Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 50
Engum lærðum mönnum var Ijósara en fræðimönnum Viktoriutimabilsins árið 1880 að það kynni að verða fyrst og fremst mannlegur vitnis- burður sem gæti leitt til réttra svara hinna heimspeki- legu spurninga um andlegt eðli mannsins. Kenningar Darwins um þróunina höfðu valdið skjálfta í stirðn- uðum máttarviðum trúarbragðanna. Það var því ekki undarlegt að hópur heimspekinga færi að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að endurlifga trúna á ódauðleik mannsins. Meðal þessara manna voru Henry Sidgwick, prófessor, Fredrick W. Myers og Edmund Gurney, en leit þessara manna eftir þekkingu leiddi þá óhjákvæmilega inn á lendur hins „yfirnáttúrlega” og til þess að þeir árið 1882 stofnuðu Breska sálarrannsóknafélagið. Þeir töldu að svaranna við spurningum þeirra væri að leita i rannsókn sýna, fullyrðinga um samband við hinu látnu og fyrirbæra við banabeð. En með rann- sókn sinni á siðastnefndu fyrirbærunum lögðu þeir einmitt hyrningarsieininn að líkum um líf manns að þessu loknu. Eitt hið algengasta sem fram kemur við rannsóknir á því sem gerist þegar dauðastund nálgast er að hin deyjandi persóna sér í sýn látna ættingja koma til þess að leiðbeina henni og hjálpa gegnum dauða-' reynsluna. James Hyslop, prófessor í siðfræði við Columbía-háskóla i Bandaríkjunum, hafði sérstakan áhuga á slíkum tilfellum og skráði fjölda þeirra síðari hluta ævi sinnar, þegar hann gat helgað sig að fullu rannsókn sálrænna fyrirbæra. I ritum sínum vitnar Hyslop í dæmigert mál sem hann rannsakaði persónulega. Hið sjúka barn var niu ára gamalt og dó vegna aukaverkana, sem voru afleiðingar botnlangauppskurðar. Drengurinn hafði verið með fullri rænu allt fram á dauðastund. En skömmu áður en hann dó, leit hann upp og sagði: „Mamma mín, sérðu ekki hana litlu systur þarna yfir- frá?” Móðirin sá ekki neitt. En svo bætti litli drengur- inn við: „Þarna kemur frú C — og hún brosir alveg eins og hún var vön. Hún brosir og vill að ég komi.” Frú C — var látinn vinur fjölskyldunnar. Skömmu eftir að hafa sagt þetta, bætti litli snáðinn við: „Þarna er Roy! Ég ætla til þeirra. Ég vil ekki fara frá þér, en þú kemur bráðlega til mín, er það ekki? Opnaðu dyrnar og hleyptu þeim inn. Þau bíða eftir mér fyrir utan.” Að svo mæltu dó drengurinn. Allir sem hann sá í sýninni voru látnir vinir. Því fer fjarri að slík tilfelli séu sjaldgæf. Svipað dæmi er að finna í bókinni Nokkrar endurminningar eftir Alfred Smedley, sem varð vitni að svipuðu fyrir- bæri, þegar eiginkona hans dó. Smedley segir frá þvi í bók sinni, að konan hans hafi sýnt merki mikillar gleði og ánægju. „Hugsa sér! Þarna er Charlotta systir og mamma og pabbi og Mary systir! Og þarna koma þau með Bessie Heap!” hrópaði hún. Eiginmaður hennar sá ekki neitt, en konan hans hélt áfram að stara á þetta ósýnilega fólk. Að lokum breiddi hún út faðminn á móti þeim og gaf upp öndina. Það er athyglisvert að í mörgum slíkum tilfellum hefur hin deyjandi manneskja fulla og klára vitund, þar sem hvorki er um að ræða sjúkdóm eða áhrif nokkurra lyfja sem gætu valdið ofsjónum. Hyslop prófessor og eðlisfræðingurinn William Barrett í Dyflinni tóku eftir einu sem er afar mikil- vægt í sambandi við sálarrannsóknir: að hinii deyjandi sjá oft i sýnum sínum manneskjur sem þeir gátu ekki með nokkru móti vitað að væru látnar! 1 stuttri en mikilvægri bók sinni Sýnir við dánarbeð vitnar Barrett í ýmis slík tilfelli. Eina söguna endur- sagði honum maður sem hafði hana eftir nunnu við Mæðra-sjúkrahúsið í Clapton í Stóra-Bretlandi. Nunnan var að hjálpa deyjandi konu, frú B, en SÝNIR OG FYRIRBÆRI VID DÁNARBED viðstödd voru eiginmaður hennar og móðir. Eigin- maðurinn hallaði sér yfir hana, en hin deyjandi kona ýtti honum til hliðar og sagði: „Ó, ekki fela það, það er svo fagurt.” Síðan bætti hún við: „Nei, hugsa sér, Vida er þarna,” og skömmu síðar lést hún. Það sem máli skipt-ir í þessu sambandi er það, að Vida var systir frú B sem hafði dáið meðan frú B lá veik, en ættingjar hennar höfðu haldið því leyndu, UNDARLEG ATVIK XLV ÆVAR R. KVARAN fyrir henni af ótta við að áfallið myndi geta haft versn- andi áhrif á viðkvæman sjúkdóm hennar. Það var því með öllu útilokað að frú B hefði getað komist að því að Vida systir hennar dó þrem vikum áður. Nú kynni einhverjum þeirra gagnrýnenda sem alls ekki vilja fallast á hugmyndina um líf að þessu loknu ef til vill að detta í hug að halda þvi fram að frú B kunni ósjálfrátt án vitundar að hafa orðið vör við lát systur sinnar á þessum þrem vikum sem liðu áður en hún dó. Þessi skýring nær að minnsta kosti skammt, þegar um er að ræða ýmsar flóknari sýnir á banabeði. Eina frásögn þess háttar er að finna i riti eftir Minot Savage, en það voru einmitt rit hans sem upphaflega vöktu hinn sterka áhuga Hyslops prófessors. Þessi frá- sögn er svo fræg, að hér verður vitnað til hinnar upprunalegu frásagnar sem Savage ritaði: „I nágrannaborg voru tvær litlar telpur, Jennie og Edith. Ónnur þeirra var um átta ára gömul en hin aðeins eldri. Þær voru skólafélagar og nánir vinir. 1 júnímánuði 1889 veiktust báðar af barnaveiki. Siðdegis á miðvikudegi dó Jennie. Þá lögðu foreldrar Edithar og læknirinn sig fram til þess að Edith fengi ekki að vita af þvi að litla vinkonan hennar var dáin. Þau óttuðust að áhrifin af frétt um það kynni að hafa slæm áhrif á sjúkdóm hennar. Til sönnunar því að þeim hafi tekist þetta og að hún vissi ekki um þetta, má minnast hér á það, að laugardaginn 8. júní síð- degis, skömmu áður en hún missti meðvitund um allt í kringum sig, þá valdi hún tvær ljósmyndir, sem hún sagði að ætti að senda Jennie, og bað ennfremur fólkið í kringum sig aðskila kveðju til hennar. Hún dó klukkan hálfsjö laugardagskvöldið þann 8. júní. Hún hafði að vísu vaknað upp og beðið um kveðjur til vina sinna og hún talaði um að deyja, en virtist þó ekki haldin neinum ótta. Hún virtist sjá hina og þessa af vinum sínum sem hún vissi að voru dánir. Hvað þetta snerti var það nauðalikt öðrum svipuðum tilfellum. En svo allt i einu sneri hún sér að föður sinum og hrópaði undrunin uppmáluð: „Já, en pabbi, ég tek Jennie með mér!” Siðan bætti hún við: „Já, en pabbi, þú sagðir mér ekki að Jennie væri hér!” Og hún breiddi þegar út faðminn, eins og hún væri að faðma einhvern og sagði: „Ó, Jennie, mikið er ég glöð að þú skulir verahérna!” Telpan gaf upp öndina skömmu eftir þessa sýn. Slíkar sýnir eru ekki nærri eins sjaldgæfar og fólk kann að halda. Hér skal til dæmis bent á sýnir Daisy Dryden á banabeði. Meðan Daisy lá banaleguna urðu margir vitni að sýnum hennar og móðir hennar skrifaði þær upp. Voru þær gefnar út í lítilli bók að Daisy látinni með nafninu: Daisy Dryden — Endur■ minning eftirfrú S. H. Dryden. Þessi bók vakti athygli Hyslops. 1 banalegunni vakti Daisy iðulega undrun þeirra sem heimsóttu hana með lýsingum sínum á andlegum verum sem einnig voru.að heimsækja hana. Eitt sinn, þegar frú B var í slíkri heimsókn hjá henni, þá brá henni heldur en ekki í brún, þegar Daisy tók að lýsa látnum syni hennar og hvernig hann hefði lagt í vana sinn að stela og bölva og verið hálfgerður vandræða- gripur. En allt var þetta satt um hinn látna pilt. I sambandi við Daisy komu fram ýmsar sýnir, eins og sú þegar sunnudagsskólakennarinn hennar heim- sótti hana og Daisy lýsti mjög nákvæmlega tveim látnum börnum þessarar konu. Daisy hafði áður ekki haft minnstu hugmynd um þessi börn. Þá komu einnig fram hjá henni lýsingar á fólki sem var nýlega látið. Það er rétt að taka það hér fram, að áður en Daisy fór að sjá þessar sýnir á banabeði höfðu aldrei komið fram hjá henni neinir sálrænir hæfi- leikar, sem ekki hófust fyrr en þrem dögum fyrir lát hennar. En allar þessar sýnir skráði móðir hennar vandlega. Þótt ýmisleg vitneskja komi fram í slíkum sýnum við banabeð, sem ómögulegt er að imynda sér hvernig hinn deyjandi geti vitað, ef ekki er fallist á að hér sé 50 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.