Vikan


Vikan - 06.09.1979, Síða 43

Vikan - 06.09.1979, Síða 43
VON VIKAN OG NEYTENDA- SAMTÖKIN 18. Áklæðið er síðan strekkt varlega yfir fyllingarefnið. 19. Brettið síðan áklæðið yfir pappastrimilinn og saumið fast með blindsaumi. ELDFASTAR SKÁLAR Ofnfast eða eldfast? Þessi hugtök eru oft notuð um sama hlutinn, en nokkur munur er á því, hvað ofnfast og eldfast fat þolir. Báðar gerðir eru það sem kallað hefur verið ofnfast, þ.e. þola að hitað sé í þeim i ofni og kólna hægt. Eldföst föt þola hins vegar einnig að vera sett beint á rafmagnshellu eða yfir gasloga. Fatið eða skálin eiga þó að vera hringlaga, því að í ferköntuðum eða ílöngum fötum getur myndast hita- spenna og þau sprungið. Á massífar plötur á að setja föt eða skálar með sléttum botni og þýðingarmikið er, að þau séu jafnstór og hellurnar, annars er hætta á, að hellan skemmist og að skálin springi. Góðir notkunareiginleikar Auðvelt er að steikja í ofni með eldföstu fati. Smyrjið fatið með feiti áður en kjötið er sett í það. Magurt kjöt er gott að pensla með smjörlíki til að fá góða skorpu. Steikið við 250° C hita. Steikingartíminn verður aðeins minni en venjulega, en á móti kemur að orkunotkunin verður aðeins meiri vegna hitastigsins. Góður árangur næst við svona steikingu og kjötið verður ekki eins þurrt. Soðið verður að vísu minna, þar er vökvinn helst inni í kjötinu, en gott ráð er að setja svolítið vatn í fatið áður en það er sett í ofninn. Eins er þess að gæta, að ofninn óhreinkast mun minna þegar steikt er í fati, uppvaskið verður einnig minna, þar eð hægt er að bera kjötið fram í fatinu. Flestar gerðir eldfastra fata er hægt að þvo í venjulegri uppþvottavél. Þó má ekki þvo leirföt í þeim, heldur á að gera það með heitu vatni og stífum bursta. Notið ekki uppþvottaefni við það, því matur, sem steiktur er í leir- fötum getur tekið til sín hvers konar bragð er síast hefur inn í leirinn. . . . en lítil hitaieiðni Leir, postulín og gler hafa litla hitaleiðni og matur sem eldaður er i þeim krefst meira eftirlits. Þessi efni eru óhentug fyrir mjólkurrétti og aðra rétti, sem auðveldlega brenna við. Steikið í steikingarpokum Ef stór kjötstykki, t.d. læri,i eru steikt í eldföstu fati, er gott að nota steikingarpoka. Best er að kaupa þá þoka, sem þola hæsta hitastigið. Polyethylen þolir allt að 250° C en pokar úr nælonefni um 200° C. Notkunarreglur: Stálföt og sérstök föt úr hertu gleri þola miklar hita- breytingar, en gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga þegar notuð eru eldföst föt: Setjið ekki tómt fat á hellu — smyrjið það fyrst með feiti eða setjið í það svolítið vatn. Gætið þess, að fatið sé þurrt að utan. Setjið ekki fat úr ísskáp eða frysti beint á helluna. Setjið ekki mjög heitt fat á kalt eða rakt borð og hellið ekki köldum vökva beint í heitt fatið. Þegar steikt er má ekki hella heitum vökva beint á botn fatsins eða skálarinnar. Birt i samráði við Neytendasamtökin úr Rád og Resultater Þýð.: hp. 36. tbl.Vikan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.