Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 31
Sóti Jóna Flosi ii Vikan birtir í dag opnuveggspjald af hljómsveitinni Prúða sveitin, sem gert hefur garðinn frægan um nánast allan heim og nú síðast sem „húsband" i sjónvarpsþáttunum um Prúðu leikar- ana. „Þetta er gott „band", drengur, þetta er gott „band" — það er „fílingur" i þessu liði," sagðir dr. Tönn hljómsveitarstjóri í stuttu spjalli við Vikuna fyrir skömmu. Dr. Tönn hefur heitið dr. Tönn síðan hann lenti í slagsmálum eftir dansleik fyrir vestan fyrir mörgum árum og ein tönnin var slegin úr honum. Sumir segja, að það sé líka af þvi, að hann lauk aldrei námi í Tannlæknadeild Háskól- ans. Dr. Tönn hefur spilað í ýmsum hljóm- sveitum og þá alltaf á hljómborð eins og nú. Hann á að baki sér a.m.k. tvær stórar plötur, sem selst hafa í milljóna- upplögum um heim allan. Trommuleikari hljómsveitarinnar heitir Dýri, en þeir dr. Tönn og Dýri kynntust í Háskólanum þegar Dýri var við nám i dýralækningum. Hann lauk ekki nami, en vann fyrir sér með trommuleik í alls kyns tríóum á „smá- giggum" áður en þeir dr. Tönn og hann sneru sér að þvi að finna fólk i Prúðu sveitina. Dýrir hefur alltaf þótt dálítið þungur trommari er mikið fyrir alls kyns „breik" og á það til að vera með „sólóstæla". Söngkonan og gítarleikari hljóm- sveitarinnar er Jóna. Hún er í söngskóla og hyggur á lengra nám í klassískum söng en vinnur fyrir sér með spila- mennsku og söng í Prúðu sveitinni. Sóti, en svo heitir blásari sveitarinnar, heitir það af því að honum er illa við að þvo sér. Hann er svolítið fyrir utan það, sem er að gerast venjulega, enda er hans uppáhaldsmáltæki „þvæ mér aðeins um jól og á 17. júni". Siðastur, en ekki sístur, er bassaleik- arinn Flosi. Hann var skírður Flosi og þess vegna heitir hann því nafni. Það er Svinka, stelpan sem er með Kermit, sem syngur með þeim á myndinni. *HP. 36. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.