Vikan


Vikan - 06.09.1979, Side 28

Vikan - 06.09.1979, Side 28
Jónas Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 4. grein Yfirþjónninn makalausi á Jeroflnikas Eitt besta veitingahús Grikk- lands Hann var færasti yfirþjónn, sem ég hef séð. Hann stjórnaði tíu manna þjónasveit eins og herforingi, en hávaðalaust þó. Ef einhver gesturinn lyfti augabrún, var hann kominn á staðinn á andartaki, Mér sýndist hann taka á móti öllum gestum í anddyrinu. Enda brunaði hann þéttur á velli eins og eimlest um veitingasalinn. Þetta var á Jerofinikas (Gerofinikas), einum af helstu hádcgisverðarstöðum aþenskra viðskipta og einum af bestu veitingastöðum Grikklands að sögn heimamanna. Verð veitinga er þó ekki hærra en svo, að hér gera menn ein bestu hádegisverðarkaup í bænum. Dag eftir dag er Jerofinikas orðinn þéttsetinn um stundarfjórðungi yfir tvö, hefðbundnum matartíma grískra við- skipta. Það dugir því vart annað en að panta borð í sima 3636-710 eða 3622- 719. Og best er að mæta snemma, til dæmis klukkan hálftvö, til þess að vera búinn að panta, þegar skriðan kemur. Lætur einkar lítiö yfir sér Jerofinikas er við Pindarú 10, á hent- ugum stað i miðju verslunarhverfinu milli Sintagmatorgs og Líkavittoskletts. Samt er erfitt að finna veitingahúsið, því að framhlið þess út að götu lætur einkar litið yfirsér. Við gengum inn dyrnar og sáum langt og þröngt húsasund, ekki álitlegt. Við hinn endann fundum við þó snyrtilega hurð, sem reyndist vísa veginn inn í and- dyri Jerofinikas. Þar beið okkar mikil skrautsýning ávaxta og eftirrétta. Og auðvitað hinn merki yfirþjónn. Veitingasalurinn tekur rúmlega hundrað manns i sæti á tveimur pöllum undir þaki auk sólargarðs til hliðar. Innréttingin var i snyrtilega sveitalegum stil, gæti fremur verið austurrisk en grísk. t miðjum sal var lifandi tré. Matur valinn við eldhúsbekk Yfirþjónninn lóðsaði okkur til borðs og spurði hvort við vildum matseðil. Ég neitaði þvi. „Stórfínt,” sagði hann og lekklJ okkur að eldhúsinu, þar teai sjá mátti i glerskápum sýnishorn af réttum þeim, sem voru á boðstólum. Eftir nokkurt samtal, útskýringar og leiðbein- ingar á góðri ensku, var búið að raða saman hádegisverði handa okkur. Maturinn I glerskápunum er ekki notaður til matar, heldur eingöngu sem sýnishorn. Þetta er eins konar nútimaútgáfa hins griska siðar, að gestir fari fram i eldhús til að skoða i pottana. Slikt er auðvitað óframkvæmanlegt á rúmlega 100 manna veitingahúsi. I staðinn nota sum stóru veitingahúsin í Aþenu svona sýningarskápa. Þegar við heimsóttum Jerofinikas í annað sinn, var yfirþjónninn enn mætt- ur i anddyrinu. Hann mundi eftir okkur með nafni og sagðist redda okkur um ágætt borð, þótt ég hefði raunar gleymt að panta borð í síma. Kom sér þá vel, að álagstíminn var rétt að byrja. Ég er enn að hugsa um, hvílikur fagmaður þessi yfirþjónn er. Hann var kurteis án þess að vera undirgefinn. Hann vissi allt án þess að vera hofmóð- ugur. Og hann gerði allt í hvelli án þess að valda streitu umhverfis sig. Slíkur herforingi í veitingasal er áreiðanlega gulls ígildi. Ég skil ekkert í því, hvernig maðurinn gat séð allar bendingar gesta, þótt hann væri að gera annað, og hvernig hann gat alltaf verið mættur i anddyrinu, þegar nýir gestir komu. Aldrei sáum við neina misfellu á þessu ævintýralega skipulagi. Bestu þorskhrogn og teinalamb Þarna voru góð vin við vægu verði. Af hvítvinum voru Demestika á 750 krónur, Sellar á 950 krónur, Santa Helena á 1.150 krónur og Port Karras á 1.850 krónur. Af rauðvínum voru Demestika á 750 krónur, Chevalier de Rhodes á 850 krónur, Kastel Danielis á 1.050 krónur og Montenero á 1.850 krónur, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Allt eru þetta ágætis matarvín. Á Jerofinikas höfum við prófað mjög góðan kálfaheila með salati, tómötum Bak vlfl tréfl stet Inn i aMhúsifl á Jerofinikas. Hinn frægi yfirþjónn er ó dökkum jakkafötum yst til hægri. Þennan daginn var Jerofinikas þéttsetið aþenskum kaupsýslu- mönnum. og hreðkum. Ennfremur miðlungsgóðan krækling með hrísgrjónum, borinn fram í skelinni. Einnig mjög góða kjötbita, gulrætur, grænar baunir, eggaldin, papriku og litlar kartölfur, soðið saman í álpappir. Þarna fengum við besta TARAMO- SALATA, sem við höfum fengið á ævinni. 1 tilefni af því get ég ekki stillt mig um að gefa uppskriftir að þessum rétti, þótt ég geti ekki ábyrgst, að ein þeirra sé sú, sem notuð er á Jerofinikas. Taramosalata er auðvelt að búa til á Islandi, því að uppistaðan er þorsk- hrogn. Meðal annars fengum við stórar rækjur, vafðar i höm (beikon) og grill- aðar, bornar fram með hrísgrjónum. Okkur likaði ekki, hvernig hamarbragð- ið yfirgnæfði rækjurnar. En hvort tveggja var gott, þegar þúið var að skilja það í sundur. Á Jerofinikas fengum við þesta KABOB, sem við höfum fengið. Það voru lambakjötsbitar, papr- ika og tómatar, grillað á teini, borið fram með hrísgrjónum. Lambakjötið var ekki ofgrillað, heldur var það bleikt að innan, án þess að læki úr því blóð. 5.000 krónur á mann fyrir veislu Einnig prófuðum við kaldar, stórar rækjur með grænu salati, svo og kaldan humar með kartöflum, grænum baunum, eggjum og tómati. Hvort tveggja var einstaklega gott, enda hrá- efnið greinilega fyrsta flokks. Ég mæli ekki með hinum ofsalega sætu tertum staðarins sem eftirréttum. Þær virtust vera að meginhluta úr sykri. En ferskir ávextir árstíðarinnar eru frá- bærir. 200 lítra Verö: 309.710. 300 lítra Verð: 349.660. 400 lítra Verö: 375.330. 500 lítra: Verö: 417.180. STORMARKAÐUR 'mriai rJjVseiVMn h.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 - 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-35200 ZSVikan 36. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.