Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 10
kælinum. Eigi að gera kássu úr ávöxtun- um til að nota í ís eða kökur, verða þeir að vera nær alveg þíddir, áður en þeir eru settir í hræri- eða hakkavél. Fiskur er látinn frosinn í kalt suðu- vatnið eða á steikarpönnuna. Skelfiskur er látinn þiðna hægt í kæliskápnum. Kjöt verður einnig best ef það er látið þiðna hægt í kæliskápnum. Ef um stóra kjötbita er að ræða, verður að ætla þeim um 10 tíma til að þiðna hvert kíló. Ef allt í einu gerist þörf á að grípa til kjötbita sem ekki er þiðnaður, verður að reikna með tvöföldum steikingartíma fyrir litla bita, en hálfu lengri en vanalegan tíma fyrir stóra bita. Sé ætlunina að sjóða kjötið, verður að reikna suðutímann þriðjungi lengri en vanalega. Ef vitað er fyrirfram að nota þurfi kjötið beint úr frysti, á það að geymast í steikingar- pokum eða himnu og í plastpoka utan yfir. Þegar komið er að steikingu, þarf aðeins að taka kjötið úr plastpokanum og stinga tvö til þrjú göt á steikingarhimn- una. Síðan er kjötið steikt í henni eða steikingarpokanum. ÁBENDING: _____________________________ Það var almennt álit, að gæði kjötsins rýrnuðu við endurfrystingu. Margar tilraunir sanna á hinn bóginn, að þetta er gömul hjátrú. Kjötið verður einmitt betra við endur- frystingu, því að slík meðhöndlun hefur góð áhrif á ákveðna efnakljúfa. Þetta er þó bundið því skilyrði, að kjötið sé látið þiðna og meðhöndlað við fullnægjandi hreinlætisaðstæður, svo að sýklar komist ekki að, til að eyðileggja það. Alifuglakjöt er meðhöndlað eins og annað kjöt. Öunnið kjöt, öætlaður vetrarforði handa meðat- fjölskyldu. Kjötíðnaðarmennirnir skera það niður og ganga frá því tílbúnu í frystínn. T.v. Sigurður Ólafsson, Birgir Marel Jóhannsson, Jón Sigurðsson, Guðgeir Einarsson og Hrafn Bachmann. TILBUNIR, FRYSTIR RETTIR_________ eru látnir beint í ofninn úr frystinum vafðir inn í álpappír, svo þeir þorni ekki, því þeir eiga að sjóða í gegn. ÁBENDING:________________________ Lifrarkæfa er best, ef hún er fryst óbökuð. Hún er látin í ofninn beint úr frystinum í skál með vatni og himnu yfir. ABÆTISRETTIR sem ekki á að láta í ofn eru þíddir við eldhúshita í 3-4 tíma. KOKUR eru þíddar innpakkaðar við eldhúshita. Ef liggur á að þíða þær, má gera það í ofni, en þá er líka heppilegast að eiga ekki afgang, því hann þornar mjög fljótt. Hvað er til ráða ef frystirinn stansar?_____________________________ Þá á ekki að byrja á því að athuga hvernig innihaldi frystisins líði. Fyrst á að athuga hvort ástæðan fyrir biluninni geti verið ónýt öryggi, hvort klóin hafi dottið úr tenglinum, hvort hitastillirinn sé rétt stilltur eða hvort einhver hafi óvart rekið sig í rofann og slökkt! Þegar gengið hefur verið úr skugga um þessi atriði og allt virðist vera í lagi verður viðkomandi að snúa sér til þjónustuaðilans. Hvað geymast matvœli lengi ef frystirinn stansar? Það veltur einkum á tvennu — stærð frystisins og hversu mikið er i honum. Ef frystirinn er með góðri einangrun, má reikna með að eftirfarandi tölur gildi í aðalatriðum: Stærð frystis Hálffullur 110-200 lítrar 10-12 tím. 200-300 lítrar 15-18 tím. 300-500 litrar 20-24 tím. Fullur 20-24 tím. 30-36 tím. 40-48 tím. Þess ber að geta, að hér er átt við frystikistur, frostið er heldur fljótara að fara úr frystiskáp. Sé hitastigið í frystinum við núllgráðu þegar hann fer af stað aftur, á að vera óhætt að nota matvælin í honum. Fari hitinn hins vegar í 10 gráður eða meira verður að fleygja innihaldinu, tæma frystinn vandlega og þrífa, þ.e. það verður að þvo hann með öruggum sótthreins- unarlegi. Að því búnu er hann settur í gang á ný og látinn ganga í viku, en þá er hreingerningin endurtekin. Einnig er nauðsynlegt að endurnýja. loftið í fryst inum við og við með því að opna hann. Finnist eftir sem áður óþægileg lykt úr honum, verður að endurtaka hrein- gerninguna. Hve oft á að tœma frysti og hreinsa? Frystikistur þarf að tæma, affrysta og hreinsa með sótthreinsunarlegi einu sinni á ári, en frystiskáp 2-3 á ári. Setjist hrím innan á frystinn, og verði það meira en 2 mm á þykkt, verður að losa um það með plastsköfu eða hálfstífum bursta. Málm- sköfur má aldrei nota við svona tæki. Það getur valdið óbætanlegu tjóni. lO Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.