Vikan


Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 19

Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 19
ástatt var með hana hefði ég aldrei sam- þykkt að fara að heiman. Frændi minn benti mér á að setjast. „Það er ekki hægt vina mín. Ég er hér með bréf frá föður þínum.” Hann þagn- aði aftur og tók siðan til máls enn lág- mæltari: „Reyndu að vera hugrökk Della. Systir þín, Jenny, er dáin ...” Orð hans stungu mig eins og hnífur i hjartastað. „Nei, nei, það er ekki satt! Segðu að það sé ekki satt!” Ég féll á hné og tók um fætur hans í sársauka mínum. Hann tók utan um hendur mínar. „Þig hlýtur að hafa grunað eitthvað, vina min? Mér skilst á föður þinum að hún hafi verið orðin langt leidd áður en þú fórst að heiman." „Nei, nei! mótmælti ég. „Ég vissi að hún var ekki vel hraust en við fórum i daglegar gönguferðir saman og hún kvartaði aldrei um þreytu. Þess í stað var hún alltaf að minna mig á að klæða mig vel og hvílast.” „Hafði hún engan hósta? Ekki neinn óeðlilegan roða i vöngunum?” spurði frændi minn biíðlega. Ég gróf andlit mitt í öxl hans og minntist þessara einkenna. Ég hafði ýtt þeim frá mér því að innst inni hafði ég vitað að þau gætu þýtt eitthvað svo hræðilegt að ég þoldi ekki einu sinni að hugsa til þess. Frændi minn lagði höndina á höfuð mitt „Þú verður að vera hughraust núna, Della. Foreldrar þínir hafa orðið fyrir mikilli sorg, misst svo mikið. Nú ert þú það eina sem þau eiga eftir." „Þá verð ég að fara heim aftur," sagði ég skyldurækin þó að hugsunin um að dvelja að Faraós Hall án Jennyar væri næstum óbærileg. Hún myndi ætíð leyn- ast i hverju homi. Án hennar yrði blómagarðurinn sem kirkjugarður í minum augum. Ekkert blóm myndi springa út, ekkert tré bera lauf. Hver myndi sitja í stólnum við klifurjurtirnar? Hvaða hendur myndu töfra fram tónlist úr pianóinu okkar? St. Michaels Mount. útvörður flóans, myndi leita hennar árangurslaust. „Nei, vina mín. Foreldrar þínir vilja hlífa þér við þessu langa ferðalagi, strax eftir útförina munu þau fara i siglingu.” Augu mín þöndust út af hneykslun. Siglingu? Fri? Á þessum tíma? „Er það virkilega ætlun foreldra minna?" spurði ég vantrúuð. Frændi minn tók hendur mínar í sinar. „Það er samkvæmt læknisráði Della. Móðir þín er á barmi taugaáfalls og þetta er nauðsynleg ráðstöfun hennar vegna.” Ég vissi fullvel að móðir min var ekki hraust, hún hafði orðið að þola mikið. Það var einungis til bóta ef pabbi gat tekið hana í burtu nú þegar hún hafði misst elskaða dóttur sína. Ég vonaði að þessi ferðgæti orðið henni til einhverrar heilsubótar. Sjálfri fannst mér sem ekk- ert gæti læknað sorg mína og vanlíðan. Lifið yrði aldrei aftur eins eftir að Jenny var horfin. Nú gátum við aldrei framar deilt sorgum okkar, gleði og lífsreynslu. Framtíðin virtist mér sem ein endalaus eyðimörk. Ég fann til viðbjóðs þegar mér varð hugsað til timanna hjá frú Buller-Hunter. Fánýti tískufyrirbrigða, snobbs og ónothæfs lærdóms var það eina sem ég gat fengið út úr sliku. „Hvað á ég að gera frændi? Mig langar ekki til að taka þátt í neinu sam- kvæmislífi og ég hef misst allan áhuga á að hneigja mig fyrir drottningunni." Ég gróf andlit mitt i höndum minum og reyndi að bægja þessum óþægilegum hugsunum frá. Hafði ég nokkra aðra ástæðu til að vera hér? Eg varð að dvelj- ast áfram að Cunninghamklaustrinu því ég hafði ekki í önnur hús að venda. Frændi minn hafði sagt að ég yrði að vera hugrökk vegna foreldra minna. Ef það þýddi að ég yrði að halda þessum skrípaleik áfram átti ég ckki uin annað að velja. Frændi minn hristi höfuðið undrandi. „Vina mín, það kemur alla vega ekki til mála að þú verðir kynnt við hirðina nú i ár. Fyrst verður að líða viss sorgartimi. Tíminn mun lækna sár þin, Della mín, þó að þér þyki það ótrúlegt á þessari stundu. Lifðu aðeins fyrir einn dag i einu. En nú vill svo illa til að áður en bréfið kom frá föður þinum i morgun hafði ég gefið frú Buller-Hunter leyfi frá störfum til að annast sjúka systur sína og hún lagði þegar af staö F.ins og nú er ástatt mun ég auðvitað kalla hana strax til baka." „Ö nei. Ekki gera það, frændi minn. Hún mun áreiðanlega vilja vera hjá systur sinni eins og ég hefði . . .” Orðin köfnuðu i hálsi minum en ég flýtti mér að bæta við „... og svo vil ég miklu frekar vera ein. Ég yrði heldur dapur- legur félagi fyrir hana.” Frændi minn virtist ekki vera svo viss. „Of mikil einvera er þér óholl, Della. Þú verður að reyna að syrgja ekki þetta hræðilega atvik um of. Það verður engum til góðs.” Framhaldi nœsta blaði. Leyndardómar aamla klaustursins Það hlýtur að vera til auðveldari leið til að elskastl Haukur vildi að fjölskyldan safnaðist saman i kringum píanóið á kvöldin — börnin vildu það ekki svo við urðum að komast að samkomulagi. Allt i lagi þá ... en ekki hér! Þú minnir mig á að ég gleymdi að gefa kanínunum. Hann Óli fer alltaf þarna inn þegar hann kemur heim úr vinnunni. 36. tbl. Vikan 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.