Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 8
ÁBENDING: Það eru aðeins fáar umbúðir sem fullnægja öllum þessum kröfum. Venju- lega er nauðsynlegt að nota bæði innri og ytri umbúðir. Bestu innri umbúðir eru frystihimna í álpappír eða sellófan. Slíkar umbúðir eru vatnsgufuþéttar og lykt- og loftþéttar, en þeim verður þó að hlífa með ytri umbúðum, t.d. plastpokum. Álbakkar með loki fyrir fullgerða rétti, beraldin eða grænmeti og álpokar með sellófanhúð þarfnast ekki annarra umbúða. Álpokarnir eru tilvaldir fyrir ávexti, grænmeti og kjöt sem skorið er i teninga. Þá er einnig hagkvæmt að geyma tertur og sandkökur i álpappír, því þær bakast, frystast og þiðna í sömu umbúð- unum. Munið að innri umbúðirnar eiga að falla eins þétt að vörunni og mögulegt er. Varan heldur sér því betur sem minna loft kemst í snertingu við hana. Þess vegna er ekki nægilegt að setja einungis plastpoka utan um kjöt. Hann leggst ekki nógu vel að því. Munið að á umbúðapakkanum á að standa, að í honum séu frystiumbúðir, en ekki að þar sé um venjulegar heimilis- umbúðir að ræða. Álpappírinn á að vera a.m.k. 0.02 mm á þykkt og plastpokarnir 0.04-0.05 mm þykkir. Slíkar upplýsingar eru venjulega prentaðar á umbúðirnar. Gjarnan má nota þunna plastpoka sem ytri umbúðir. Plastöskjurnar geta líka verið hentugar í frystinn. ÁBENDING:_________________________ Munið að vökvar þenjast við frystingu. Fyllið því aldrei öskjurnar alveg — skiljið eftir 2 sm borð. Endurnotkun Öskjur undan jógúrt eða aðra plastbik- ara má gjarnan nota undir ýmsar smá- leifar, fryst grænmeti, eggjahvítur, barna- mat eða megrunarfæði. Glös með skrúf- uðu loki henta líka vel, en menn skyldu varast að hafa mörg hlið við hlið. Þeim hættir til að springa í miklum kulda. Fyllið þau ekki alveg. Ef ekki eru til lok á slíka bikara eða önnur ílát, má loka þeim með álpappir eða tvöföldu frystisellófan, sem haldið er á sínum stað með frystilím- bandi eða gúmmíteygjum. Munið að merkja vel allar umbúðir, skrifa á þær innihald, magn og dagsetn- ingu, áður en frysting fer fram. Þetta er mjög nauðsynlegt og því hefur VIKAN látið útbúa MINNISKORT, sem gerir það að verkum að hægt er á augabragði að sjá hvað í frystinum er, án þess að opna hann. Á þetta minniskort er skrifuð tegund matvöru, magn, dagsetning og geymsluþol. Einnig er mikilvægt að lag- færa tölurnar, i hvert skipti sem eitthvað er tekið úr frystinum. Athugið frystiafköstin______________ Þegar keyptur er frystir, eru m.a. gefnar upplýsingar um, hve mikið magn hann geti tekið til frystingar i einu. Það er mjög sjaldgæft, að afköst hans séu slík, að hann geti t.d. fryst heilan eða hálfan skrokk í einu. Ef þú þarft hins vegar að frysta meira en frystirinn ræður við í einu, ættirðu heldur að láta eitthvað af kjötinu i kæliskápinn í einn eða tvo daga og frysta það síðan smám saman. ÁBENDING:________________________ Munið að stilla frystinn á frystingu a.m.k. sólarhring áður en honum er ætlað að frysta stóran skammt af einhverjum matvörum. Það veltur auðvitað á ýmsu. Ef maður á t.d. garð, getur borgað sig að frysta mikið af grænmeti og sliku. Sé hins vegar nauðsynlegt að kaupa hráefnið, verður hagnaðurinn minni, því að i verslunum fæst ágæt fryst matvara, sem hægt er að kaupa allan ársins hring. Auk þess er ekki víst að þær vörur sem keyptar eru fullnægi fyrsta boðorði frystingarinnar: Frystið aðeins alveg nýja og gallalausa vöru___________________ Sé tveimur störfum sinnt í einu, getur verið kostur að búa til mat til mánaðar í senn. Þá er t.d. hægt að nota eina helgi í mánuði til þess að láta alla fjöiskylduna vinna við það. Þetta getur verið mjög skemmtilegt, auk þess sem það er dæma- laust gott að þurfa ekki að þjóta í verslun rétt fyrir lokun, ef eitthvað vantar. Meðhöndlun matvæla fyrir frystinguna_______________________ Öllu grænmeti, öðru en agúrkum, rabarbara og kryddjurtum, á að bregða sem snöggvast i sjóðandi vatn (eins og fyrr hefur verið sagt) eða undirbúa á annan hátt fyrir frystingu, þar eð efna- kljúfarnir eyðileggja það annars. Rétt er að hafa hugfast, að einstaka grænmetis- tegundir þurfa mismunandi langan tíma í slíku hitabaði. Suðutíminn reiknast frá því andartaki, þegar suðan kemur upp á vatninu, eftir að grænmetið hefur verið látið út í það. Þegar suðan hefur varað nógu lengi, er grænmetið tekið upp úr með gataskeið eða spaða og látið um leið í ílát með ísvatni, þar á það að vera eins lengi og í hitabaðinu. Þá er það tekið upp aftur, vatnið látið renna vel af því, síðan látið í umbúðir og frysting hafin. ÁBENDING: Kartöflur henta ekki til frystingar. Ef ætlunin er að útbúa rétti með kartöflum, verður að bæta þeim í, þegar rétturinn er þíddur til neyslu. BERALDIN__________________________ Þau verða best, ef þau eru látin beint í frystiumbúðir við tínsluna, t.d. álpoka. Ef fólk kaupir berin, er hætt við að þau séu óhrein og verður þá að þvo þau. Er þá best að setja þau í stóra skál með köldu vatni, láta þau liggja í vatninu um tima og taka þau svo upp úr. Þá verða óhrein- indin yfirleitt eftir í vatninu. ÁBENDING:_________________________ Hellið aldrei vatni og berjum i sigti. Þá vilja óhreinindin fylgja þeim áfram. Berin eiga að vera eins þurr og hægt er, þegar þau eru fryst. Látið því renna vel af þeim. Beraldin verða best, ef sáldrað er yfir þau 2-3 dl af sykri á hvert kíló af súrum berjum, en aðeins einum dl, þegar berin eru sæt. STEINALDIN________________________ Eins og apríkósur, ferskjur, kirsuber og plómur, má frysta steinaldin með stein- unum eða án þeirra. Ef þau eru fryst með steinunum, á að bæta sykri á þau. Þau geymast þannig í 8 mánuði, en séu þau geymd lengur, vilja þau verða beisk á 8 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.