Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 5
urinn færari um að taka ábyrgð og hann skilur betur samræmi á milli þess að fá rétt- indi og taka ábyrgð. Þegar unglingurinn sveiflast á milli þess að vilja sjálfur bera ábyrgð og varpa henni yfir á foreldra er staðan oft erfið fyrir báða aðila — ekki síst foreldrana. Unglingsárin eru erfið bæði fyrir unglinga og fullorðna Það er staðreynd að unglingsárin eru erfitt tímabil í ævi hvers manns. Hingað til hefur þó ekki verið tekið nægjanlegt tillit til þessa. Flestir muna t.d. að þeir fengu ekki mikið að vita í skóla um hvernig er að vera unglingur. Það er eins með unglingsárin og margt annað í lífi mannsins. Það er ekki talað um það sem getur verið óþægi- legt. Auk algengra, hversdagslegra smámála eins og rifritda og valdastreitu á milli full- orðinna og unglinga, geta komið upp alvar- legri mál. Hræðslan við að unglingarnir „lendi" í einhverju. Hvað á að gera þegar þeir hafa lent í einhverju? Hræðslan við kynferðislíf unglinga, hræðslan við áfengis- neyslu þeirra, ofbeldi og hugsanlega eitur- lyfjaneyslu. Hvað varstu að gera? Með ráðið sér sjálf og orðið sjálfstæð. Þetta hefur verið nefnt tvískinnungur og getur hann stafað af mörgu t.d. að foreldrar ótt- ast undir niðri að börnin geti ekki staðið sig, þeir telja sig þekkja veikleika barna sinna og halda að það sé betra að vernda þá. Einnig geta foreldrar óttast að þeir missi vald, þeir vita yfir hverju þeir ráða en ekki hvað þeir fá. Unglingar geta því fengið margföld skila- boð um hvernig þeir eiga eða eiga ekki að vera og haga sér. Það er erfið staða. Að mega vera barn í dag en fullorðinn á morgun, barn hinn daginn og fullorðinn annan daginn er erfitt, því að það er aldrei hægt að vita við hverju má búast. Að mega vera úti til kl. 12 eitt kvöldið en svo sé lagt blátt bann við öllum útiferðum af því að komið var heim kl. eitt getur verið erfitt að skilja fyrir ungling. Ekki síst af því að for- eldrar og unglingar tala sjaldnast um þessi mál sin á milli. Unglingarnir vita því oft ekki af hverju boð og bönn foreldranna breytast. Þeir skilja ekki af hverju eitt er leyft í dag og bannað á morgun. Unglingar vita oft ekki að foreldrar þeirra eru fullir af hræðslu innst inni. Þeir vita ekki að það er þessi hræðsla sem oft kemur út í boðum, bönnum og stjórnun. Ef unglingar og fullorðnir gætu talað um þessi mál af hreinskilni myndi árekstrum á milli þeirra fækka. En það er svo erfitt að tala saman... Ösamræmi í hegðun unglinga Það er hinsvegar ekki einungis hegðun foreldra sem getur verið full ósamræmis. Það tilheyrir líka unglingsárunum sjálfum að vera stundum ósamkvæmur sjálfum sér. Unglingar vilja oft að þeir séu meðhöndl- aðir sem fullorðnir, en því næst vilja þeir láta meðhöndla sig sem börn. Þeir breyta líka oft hegðun sinni. Stundum reyna þeir að stæla fullorðna og haga sér eins og þeir, en síðan vilja þeir að foreldrarnir taki alla ábyrgð og taka aftur upp hegðun barns. Barnið eða unglingurinn vill því oft bæði hafa réttindi barna og fullorðinna. Þetta er að vísu algengast i byrjun gelgjuskeiðstíma- bilsins, á seinni hlutanum verður ungling- hverjum varstu? Hvar voruð þið? Hvaða unglingur kannast ekki við slíkar spurn- ingar. Allir unglingar lenda í smáárekstrum á gelgjuskeiðinu. Margir komast í gegnum þetta timabil án stórfelldra skakkafalla. Sumir fara hinsvegar illa út úr unglingsár- unum. Hver svo sem reynslan hefur verið líta menn gjarnan á þetta tímabil unglings- áranna sem alveg sérstakan kafla ævi sinnar, en þeir gleyma honum hinsvegar furðu fljótt þegar þeirra eigin börn verða unglingar. 36. tbl. VíkanS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.