir það hvernig unglingn- um tekst að komast i gegnum gelgjuskeiðs- timabilið. Boð og bönn foreldra Foreldrar vilja gjarnan ala börn sín upp til sjálfstæðis og kenna þeim að standa á eigin fótum. En oft er ósamræmi í afstöðu foreldra til barna og það getur valdið árekstrum. Einn daginn á barnið að vera barn og annan daginn á það að haga sér eins og fullorðin manneskja. Foreldrar vilja því oft bæði að börnin haldi áfram að vera börn og hætti því, og verði fullorðin. Þeir vilja oft halda áfram að ráða yfir börnunum en líka að þau geti 4 Vikan 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.