Vikan


Vikan - 06.09.1979, Side 31

Vikan - 06.09.1979, Side 31
Vikan birtir í dag opnuveggspjald af hljómsveitinni Prúða sveitin, sem gert hefur garðinn frægan um nánast allan heim og nú síðast sem „húsband” í sjónvarpsþáttunum um Prúðu leikar- ana. „Þetta er gott „band”, drengur, þetta er gott „band” — það er „fílingur” i þessu liði,” sagðir dr. Tönn hljómsveitarstjóri í stuttu spjalli við Vikuna fyrir skömmu. Dr. Tönn hefur heitið dr. Tönn síðan hann lenti í slagsmálum eftir dansleik fyrir vestan fyrir mörgum árum og ein tönnin var slegin úr honum. Sumir segja, að það sé líka af þvi, að hann lauk aldrei námi í Tannlæknadeild Háskól- ans. Dr. Tönn hefur spilað í ýmsum hljóm- sveitum og þá alltaf á hljómborð eins og nú. Hann á að baki sér a.m.k. tvær stórar plötur, sem selst hafa í milljóna- upplögum um heim allan. Trommuleikari hljómsveitarinnar heitir Dýri, en þeir dr. Tönn og Dýri kynntust í Háskólanum þegar Dýri var við nám i dýralækningum. Hann lauk ekki námi, en vann fyrir sér með trommuleik í alls kyns tríóum á „smá- giggum” áður en þeir dr. Tönn og hann sneru sér að því að finna fólk í Prúðu sveitina. Dýrir hefur alltaf þótt dálítið þungur trommari er mikið fyrir alls kyns „breik” og á það til að vera með „sólóstæla”. Söngkonan og gítarleikari hljóm- sveitarinnar er Jóna. Hún er í söngskóla og hyggur á lengra nám í klassískum söng en vinnur fyrir sér með spila- mennsku og söng í Prúðu sveitinni. Sóti, en svo heitir blásari sveitarinnar, heitir það af því að honum er illa við að þvo sér. Hann er svolítið fyrir utan það, sem er að gerast venjulega, enda er hans uppáhaldsmáltæki „þvæ mér aðeinsumjól ogá 17. júní”. Síðastur, en ekki sístur, er bassaleik- arinn Flosi. Hann var skírður Flosi og þess vegna heitir hann því nafni. Það er Svínka, stelpan sem er með Kermit, sem syngur með þeim á myndinni. -HP. 36. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.