Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 24
„Þetta er ekki eins og þú lýstir þvi," tautaði Kevin þegar ferjan rann upp að bryggjunni. Ég leit á eyjuna og reyndi að sjá hana með hans augum. Ströndin sem ég hafði leikið mér á hafði verið full af klettum og klöppum en hafði nú verið breytt i sandfjöru, hvaðan sem sandur- inn kom, og var full af skærlitum sól- hlifum. Höfnin, þar sem ég hafði horft á fiskimennina gera að netum sínum, var nú full af skemmtisnekkjum. „£g vissi þetta ekki," sagði ég mæðulega. Hvar sem ég, eiginmaður minn og sonur höfðum dvalið siðastliðin sextán ár — Mexíkó, Hondúras, Suður- Afriku — þá hafði ég alltaf unnað þess ari eyju. En nú hafði svo margt breyst. Kevin hafði tekið dauða föður síns mjög nærri sér og það var aðeins vegna þess að hann hafði sárbeðið mig um það að ég fór með honum út i eyjuna þar sem ég og faðir hans höfðum fæðst og alist upp. Og svo hafði ég aðra ástæðu sem Kevin hafði grafið upp. „Er ekki kominn tími til þess að þú og amma sættist?" spurði hann. „£g á við að ömmur eru nokkuð mikilvægar og ekki getur hún ennþá hatað pabba, er það?" „Auðvitað ekki!" Hver getur hatað þá látnu? Og ég velti þvi fyrir mér hvernig Kevin myndi líka við móður mína. Hún var blið og rödd hennar mild, en samt var hún svo hvöss undir yfirborðinu. „Það hlýtur að vera hræðilegt að búa svona alein eins og amma gerir," sagði Kevin — og vegna þess að þetta var svo likt föður hans að segja svona þá fannst mér eitt augnablik að ef ég snerti hann þá væri ég að snerta hinn látna eigin- mann minn, Will. En Kevin var ekki enn orðinn sextán ára og hann hafði aldrei fyrr hitt ömmu sína, ég var því dálitið áhyggjufull. Þegar við gengum niður landgöngu- brúna var mér þungt í huga. Kevin leit á mig eins og hann bæri einnig einhvern kvíða í brjósti. „Ég er viss um að þetta er ekkert líkt því sem það var þegar þú varst stelpa," muldraði hann. „Þarftu alltaf að tala eins og ég sé frá steinöld?" spurði ég. „Ég fæddist hér, en var ekki grafin upp í einhverjum forn- leifagreftri. Ég hef rétt til þess að eiga einhverjar minningar og það hryggir mig að sjá þær horfnar." „Ég geri ekki ráð fyrir að við getum farið með næstu ferju?" Ég varð að taka á til þess að segja að við gætum ekki flúið. Þessi ferð var pila- grímsför svo fólk vissi sannleikann, því þegar ég giftist Will Donahue og fór með honum hvert sem fyrirtæki hans sendi hann, spáði móðir mín öllu illu fyrir okkur. Hún vildi aldrei sjá hann framar eftir að við giftumst og fluttum í burtu. „Við getum það ekki," sagði ég. „Við samþykktum að fara til ömmu þinnar." Hann kastaði poka sinum yfir öxl sér og hélt af stað í átt að húsi móður minnar hinum megin í bænum. Ég hefði Z4Vikan36.tbl. Þú áttekki rúm íhjarta mínulengur eftir Margaret E. Curtis. Eitt sinn hafði ég eiskað Eric og hefði einskis óskað frekar en að hvíla í örmum hans. En ég var eldri núna og hafði lifað mínu lífi. Gat hann komið inn í það aftur . . .?? getað grátið, því ég hafði búist við að þessi för myndi gleðja Kevin eitthvað. En nú tók hann eftir vonbrigðum minum yfir því sem ég sá. Fótatak heyrðist á gljáandi forstofu- gólfinu áður en móðir mín opnaði dyrnar. Hún hrópaði: „Pat, ó, Pat, þú komst! Ég var svo hrædd um að..." Hún hélt mér i bjarnarfaðmi eitt augnablik, sneri sér siðan að Kevin, rétti honum höndina og sagði: „Velkominn heim, Kevin. Ég geri ekki ráð fyrir að ég megi kyssa þig . . ." og löngunarfullur tónninn í rödd hennar fékk Kevin til þess að líta á mig með snöggu glotti, sem hann hafði erft frá föður sínum. „Jæja, kannski í þetta eina sinn," sagði hann og bauð henni kinnina. Þegar hún leit á mig aftur var ótöluð spurning i augum hennar og ég velti þvi fyrir mér hve langt yrði þar til hún spyrði mig. Það var ekki langt. Kevin var sendur út til þess að líta á garðinn og meðan ég tók upp farangurinn spurði mamma: „Er í alvöru allt í lagi með þig, Pat?" „Auðvitað!" „Ég á ekki aðeins við heilsu þína, vina mín, þú veist það." „Will skildi eftir sig dálitla tryggingu. Ég fæ eftirlaun frá fyrirtækinu og svo fæ ég mér vinnu ..." Ég gat ekki sagt henni að enginn dagur byrjaði svo að ég myndi ekki að ég yrði að lifa þann dag án Will, engin nótt Þýð.: Emil örn Kristjánsson leið svo að ég Iá ekki ein i köldu rúminu. Og ég vissi að ég var ekki undir það búin að verða syni okkar bæði faðir og móðir. Andúð móður minnar á Will stóð á milli okkar og hún myndi aldrei fyrir- gefa honum að hafa tekið mig frá henni, án þess að taka það til athugunar að sem námaverkfræðingur þá fór Will þangað sem fyrirtæki hans sendi hann. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hve erfitt það yrði að standa augliti til auglitis við móður mína, vitandi það hvernig hún hugsaði til Wills. Hjóna- band mitt hafði verið gott og nú var Will látinn. t tilgangslausu og fáránlegu slysi i Mexíkó. En ég átti enn mikið eftir af lífinu sem ég varð að lifa án hans. Ef ekki mín vegna, þá vegna Kevins og ég sór sjálfri mér að hvað sem móðir min segði, eða léti viljandi ósagt, þá létí ég þaðekki koma mér i uppnám. Kevin kom inn frá garðinum og mamma sagði okkur allar nýjustu fréttirnar. „Bertha Ormond — þú manst eftir henni — dó og það á að breyta húsinu hennar i hótel. Og svo er fólk að tala um leikhús..." „Hérna?" spurði ég. Munnur minn var galopinn af undrun. Mamma hló. „Hvers vegna ekki? Hlutirnir hafa breyst, Pat. Þú ert búin að vera lengi i burtu." „t meira en sextan ár." Öll þessi ár sem liðin voru siðan ég fékk fyrstu vinnuna mína. Ég var þá átján ára, ástfangin og óhamingjusöm vegna þess að sá sem ég var ástfangin af, Eric nokkur Morgan, varð að detta um mig til þess að taka eftir mér. Það var eins og mamma vissi um hvað ég var að hugsa því hún sagði: „Gettu hver er formaður verslunarráðsins!" „Ég vissi ekki einu sinni að hér væri verslunarráð, svo það er best að þú segir mér það." „Eric Morgan. Manstu eftir honum?" Ég mundi eftir honurn. Hann stal úr humargildrunum sér til skemmtunar, var barinn af föður sínum fyrir að reykja og fór beint út til þess að kveikja sér í aftur. Allt sem mér hafði verið sagt að væri rangt og ætti ekki að virða, það var Eric. Og ég elskaði hann, með hverfult hjarta og sindrandi augu. Þegar hann byrjaði á nýjum leik, nokkurs konar einkahefnd á „sumarfólkinu" sem var að reyna að ná valdi á eyjunni hans, þá hryggbrotnaði ég. Eric eyddi öllum þessum dásamlegu áhyggjulausu sumrum í stúlkur frá meginlandinu. Svo, sumarið sem ég varð átján ára og Eric varð tuttugu og eins árs, þá vann ein „sumarstúlkan" sigur. Hin yndislega Olive Priestman vildi fá Eric — og hún fékk hann. Vegna þess að faðir hennar var ríkur. Það var sagt að sumarið hennar Olive hafi tekið enda á brúðkaupsdaginn. Ef Olive sá eftir ráðahag sinum, þá gerði Eric það ekki. Hr. Priestman sá til þess að dóttur hans skorti ekki neitt — og Eric uppskar það sem hann hafði sáð til. Hann er með fingurna i svo að segja hverri köku hér á eyjunni," sagði mamma. „Veistu það, að ef að þú hefðir gifst honum, þá værir þú frú Eitthvað- sérstakt hér á eyjunni..." Kevin starði undrandi á mig. Hann sneri sér snöggt undan. „Þetta er óttaleg vitleysa í henni ömmu þinni," sagði ég. „Henni fannst alltaf að hver einasti drengur á eyjunni ætti að vera vitlaus í mig. En aðeins pabbi þinn var nógu gáfaður til þess að sjá hvers virði ég raunverulega var." Kevin yppti öxlum kæruleysislega og gekk aftur út í garðinn. Seinna sama kvöld, þegar Kevin var kominn í rúmið, byrjaði mamma upp á . nýtt. „Þú hefðir getað fengið hann, Pat, löngu áður en þessi Priestman stúlka tók eftir honum. En þú varst alltaf svo frá- hrindandi . . . Ef þú hefðir aldrei hitt Will Donahue, ef þú hefðir verið kyrr hjá mér . . . Hvað um það, sambúðin gengur ekki vel hjá Eric og konu hans. Þaðer mikið talað um ..." „Mamma, ég var ekki fráhrindandi. Ég viðurkenni að ég var vitlaus í Eric — þar til ég hitti Will. Getum við ekki hætt að tala um þetta núna?" En mamma gafst ekki upp. Hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.