Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 47
slík. Ég fæ mér þó vínglas með matn- um,” baetti hún við upp með sér. Um það leyti sem þau komu aftur var komið fram yfir tetimann. Richard hinkr- aði og fékk sér í glas. Hann hinkraði líka til að fá sér að borða. Meðan hann þvoði sér á karlasalerninu, fór Kate upp og fór í síða svarta kvöldkjólinn hennar frú Havant. Hún gekk á undan að borðinu sínu I veitingasalnum og sagði við yfir- þjóninn: „Fyrir tvo í kvöld, takk.” Richard horfði á hana með aðdáun og honum var skemmt. Hann tók þó völdin við borðið og bað um rauðvínsflösku. „Frú Havant er gestur minn I kvöld,” sagði hann við þjóninn og hann lét Kate velja sér af a'la carte í staðinn fyrir einn af réttum dagsins. Á eftir bað hann um koníak fyrir sjálf- an sig og Kate valdi sér cointreau. Það sem á eftir fylgdi hafði á engan hátt verið ráðgert. Það var frekar mikið af fólki í setustofunni og þau gátu ekki tal- að saman án þess að fólk heyrði til þeirra. Kate hafði talað út um heila ævi af vonbrigðum, en aldrei minnst á Paul eða nokkurn annan mann. Hún hafði talað mikið um löngun sína til bess að ferðast; og um tónlistaráhuga sinn sem hún fékk þegar hún var I skóla. Þá taldi móðir hennar að það væri þjóð- félagslega æskilegt að læra á píanó en núna var það eitt af þeim vopnum sem hún notaði gegn henni. Richard vissi að hún hafði frá fleiru að segja. Hann hafði HVERS VEGNA MORÐ? ekki enn fengið að vita hvernig hún hafði náð í giftingarhringinn. „Við getum ekki talað saman hér,” sagði hann. „Við skulum fara upp I her- bergið þitt.” Kate hugsaði ekki frekar út i það, þegar Richard pantaði meira vín og hélt á glösunum upp. Hún sá hann á hverj- um degi; hún var vön honum. Það var uppástunga læknisins sem hún sam- þykkti, ekki mannsins, en uppástungan kom frá manninum. Þau létu það bæði gerast. Eitt leiddi af öðru, hugsaði Richard eftir á, lengi á eftir íhugaði hann alls ekki hvers vegna har.n hafði farið til Risely. Það voru tveir hægindastólar í herberginu hennar og hann sat og horfði á hana meðan hún sagði honum hvernig hún hafði keypt giftingarhringinn í skranverslun í öðrum bæ og hvernig hún hafði hugsað um fyrsta eigandann, hvort hún hefði verið hamingjusöm oghvers vegna hringurinn hafði verið seldur. Andlit hennar, sem var yfirleitt alvarlegt þegar hún talaði um vandamál sjúklinganna, sýndi nú ýmis svipbrigði, eitt af öðru. Þegar hann ýtti á eftir henni með því að spyrja hana, myndaðist bil milli vara hennar, sem vanalega voru þétt saman. Augu hennar voru stór, dökk og falleg. Hvernig myndi það vera að kyssa þennan mjúklega munn? Hann stóð upp og Kate, sem hélt að hann ætlaði að fara, stóð einnig upp. Hann tók af sér gleraugun og lét þau í vasann og hún furðaði sig á því. En svo kom hann nær henni, tók um handleggi hennar og sneri andliti hennar að sér. Þau voru jafnhá. „Kate,” sagði hann, og þegar hann hafði kysst hana einu sinni fann hann að hann langaði til þess að halda áfram og að hann væri maður til að losa hana við allar hömlur. Það var með augnabliks glöggskyggni, sem Kate hugsaði, þetta getur verið eina tækifærið mitt, og eftir það var ekki við snúið. Richard fór ekki frá henni þá nótt, nema örstutta stund meðan hann klæddi sig og fór niður í móttökuna til þess að skrá sig á herbergi. Ef einhver heima ætlaði að ná I hann myndi sá sami ekki finna hann þar; þetta var áhætta sem hann varð að taka; hann varð einnig að reyna að vernda mannorð Kate. Hann flýtti sér aftur til hennar; hún mátti hvorki finna til eftirsjár né skammar. 3. KAFLI Þegar varahjólið var komið undir Fiatbifreið Söndru King, lét Gary lyftar- ann síga. Hjólbarðinn lagðist flatur. „Árans!” hrópaði Sandra. „Ertu með loftdælu?” spurði Gary. Hana hafði hún ekki, ekki Gary heldur. „Jæja, það ætti að vera hægt að aka á þessu. Þú ættir að koma að bensínstöð innan skamms,” sagði Gary. „Ég skal elta til þess að vera viss um að allt sé I lagi.” „Verið ekki að hafa neitt fyrir því. Það er bensínstöð í Risely. Konan sem stansaði áðan var á leið i Svarta svaninn þar og hún sagði svo vera,” sagði Sandra. „Ég kem nú samt á eftir,” sagði Gary. „Það er í leiðinni fyrir mig. Og hvað segir þú um að við förum út að borða á eftir?” Hann yrði að borga töluvert með þessari, en hún virtist þess virði. Þau gætu jafnvel farið á Svarta svaninn ef hann væri nógu viðkunnanlegur. „Það er of snemmt til þess að borða,” sagði Sandra og fór inn í bílinn. Gary elti hana að bensínstöðinni og ók siðan áfram. Tiu mínútum siðar, þegar hún ók þaðan á brott, birtist hvíti Escortinn hans enn einu sinni fyrir aftan hana og elti hana heim til Wattleton. Henni var frekar skemmt en misboðið; hún hafði reyndar ekki gefið honum hreint afsvar við matarboðinu. Hún mm STAKKAR nýkomnir Litir: DRAPP BRUNT Stærðir: BEINHVÍTT 42-56 Austurstræti sími: 27211 36. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.