Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 26
minntist ekki á Eric framar. Hún var bara sífellt aö senda mig í hinar ýmsu tilgangslausu sendiferðir um bæinn. Hvenær sem ég gat tók ég Kevin með mér og ég var stolt af því að geta sýnt hann fólki sem ég þekkti frá því áður fyrr. Hann var með mér þegar hávaxin, grönn og fögur kona stöðvaði mig einn morguninn. „Pat... Pat Ward?" spurði hún. „Pat Donahue," sagði ég. „Og þú ert Olive Morgan. Þú og foreldrar þinir áttu stórt og fallegt hús við ströndina nálægt Kingman Point," sagði ég. „Eric og ég búum þar núna." Ef' það vottaði fyrir stolti í röddinni þá myndi enginn ásaka hana. Hún hafði þurfi að greiða hátt gjald fyrir Eric. £g kynnti Kevin fyrir henni og hún bauð honum að koma og hitta dætur sínar þrjár einhvern daginn. Á leiðinni heim aftur spurði Kevin: „Er þetta sú sem er gift þeim sem amma segir að þú hefðir átt að giftast?" „Já, Olive er gift Eric, en það sem amma þin segir um það er hreinn hugar- burður. Mundu það Kevin." Olive Morgan var svo hlý og vinaleg að i hvert sinn sem ég fór í bæinn fyrir mömmu, leit ég eftir henni og hlustaði eftir glaðlegu kalli hennar: „Hæ, Pat, hvað segir þú um einn kaffibolla?" Ég naut þess að skrafa við hana, hlæja og finna að hún var ánægð að sjá mig. Svo var það einn dag, þegar ég var að reita arfa, að mamma kom með einhvern til þess að „rabba svolitið" við mig. Kevin lá á maganum skammt frá niðursokkinn i iðjusemi mauranna. „Pat, það er langt siðan siðast," sagði alltof kunnugleg rödd. Ég settist á hækjur mér og reyndi á sama augnabliki að senda mömmu illilegt augnaráð um leið og ég sendi kurteislegt bros til hins snyrtilega Erics Morgan. Ef hann virtist hafa minnkað eitthvað, þá gerði ég ráð fyrir að það væri þvi að kenna hvaðan ég Ég stal f rá Pótri til að borga Páli. *& Hversu mikið liggur þér á þassum peningum? horfði á hann. En hugurinn var sá sami og áður. Hann bauð mér upp á drykk. „Bara til að halda upp á endurfundina og tala um gömlu dagana," sagði hann, og mamma sem skein af gleði sagði að hún væri viss um að ég myndi gera það, hún ætlaði bara að skjótast upp og strauja græna kjólinn minn. „Vertu ekki að hafa fyrir þvi, mámma. Ég fer ekki. Ég ætla að fara út með Kev. Gaman að sjá þig, Eric." Sótrauð af reiði sneri ég mér aftur að arfanum og eftir samhengislausar áætlanir uni „einhverntíma seinna" fór Eric. Kevin stóð upp og strunsaði inn í húsið. „Mamma, hefur þú nokkra hugmynd um hvað þú ert að gera Kevin?" spurði ég. „Þegar Will dó, hélt ég að Kevin myndi aldrei ná sér eftir það. Ef þú lætur hann halda að ég sé eitthvert lauslætis- kvendi, til í allt, þá er það ekki til að auka traust hans á móður sinni!" Mamma grét. Hún sem grét svo sjaldan kjökraði nú í þögninni. „Elsku Pat, allt sem ég hef viljað þér er að þú værir hamingjusöm. Ég vissi hvernig þér var hugsað til Erics og hann var svo fríður og skemmtilegur og sterkur..." „Þú gleymir þvi að ég elskaði Will. Ég elskaði hann mjög heitt, mamma. Svo þurrkaðu nú tárin og ef þú verður góð tökum við þig með okkur á sjávar- réttastaðinn." 1 nokkra daga gekk allt vel. Mömmu og Kevin kom betur saman og það var ekki hafður í frammi frekari hugar- burður um kynþokka minn á unglingsár- unum. Eg var farin að finna langa og viðkvæma þræði fortíðarinnar nálgast mig, aðdráttarafl eyjunnar ólgaði i mér. Samt sem áður vissi ég að það gengi ekki, þegar mamma reyndi að fá mig til þess að dvelja lengur. Þegar Olive hringdi í mig og bað mig um að koma með Kevin einn eftir- miðdaginn, þá hnussaði í mömmu og hún velti því fyrir sér hvað Olive hefði á prjónunum núna. Húsið var sérstakt að því leyti að það bar engjn merki þess að Eric hefði komið þar nálægt. Yfir því var ákveðinn virðu- leiki sem hann gæti aldrei náð. Olive sjálf leit frekar út fyrir að vera listaverk en heitt hold og blóð. Þetta fékk mig til þess að velta því fyrir mér hvort það væri það sem væri að hjónabandi þeirra. Eric vildi hafa einhvern vissan raun- veruleika í öllum hlutum, þar á meðal konum, og ég var hrædd um að í þeim efnum stæði ég Olive framar. Stúlkurnar þrjár voru eins og móðir þeirra, fallegar, kuldalegar og ekki auðvelt að ná athygli þeirra. Sonur minn hrærði þó svolítið upp i þeim með þvi að þykjast alls ekki sjá þær. Allt lék í lyndi þar til Eric kom heim og tók völdin. Hann blandaði drykki sem hann kallaði Einka- drykk Pats um leið og hann glotti og hann, Olive og ég töluðum, hlógum og drukkum mikið þar ti! stúlkurnar komu og tilkynntu hryggar að Kevin væri farinn heim. „Hann hvað?" spurði ég skrækróma. „Hann sagði að amma hans hefði beðið hann um að mjólka geitina svo að hann yrði að fara," kveinaði elsta stúlkan, Nancy. Þetta var tækifærið mitt og ég stóð upp, sagði það sem tilheyrði um að ég hefði skemmt mér mjög vel, það hefði verið gaman að tala um gömlu dagana og allt það um leið og ég færði mig nær svalatröppunum til þess að komast sem fyrst í burtu. „Ég ek þér heim, Pat," sagði Eric og tók þétt um handlegg minn þrátt fyrir mótmæli mín. Þegar ég leit á Olive reyndi ég svo sannarlega að losa mig, en Eric sleppti ekki takinu. Andlit Olive særði mig meira en fingur Erics. Hún virtist svo varnarlaus. „Nei, ekki — ég stytti mér leið gegnum garðinn hjá Harriman," sagði ég og Olive sagði mér náföl og titrandi að garðurinn væri núna verslunarmið- stöð og að Eric væri hvort sem væri ekki nema augnablik að skutla mér heim. Það tók þó meiri tima en hún hélt. Eric stefndi á lengri leiðina yfir fjallið. þar sem ég hafði fyrir löngu síðan vonað að hann færi með mig, því þetta var ástarbrautin. En árin höfðu ekki verið blíð, ég var orðin ekkja og ekkert nema heiður himinninn var eins og áður. „Ég hef saknað þín, Pat," sagði Eric þegar hann stöðvaði bílinn uppi á toppnum. „Þú saknar ekki þeirra sem þú tekur ekki eftir," svaraði ég. „Svona nú, Eric, ég þarf að komast heim." „Þú ert köttur sem klórar illa, eða hvað?" sagði hann. „Nei. Ég er ekki annað en gömul, góð læða sem vill komast heim til kettlings- ins síns. Aktu nú, Eric." Það var þá sem hann reyndi að kyssa mig en ég hækkaði röddina og lét hann finna að ég gat barið frá mér. Hann spurði mig hver fjárinn hefði hlaupið í mig, hann minnti að mér hefði eitt sinn verið hlýtt til hans. „Ég var vitlaus i þig þar til ég fann þann sem var þess virði að vera vitlaus í," svaraði ég að bragði og við lukum ökuferðinni þegjandi. Þegar við komum heim til mömmu, stóðu hún og Kevin við hliðið. Kevin leit aðeins á Eric og gekk í burtu. Mamma kinkaði kolli til okkar og fylgdi Kevin úr augsýn. „Ertu búin að heilaþvo þau bæði?" Eric hló og ég skellti hurðinni. „Farðu til fjandans," sagði ég við hann og skalf af skyndilegri reiði. Þetta kvöld spurði Kevin mig hvort það sem „þau" væru að segja væri satt. „Sjáðu nú til, Kev," sagði ég. „Pabbi þinn varaði mig alltaf við því að koma Z6 Víkan36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.