Vikan


Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 9

Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 9
bragðið. Steinaldin, sem steinarnir hafa verið teknir úr, eru fryst með sykri eða í sykurlegi (einn lítri vatns á móti 4 dl af sykri). Þessi aðferð reynist einkum vel við ferskjur og apríkósur. Bæti menn við 1 gr af ascorbinsýru eða 1/2 dl af sitrónusafa í hvern lítra af leginum, breytir ávöxturinn ekki um lit. KJARNAALDIN____________________ Heil epli og perur breyta um of eðli sínu, ef þau eru ekki undirbúin áður. Hægt er að gera úr þeim ýmiss konar mauk eða „kompott” með sams konar sykurlegi og lýst var hér að framan. Þau eru skorin í helminga eða báta, kæld, látin í umbúðir með leginum og fryst. Feitur fiskur geymist í frysti í 2-3 mánuði en magur i 3-5 mánuði. Soðinn skelfiskur af ýmsu tagi geymist í 3-5 mánuði. Hann er bestur ef hann er látinn soðinn í plastöskjur, en síðan á að hella yfir hann soði og soðnu vatni til helminga. Tilbúnir fiskréttir eru miður heppilegir til frystingar. ÁBENDING:_____________________________ Fisk í hlaupi er ekki hægt að frysta, því að matarlím sem er í sambandi við vökva glatar við frystingu hæfileikum sínum til að stífna. Hægt er að frysta graflax og reyktan lax, en hann geymist aðeins í 1 1/2 mánuð. KJQT__________________________________ Kjöt verður að „móðna” sem kallað er, áður en það er fryst. Frystið það alltaf í skömmtum af þeim stærðum, sem þið ætlið til notkunar. Skornar kótilettur og buffbita á að lausfrysta. Það er að segja — slik stykki eru látin á bakka með frystihimnu yfir og undir. Þetta er látið í frystinn i 12 tima, en síðan er kjötinu pakkað í frystihimnu og plastpoka og látið inn í frystinn. Kjöt sem skorið er í teninga er lausfryst á sama hátt. Það er látið í álpoka eða á bakka. Tilbúnir réttir eru útbúnir og frystir, þíddir og gegnum- soðnir á álpönnu. Slíkar pönnur má siðan hæglega setja beint á matarborðið. TILBtJNIR RÉTTIR____________________ Margir fullgerðir réttir henta vel til frystingar, t.d. súpur, samansoðnir réttir, farsréttir, frauðbúðingar (fromage), tertur, ís og ýmiss konar bakstur. Öhentugir til frystingar eru afgangs- réttir (biksemad) og aðrir réttir, þar sem kartöflur eru í verulegu magni, fiskréttir, bearnaise- og hollandaise-sósur, eggja- réttir, skelfiskréttir, þar sem vökvi er látinn stirðna með notkun matarlíms, karamellurönd og ávaxtagrautur með jafningi. Meðhöndlun eftir frystingu Grænmeti er látið beint úr frysti 1 pottinn og suðan tekur helmingi styttri tíma en þegar um nýtt grænmeti er að ræða. Avextir í grauta og saftir eru þíddir í pottinum. Ef ætlunin er að borða ávext- ina hráa, er nægjanlegt að þíða þá í VATNAFISKUR Vatnafisk frysta þeir einir, sem eru veiði- menn eða eiga slíka að, því best er að frysta slíkan afla samdægurs. Gert er að honum á venjulegan hátt og hann flakaður fyrir frystingu, ef menn ætla að eta hann flakaðan. Feitur fiskur vill þrána við frystingu, og verður þá helst að mynda um hann klakabrynju, áður en frysting fer fram. Hreinsaður fiskurinn er lagður á bakka með frystihimnu og hafður í hálfan sólarhring í frystinum. Að þvi búnu er honum dýft nokkrum sinnum í kalt vatn, sem hefur verið soðið. Ekki má nota vatn beint úr krananum, því að í því er of mikið súrefni sem eyðileggur fiskinn. Þegar klaka- brynja hefur myndast utan um fiskinn, er hann vafinn í frystihimnu og plastpoka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.