Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 22
 hljómsveit og ég söng með þeim um helgar. Þetta voru auðvitað ekki nægar tekjur, þvi hjónaband mitt var á þessum tíma farið út um þúfur. En svo var ég fastráðin sem söngkona á Hotel Viking í Oslo og þar söng ég i hálft ár. Þá var mig farið að langa til að sjá meira af landinu svo ég brá mér á flakk. Það má eiginlega segja að ég hafi unnið fyrir mér með röddinni alla Ieið norður til Hammerfest! Eftir að ég var búin að vera í Noregi I eitt og hálft ár barst mér tilboð að heiman um að syngja í Glaumbæ. Mig var farið að lengja eftir að sjá fjölskylduna og tók því þessu boði. En þá var útþráin komin í blóðið og eftir nokkra mánuði í Glaumbæ fór ég aftur til Noregs og hélt áfram að ferðast. Ég kynntist seinni manninum mínum í Porsgrqnn og þar sannaðist best að maður skyldi aldrei segja aldrei, ég var alveg ákveðin í að gifta mig aldrei aftur en samt æxlaðist það svo að við gengum í hjóna- band 1962. Við bjuggum tvö ár á íslandi og ég söng á því tímabili í Þjóðleikhúskjallar- anum. „Þafl *r 6naitanlaga gaman að koma aftur á fomar slóðir þó margt só breytt," sagði Sigrún sem sór ekki eftir að hafa skipt 6 söng og búsýslu*. Héðan fluttum við til Tönsberg, heima- bæjar mannsins míns og þar bý ég enn þó við séum skilin. Eftir að við komum til Tönsberg varð ég að taka þá stóru ákvörðun hvort ég vildi halda flökkulífinu áfram eða helga mig heimilinu. Ég valdi það síðarnefnda og hef aldrei séð eftir því. Auðvitað hélt ég samt áfram að taka smá- aríur heima og oft fann ég til dálítils saknaðar ef ég heyrði eitthvað af gömlu lögunum sem ég var vön að syngja. Mér hefur liðið vel i Noregi. Samt finnst mér Norðmenn um margt ólíkir íslend- ingum, þeir eru t.d. ekki jafnhlýlegir í viðmóti. Nema fólkið í Norður-Noregi, það mundi glatt gefa síðasta bitann á heimilinu gestum og gangandi. En auðvitað er alltaf jafngaman að koma heim og hitta vini og ættingja. Og Sigrún gerist óróleg, hún er einmitt að verða of sein á stefnumót við eina af sínum bestu vinkonum, öskubuskuna Margréti Hjartardóttur. JÞ Ljósmyndir: Jim Smart 22 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.