Vikan


Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 35

Vikan - 06.09.1979, Qupperneq 35
Þetta var fyrsta Mallorcuferð Önnu Ara. Hún naut í ríkum mæli hinna dýrlegu sand- stranda, hins þægilega, milda loftslags þar sem aldrei sást ský á himni, möndlutrjánna, grát- viðarins og hins ljúfa lífs sem Palma bauð upp á þegar hlý Miðjarðarhafsnóttin vafði þessa gestrisnu og ástheitu eyju örmum. Já, ferðabæklingarnir höfðu ekki logið, Mallorca var sannkölluð eyja ástarinnar. Og það var einmitt það sem Anna Ara treysti á. Hún var sem sé komin af allra léttasta skeiði, svona fyrir kurteisissakir skulum við segja að hún hafi verið um fertugt. Hún var fyrir löngu búin að gera sér grein fyrir að kona á þessum aldri tinir ekki beinlínis karlmenn af trjánum, ekki einu sinni þó um sé að ræða appelsínutrén á Mallorca. Það er að segja .... ferðin til appelsínuakranna varð betri en hún hafði nokkurn tíma þorað að gera sér vonir um. Laglegur maður sem hún hafði strax tekið eftir i flugvélinni settist við hliðina á henni í bílnum. Þau tóku tal saman og hann kynnti sig sem Stefán Berg. Þetta var líka hans fyrsta ferð til Mallorca. Þau áttu þannig strax eitthvað sameiginlegt til að tala um og næstu daga kom í ljós að þau áttu ýmis sameiginleg áhugamál og svipaða drauma. Anna Ara þráði ástina, hún vildi hafa ein- hvern til að elska og annast. Stefán hafði heldur ekki neitt á móti dálítilli ást. Ferðaskrif- stofan stóð fyrir grísaveislu eitt kvöldið á töfrandi veitingahúsi uppi í fjöllum og veitti ókeypis kampavín. Stemmningin varð æ fjörugri eftir því sem lækkaði í flöskunum og hinn ómálgi grís hvarf af steikarteinunum. Þegar hún virtist að því komin að ná hámarki læddust þau Anna og íiiifii minuiur mco WILLY BREINHOLST HOPFERÐ TIL ÁSTAREYJUNNAR Stefán út á sólpallinn. Þau völdu sér sæti í dimmasta horninu og hvernig sem það nú æxlaðist til lá Anna skyndilega í örmum Stefáns sem þakti andlit hennar kossum. Þetta var nú grísaveisla í lagi! Hún hafði heyrt um þær hjá vinkonum sínum og satt að segja hafði hún gert sér miklar vonir um að einmitt þetta gerðist... Næsta dag var komið að alvöru lífsins — hún varð að komast að því hversu mikið eða lítið Stefán meinti með þessu. Hvort hann hafði heiðarleg áform í huga og hversu vel henni væri óhætt að treysta honum. Það var að visu alveg greinilegt að hann ætlaði ekki að láta staðar numið við grísa- veisluna en Önnu fannst hún yrði að vita dálítið meira um nann áður en þetta gengi lengra. — Stefán, sagði hún þar sem þau sátu í kyrrlátu horni á hótel- barnum. — Ertu giftur? Þau horfðust í augu og það var ekki neitt hik að sjá á Stefáni. — Nei, svaraði hann blátt áfram. Þetta kvöld leiddi hann næstum því til sigurs. En það skal segjast Önnu til hróss að hún var ekki stúlka sem féll fyrir hverjum sem var. Að minnsta kosti vildi hún fyrst vita meira um Stefán. Næsta dag keyptu þau heils- dagsferð til hins yndislega fiski- þorps Puerto de Alcudia á norðurhluta eyjunnar. Þar fengu þau tækifæri til að eyða tveimur tímum í einrúmi á litlu veitingahúsi og þetta var einmitt tækifærið sem Anna hafði beðið eftir. Nú ætlaði hún að pumpa hann, nú skyldi hann út með frekari upplýsingar um sjálfan sig. — Stefán, sagði hún og horfði fast í augu honum. — Þú mátt ekki halda að ég sé lauslát stúlka þó ég hafi leyft þér að kyssa mig í grísaveislunni. — Nei, ég held það ekki heldur, sagði Stefán. — Stefán, hélt Anna áfram og horfði nú enn fastar í augu honum. — Er jjér alvara? — Auðvitað, sagði hann og þrýsti hönd hennar. — Auðvit- að er mér alvara, ástin mín. Ég tók strax eftir þér í flugvélinni. Þetta hljómaði vel en Anna hafði samt fleiri spurningar á takteinunum: — Stefán, hafa verið margar konur í lífi þinu? Hann hristi höfuðið ákaft. — Nei, sagði hann ákveðinn. — Þú ert sú fyrsta. Hún neitaði að trúa honum. — Ég hef alltaf verið mjög feiminn, sagði hann. — Of feiminn til að taka fyrsta skrefið. Þú ert fyrsta konan sem ég hef kysst á þennan hátt... ég meina eins og ég kyssti þig í grísa- veislunni. Það lá við að Anna hnigi i ómegin. Hún hafði ekki búist við þvílíkri heppni og hamingju. — Það getur verið vegna alls kampavínsins sem þú drakkst, sagði hún. — Þú fékkst þér heldur betur neðan í því það kvöld, er það ekki? Segðu mér, Stefán, þú átt þó ekki við neinn vanda að stríða í sambandi við áfengi? Ég á við.... Stefán greip fram í fyrir henni: — Venjulega drekk ég ekki, reyki ekki og stunda hvorki veitingahús, spilamennsku eða kvennafar. — Hefurðu þá hreint enga galla? spurði Anna og brosti hamingjusöm. Þessi orð létu sem klukknahljómur í eyrum hennar. — Jú, sagði Stefán. — Það er engin manneskja gallalaus og ég hef líka einn galla. Geturðu ekki leyft mér að hafa þennan eina galla í friði þangað til þú kemst sjálf að honum? Sem sagt, eigum við að opinbera þegar við komum heim? En allt gott tekur enda og nú var kominn tími til að pakka ofan i töskur og halda heim á norðlægari slóðir. Þau ætluðu að sitja saman í flugvélinni en þegar hún hóf sig til flugs, án þess að Stefán væri kominn, rann skyndilega upp fyrir vesalings Önnu hver þessi eini galli hans var. Hann var óforbetranlegur lygari. 36. tbl. Vtkan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.