Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 14
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 6. hluti LBvndardómar oamla klaustursins />ýð: Steinunn Holgadóttir Níundi kafli. Ég óskaði þess enn einu sinni að ég hefði einhver áhugamál ti! aðdreifa hug- anum. Ætli ég gæti lært að mála hjá Vaughan? Eða skrifa Ijóð hjá Clive? En ég vissi aðeins allt of vel að ég hafði hvorki áhuga á slíku né hæfileika. Nei. Ég myndi leita Simon uppi þvi að ég, eins og hann sjálfur, hafði meiri áhuga á að ganga um landareignina og hitta smá- bændurna. Þar sem ég hafði ekki hug- mynd um hvar hann væri ákvað ég að hefja skipulagða leit hjá mjólkurhúsinu, útihúsunum, o.s.frv., fram hjá eldhús- görðunum að bóndabæjunum. Þegar ég fór fram hjá klaustrinu sá ég frú Hodges, jafn snyrtilega og alltaf. ganga inn innkeyrsluna. Hún hneigði sig stultlega þegar hún nálgaðist og ég brosti til hennar því að það var langt siðan ég hafði séð hana. En brosið fraus á vörum mínum og kaldur hrollur fór um mig þegar 6g sá hatrið i augum henn- ar. Kveðjan kafnaði í hálsi mínum. Hvað hafði ég gert til að vekja slikar til- finningar hjá henni? Hvers vegna hataði hún mig? Það var augljóst að hún gerði það. Ég reyndi að hugsa til baka og finna einhverja ástæðu, eitthvað sem ég hefði gert sem gæti valdið sliku hatri. En ég gat ekki fundið neitt því ég hafði ekki haft nein afskipti af henni. Ég gat mér þess til að hún gæti ekki sætt sig við nærveru frú Buller Hunter vegna þess að hún hefði tekið yfir á sjálfa sig margar af þeim skyldum sem áður höfðu heyrt undir frú Hodges. Kannski taldi hún mig eiga sök á því hvernig komið var? Það hlaut að vera ástæðan. Ef ég væri ekki gestur að Cunninghamklaustr- inu hefði ekki verið nein þörf fyrir frú Buller Hunter. Hugsanir mínar reikuðu til Vaughans og ég minntist enn einu sinni kjánalegra 14 Vikan 36. tbl. „Simon, Simon, ég er hér," hrópaði ég. Hann stansaði og hlustaði. Síðan leit hann í kringum sig, hann leit jaf nvel upp til himins þar sem rauð skýin geystust kæruleysislega um. En hann leit aldrei á mig. „Ég er hér, á vatninu. Hjálpaðu mér," hrópaði ég. drauma minna og samræðna við Jenny þar sem ég hafði ímyndað mér að við þyrftum aðeins að kynnast betur til að verða ástfangin hvort af öðru. En hve allt var öðru vísi. Þó ég nyti enn samvist- anna við hann var ekkert á milli okkar, engin spenna og engin ást í augum hans. Eg hafði þráð tækifæri til að tala við hann. Nú þegar ég hafði næg tækifæri til þess skipti það svo litlu máli. Hafði ég haft svo hrapallega Tangt fyrir m6r um tilfinningar mínar gagnvart honum? Eða var þetta allt saman pabba að kenna? Ég fann til biturleika við þessa hugsun en varð þó að viðurkenna fyrir sjálfri mér að hann átti ekki einn sökina á þessari breytingu. Mér var þaðfullljóst að fyrir Vaughan skipti frægð hans og list hann mestu máli. Óvæntur frami hans hafði gefið honum blóð á tönnina hvað frægð og rikidæmi varðaði. Nú sá hann sjálfan sig áreiðanlega sem nýjan Renoir eða Degas og hafði ekki hugsað sér að láta stelpukjána standa i veginum fyrir sér. Þó vissi ég að þegar hann sagði að vegna frægðar sinnar væri hann nú álitinn fullgóður félagsskapur fyrir mig hafði hann rangt fyrir sér. Þó að James frændi og Clive myndu sennilega taka honum því að þeir tilheyrðu sjálfir aðals- stéttinni, myndi faðir minn aldrei sam- þykkja hann. Það sem hann óskaði svo innilega eftir fyrir mína hönd var tign, ekki frami. En sjálf gat ég ekki séð mig í því hlutverki. Mér fannst að það hlyti að taka mig heila eilífð að læra að koma fram sem ættgófug kona. Ég gekk áfram og naut sólarinnar og kom að trjágöngum sem einna helst líkt- ust hellismunna. Allt í einu sá ég glitra á eitthvað á milli trjánna. Ég kom allt í einu að vatni sem náði eins langt og aug- að eygði. Allt þetta vatn bar hugsanir mínar aftur heim til Jennyar og ég fann til ákafrar heimþrár. Ég óskaði þess að fyrir einhverja töfra gæti ég allt í einu verið komin heim til Cornwall. Þegar heimþráin loksins tók að dvína sá 6g að þetta var mjög fagurt stöðuvatn, um- kringt fjölda trjátegunda og grátviða sem spegluðu lauf sín i vatninu. Lengra frá var lítill bátur bundinn við bakkann og 6g hélt ánægð af stað í áttina að honum. Það var mikið vatn til sjávar runnið siðan Jenny og ég rerum i Port- reath. En ánægjulegar minningarnar lifðu enn og ég vonaði að mér tækist að róa bátnum. Ég leysti reipið, greip árarnar og ýtti bátnum frá landi. Ég reri heldur ójafnt en naut engu að síður í ríkum mæli ná- lægðarinnar við vatnið og vængjataka andanna þegar þær flýttu sér i burtu um leið og ég nálgaðist. Mér var sama því að mér fannst að nú þegar 6g hefði fundið þennan stað gæti ég átt hér margar gleðistundir svo lengi sem veðrið leyfði. Eftir að ég hafði róið einn hring i kring- um vatnið ákvað ég að nóg væri komið og hugðist halda heimleiðis. En þegar ég nálgaðist bakkann virtist ég ekkert komast áfram hvernig sem ég reri. Þvert á móti virtist báturinn ákveðnari í að færast ekki um fet því meira sem ég tók á. Þegar ég leit niður í gruggugt vatnið sá ég ástæðuna. Ég var föst i vatna- gróðri en þó of langt frá landi til að ör- uggt gæti talist að stökkva. Ég hallaði mér á árarnar um leið og 6g hugsaði um vandamál mitt. Ég reyndi að ná til botns með annarri árinni en fann, mér til mik- illar hræðslu, að ég náði ekki. Það virtist því útilokað að 6g gæti vaðið í land. 1 fyrstu var ég aðeins sem dofin en eftir að sólin tók að siga kom yfir mig ofsa- hræðsla. Atti ég að þora að hoppa að bakkanum? Ég leit niður í gruggugt vatnið og sá að ef gróðurinn næði ekki taki á m6r og flækti mig, myndi kjóllinn og stigvélin draga mig niður því ég var ósynd. Þó 6g vissi að ég væri stödd langt frá klaustTinu og að vonlaust væri að hrópa gat ég ekki stillt mig um að reyna: „Hjálp! Hjálp!" En hróp mín svifu aðeins í loftinu og yfir vatninu og bergmálið skoraði þögnina á hólm. Ég reyndi að róa sjálfa mig með því að segja m6r að ef 6g kæmi ekki til kvöldverðar myndi leitarflokkur verða sendur af stað. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur. En kaldur óttinn læstist um mig, og 6g vissi að það gæti tekið langan tima að finna mig. Ég reyndi af fremsta megni að losa mig með árunum en þær voru jafn fá- nýtar og leikföng. Ég veit ekki hve langur timi leið þar til 6g heyrði skrjáfa í laufunum við bakk- ann. Gat það verið einhver á gönguferð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.