Vikan


Vikan - 06.09.1979, Page 6

Vikan - 06.09.1979, Page 6
#W^ ^r* Frysting matvæla nýtur sívaxandi vinsælda og er að verða ómissandi þáttur í heimilishaldi. Mönnum er nú Ijóst, að vörur í réttum umbúðum, sem eru f rystar á réttan hátt, varðveita lit, eðli, bragð og næringargildi nær óbreytt. Einnig má með skynsamlegum kaupum á mat- vörum til frystingar spara umtalsverða fjárhæð, sem ekki er svo lítið atriði á þessum síðustu og verstu tímum. VIKAN á Neytendamarkaði fékk til liðs við sig Hrafn Backmann í Kjötmiðstöðinni við Laugalæk til þess að gera þessu máli nokkur skil. Verður hér stiklað á stóru um ýmislegt er varðar frystingu og frystinn sjálfan. VIKAN hefur einnig látið utbúa MINNISKORT fyrir frystiseigendur. Getur fólk, ef það fyllir kortið út sam- viskusamlega, fylgst nákvæmlega með því, hvað er í frystinum, án þess að þurfa nokkurn tíma að opna hann. Aftan á kortinu er tafla með geymsluþoli hinna ýmsu matvara. uc ÞANNI mest g FRY Hver hefur þörffyrir frysti? Hver hefur ekki þörf fyrir slíkt tæki? Hversu stór sem fjölskyldan er, gerir Hér sjáum við þau Helgu Hjartardóttur afgreiðslustúlku hjð Kjötmiðstöðinni við Laugalæk og Jón Hjartarson kjöt- iðnaðarmann með vetrarforðann tilbúinn í frystinn. Áætlað verð á matnum sem hár sást er um 195 þúsund krónur. Ef við sundurliðum þetta verð, þá kostar 1/2 naut um 100 þúsund krónur, 1/2 svin um 40 þúsund krónur, tveir lambaskrokkar um 30 þúsund krónur, 10 kjúklingar i kassa eru á sértilboði á um 18 þúsund krónur og 2 kg af rækjum kosta 7.200 krónur. Tekið skal fram, að þetta verð er 'engið um miðjan ágúst.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.