Vikan


Vikan - 06.09.1979, Page 27

Vikan - 06.09.1979, Page 27
fram við þig eins og heimskan krakka. Gerðu mér nú þann greiða að koma ekki fram við mig eins og heimska móðui. Til þess að þú hafir það á hreinu, þá er ég ekki hrifin af neinum. Og sér- staklega er ég ekki hrifin af Eric Morgan. Ég yrði að leita lengi til þess að finna einhvern sem jafnaðist á við pabba þinn og við minna sætti ég mig ekki. Skilið?” „Skilið. Og þar til þu skiptir um skoðun, treystu þá á mig. Ég verð alltaf nálægur.” Olive hringdi í mig næsta morgun. nokkuð snemma og bað mig um að hitta sig I hótelinu viðströndina. „Pat, hvers vegna ferðu ekki — núna strax?” spurði hún þegar við hittumst. Áður en einnig þú verður særð. Það er svo sannarlega sárt að láta fara með sig eiris og „sumarmanneskju”, þú veist það. Ég var...” „Olive, ég er ekki „sumarmanneskja”, sagði ég rólega og hún hló. „Ekki það? Hvað voruð þið maðurinn minn þá að gera á fjallinu í gær? Jú, jú, þið sáust . . . billinn hans Erics er vel þekktur. „Sjáðu til, þér er sama um Eric og mig. En þú verður að hugsa um Kevin. Kevins vegna, Pat. Gerðu það...” Við sátum í rökkvaðri vínstofu hótelsins, Olive grét og ég klappaði varlega á öxl hennar. „Ég er að fara,” sagði ég. „Gráttu ekki, Olive. Gráttu ekki. Éger aðfara.” Ég gekk með henni út að bílnum og hélt síðan ein áfram. Eg leit einu sinni við til þess að sjá hana þar sem hún stóð, sólin skein á hár hennar og háan og grannvaxinn líkamann, svo fagran að það þurfti ekki mikið til þess að sjá að hún yrði aldrei annað en „sumar- manneskja”. Um það leyti sem ég kom heim og byrjaði að pakka niður, grét ég vegna þeirrar sem eitt sinn virtist hafa verið óvinur minn, þegar ég i rauninni hafði orðið óvinur hennar. „Erum við að fara eitthvert?” spurði Kevin. Hann stóð í dyrunum. „Er Mexikóborg nógu góður staður? Fyrirtækið bauð mér vinnu.” Treystu á mig hafði Kevin sagt, og ég vonaði að meðan hann þarfnaðist mín gæti hann treyst á mig. Ég fann vellíðan streyma um mig, jafnvel ánægju. Við Kevin höfðum nú ákveðið okkur. Við ætluðum að halda áfram að lifa og faðir hans, maðurinn minn, hefði orðið ánægður með okkur... Endir Ég skil aldrei hvernig hann fór aö þvi að koma þessu í gegnum skipulagsnefndina. fOX*St>j • Ridgeway & Jones 36. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.