Vikan


Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 7

Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 7
t É ^ É *** VAN VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI a hefur þú ign af STINUM heimilisfrystir alltaf gagn. Hann gefur ótal möguleika á fjölbreytni í mataræði, því hægt er að útbúa mat fyrir marga eða fáa í senn og geyma síðan í skömmtum sem henta vel. Sé t.d. útbúinn daglega viku matarskammtur sem nægir fjórum, er þar með kominn matur til mánaðarins og hægt er að velja milli sjö rétta. Sé auk þess notast við nýtt grænmeti, salat, ávexti og mjólkur- afurðir á einstaklingurinn völ á fjölbreytt- um og heilsusamlegum mat. Það liggur í augum uppi, að stórar fjöl- skyldur, hvort sem er í bæ eða sveit, hafa mikla þörf fyrir heimilisfrysti. Hvaða stœrð er heppilegust? Áður en fest eru kaup á heimilisfrysti, verður að hugleiða, hvernig haga skuli notum á honum. Hefur viðkomandi þörf fyrir fullgerða rétti, kaupir hann tilboðs- vörur eða er ætlunin að frysta garðávexti af ýmsu tagi til vinnslu síðar? Það borga, sig ekki að fylla frystinn með heima- bökuðu brauði, snittubrauði eða bollum, ef ekki verður rúm fyrir hálfan lamb- skrokk eða ef til vill stærri skrokk, sem hægt er að fá með sérstökum kjörum. Sumar tegundir grænmetis eru mjög dýrar eða ófáanlegar á vissum timum árs, og getur því borgað sig að afla sér slíkra mat- fanga og frysta á þeim tíma, þegar verð er lægst vegna mikils framboðs. Gert er ráð fyrir, að borgarfjölskylda, sem vill hagræðingu í matargerð og hyggur á mikil matvælakaup í einu, hafi þörf fyrir frystirýmið 50-80 lítra á mann, en fjölskylda, sem er „sjálfbjarga”, ef svo má að orði komast, hvað snertir kjöt, fuglakjöt og grænmeti, þurfi sem svarar 80-120 lítra frystirými á mann. Skáp eða kistu?_________________________ Báðar tegundir hafa sína kosti og galla. Hver fjölskylda verður að gera það upp við sig, hvaða kröfur hún eigi að ge.ra til frystis. Frystiskápar: Kostir: Þurfa minna gólfrými. Auðvelt að hafa allt i röð og reglu. Vinnuaðstaða hentugri. Hafa meiri frystiafköst. Ókostir: Eru dýrari í innkaupum. Nota meira rafmagn. Rúma minna á lítra. Frystikistur: Kostir: Ódýrari í innkaupum. Rúma meira á lítra. Aðeins sparari á rafmagn. Þarfnast sjaldnar affrystingar. Ókostir: Taka mikið gólfrými. Erfitt að halda röð og reglu í þeim. Óhentug yfirsýn yfir innihaldið. Aðrir möguleikar________________________ Litlum fjölskyldum hentar oft að kaupa tvöfaldan skáp, þ.e. kælinn og frystinn sambyggðan i einum skáp, en aðrir láta sér nægja frystihólf í kæliskáp. Það er þó skilyrði, að slíkt frystihólf sé merkt með 4 stjörnum, sem tákna að frostið er meira en 18° C og að hólfið hafi frystiafköst sem nægja 5 kg á sólarhring. Ef frystigetan er minni, er ekki hægt að frysta í hólfinu og frystar vörur sem í það eru látnar halda ekki frosti nema í stuttan tíma. Hvað gerist við frystingu Til þess að gera sér grein fyrir þörfinni á réttri meðhöndlun matvæla fyrir og eftir frystingu, verðum við að vita, hvernig lágt hitastig fer með hinar einstöku tegundir. Öll matvæli innihalda talsvert vatns- magn. Verði það fyrir áhrifum frá miklu frosti, breytist það í ískristalla, sem rjúfa frumuveggi matvælanna og þar af leiðir að mikill lögur rennur úr matvælunum þegar þau eru þídd. Lögur þessi inni- heldur bæði mikið bragð og næringarefni, og matvæli sem fryst eru við lítið frost vilja verða þurr og bragðdauf. Reglan er því: Skjót frysting við u.þ.b. 25° frost á C. Matvæli, sem eru í heppilegum um- búðum og fryst á réttan hátt, varðveita lit, eðli, bragð og næringargildi nær óbreytt. Vöxtur örvera stoðvast við frystingu, en hún drepur þær ekki. Það táknar, að þegai varan er þídd á ný, geymist hún eins vel og önnur fersk matvæli. 1 matvælum er að finna efnakljúfa og með frystingu er unnt að hægja á verkun þeirra, en ekki stöðva. Efnakljúfar þessir breyta !it, bragði og þéttleika matvæla. Þess vegna er nauðsynlegt, að matvæli séu ekki geymd lengur en ráðlagt er. Lengri geymsla veldur að vísu ekki heilsu- tjóni, en matvælin verða bragðlaus. Þegar ráðlagt er að bregða grænmeti í sjóðandi vatn fyrir frystingu, stafar það af því, að slík snögghitun og eftirfylgjandi kæling eyðir efnakljúfum, sem ella myndu breyta þéttleika og bragði græn- metisins og gera það læpulegt og óætt. Réttar umbúðir Þessar kröfur verður að gera til umbúða. Þær verða að vera vatnsgufu- þéttar, lykt- og loftþéttar, þola áhrif fitu og vatns og loks högg og harkalega meðferð. Þær verða líka að þola mikið frost og falla þétt að vörunni. 36. tbl. Víkan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.