Vikan


Vikan - 06.09.1979, Page 18

Vikan - 06.09.1979, Page 18
ar. Vitneskjan um að Simoni væri borg- ið og að hann væri hjá mér fyllti mig ánægju og gleði. Tiundi kafli Aldrei þessu vant var ég ein við morg unverðarborðið. Frú Buller-Hunter var vön að fá bakka sendan inn á herbergi sitt þvi hún vildi hafa tima til að snyrta sig. Simon var ekki vanur að sýna sig nema örsjaldan og Clive og Vaughan, sem voru orðnir bestu vinir, kusu að snæða morgunverð i stofu Clives. James frændi var þó vanur að vera við borðið en yfirleitt var hann niðursokkinn i dag- blöðin. 1 dag undraðist ég því fráveru hans. Ég tók hraustlega til matar mins og hafði rétt lokið við að borða þegar Slim, ráðsmaðurinn, kom til min. „Hans hágöfgi vill hitta yður í skrif- stofu sinni, fröken." „Allt I lagi Slim.” Ég vonaði að rödd mín væri róleg en satt best að segja varð ég hálf uggandi. Frændi minn hafði aldrei kallað á mig á þennan hátt áður. Mér varð hugsað til hegðunar minnar fyrir stuttu síðan. Skyldi ég hafa móðgað hann? Þá varð mér hugsað til árásar minnar á Simon og ég fór að óttast að hann hefði orðið veik- ari fyrir bragðið. Ég flýtti mér óttaslegin aðskrifstofunni. Þetta var herbergi sem ég hafði aldrei komið inn I áður, þetta var griðastaður frænda mins. Húsgögnin voru þung og dökk og veggirnir þaktir bókum frá gólfi til lofts. Stórt fallegt skrifborð var við gluggann og þar sat frændi minn. Ég flýtti mér að rannsaka andlit hans til að athuga hvort ég sæi á þvi reiðisvip en ég sá engin merki þess. Hann hleypti ekki í brýrnar, augun voru ekki köld né varir hans herptar. Þess I stað virtist hann vera ákaflega óhamingjusamur. Þar sem hann sneri bakinu I gluggann virtist and- lit hans fölt og tekið í grárri umgerð hársins. Onnur föla höndin hélt á bréfi. i hinni hafði hann bréfahníf sem hann fitlaði órólega við. Ég þekkti skriftina á bréfinu, það var frá pabba. Ég gat mér þess allt i einu til að ég hefði brugðist vonum föður mins á hinn skammarleg- asta hátt. Þrátt fyrir viðleitni mina og góðan ásetning hafði ég aðeins örsjaldan skrifað heim. Mér fannst ég ekki hafa neitt mcrkilegt að skrifa um en hafði þó. með slæmri samvisku lofað sjálfri mér því að skrifa einhverntíma langt og greinargott bréf. Sá dagur var ekki enn kominn og ég vissi með sjálfri mér að ég var jafn pennalöt og mamma, Viola frænka og Jenny. Og nú var pabbi orðinn óþolinmóður að frétta af mér. Frændi minn leit sem snöggvast á mig og bað mig um að setjast niður. Ég sett- ist á móti honum, á stóran mahónistól. Út- skorið bak hans fór illa með hrygg minn þar sem ég beið eftir að hann tæki til máls. Djúp þögnin og óróleikinn í fasi hans fékk hjarta mitt til að slá ört og ójafnt. Að lokum sagði hann: „Della min, mér þykir ákaflega erfitt að segja það sem ég nú verð að segja þér. Eg veit hve heitt þú elskar fjölskyldu þina, móður þína, föður og systur. . „Það geri ég vissulega frændi minn og ég skammast min reglulega mikið fyrir að hafa ekki skrifað fleiri bréf. Ég mun gera það strax og lofa að halda þvi áfram,” sagði ég við hann. Hann lét sem hann tæki ekki eftir þessu innskoti mínu en hélt áfram: „ . .. og systur þina Jenny. Þú veist að hún var ekki hraust þegar þú fórst að heiman. Það var reyndar ein af ástæðun- um fyrir því að foreldrar þinir sendu þig hingað, til að þú yrðir ekki vitni að loka- baráttu hennar.” „Lokabaráttu? Jenny? 0 nei! Ég verð að fara til hennar frændi minn, gerðu það leyfðu mér að fara til hennar. Eg vil ekki vera svona langt frá henni." Ég stökk á fætur i ákefð minni að komast af stað, leggja milurnar að baki mér eins fljótt og unnt yrði og vera hjá minni elskulegu Jenny. Hefði ég vitað hvernig Allt til skólans Ritföngin Þú þarft ekki aó leita víóar EYMUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 Námsbækurnar urnar 18 Vikan 36. tbl,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.