Vikan


Vikan - 06.09.1979, Side 51

Vikan - 06.09.1979, Side 51
um raunverulegar lifandi verur að ræða, þótt látnar séu, halda andstæðingar kenningarinnar um líf að bessu loknu áfram að berjast gegn þessum sönnunum. Til dæmis hefur því verið haldið fram, að það sem hinn deyjandi sjái séu bara myndir af hinum látnu en ekki þeir sjálfir. Að vísu skýrir það ekki heldur þá fróðlegu vitneskju sem fram kemur í sýnunum um bláókunnugar manneskjur. En hvað segja þessir menn þá við því, þegar viðstaddur sér líka sýnir hins deyjandi? Dæmi þess eru nefnd í rannsóknaskýrslum sélarrannsóknamannsins Barretts. Ég tek hér eina frá- sögn hans til dæmis um þetta: Þessi frásögn er um konu sem átti dóttur sem dó nitján ára gömul. Dóttirin hélt fullri vitund allt til dauðastundar sinnar. Hálfum mánuði áður en hún dó hrópaði stúlkan: "Mamma mín, sjáðu þarna!” og benti með fingri sínum. Konan fór eftir ábendingu dóttur sinnar og segir svo frá: »Ég sá mannsmynd, hann var mjallhvítur, þar sem hann stóð og bar greinilega við dökkt tjaldið.” Þannig sáu þær báðar sýnina og stúlkan kvað þetta vera föður sinn. Tilfelli sem enn fleiri urðu vitni að er að finna í skýrslum Breska sálarrannsóknafélagsins (VI. bindi). I þessu tilfelli var kona ein, Harriet Pearson að nafni, að deyja og hjá henni voru þrjár frænkur og ráðskona. Þegar dauðinn tók að nálgast sáu tvær frænkanna óljósa veru, sem átti að vera elskuð systir hinnar deyjandi konu, og að lokum sá hana einnig þriðja frænkan sem sat hjá deyjandi konunni. Áður en frú Pearson gaf upp öndina þetta sama kvöld, þá skýrði hún frá því að systir sín hefði komið til þess að sækja hana. Við þetta sem hér hefur verið rakið má svo til dæmis bæta sýnum viðstaddra, sem telja sig hafa bein- línis séð viðskilnað sálar og líkama. Það er of langt mál til þess að bæta því við það sem rakið hefur verið í þessum þætti, og mun ég ef til vill gera því skil í öðrum síðar. Rannsóknir drs. Erlends Haraldssonar á dulrænni reynslu Islendinga, sem hann lýsir i bók sinni Þessa heims og annars, sýna svo ekki verður um villst, að yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar trúir að líf sé að þessu loknu og dauðinn geti ekki verið endir allrar mannlegrar reynslu. Það er mjög mikilvægt hverjum manni að gera sér sem fyrst grein fyrir þess- ari sannreynd, sökum þess að þessum sannleik fylgir óhjákvæmilega skilningurinn á því, að reikningar okkar verði ekki gerðir upp að fullu í þessu lífi. Það er hverjum hugsandi manni alveg ljóst með því einu að líta í kringum sig, að niðurstaðan af því að trúa ekki á líf eftir dauðann hlýtur að leiða til þeirrar skoðunar, að ekkert réttlæti sé til. Sú skoðun að þetta líf sé öll tilvera mannsins getur því leitt til eyðileggj- andi hugsunarháttar. Ef maður telur sig staddan í frumskógi, þar sem ofbeldi, fals og fláræði eitt sé til nokkurs gagns og sá sterki eigi tvimælalaust að ráða, þá getur slíkt leitt til miskunnarlauss lífs, sem getur eyðilagt viðkomandi persónu. Þeir sem trúa á annað líf eða telja það beinlínis hafa verið sannað fyrir sér, sökum þess sem þeir hafa upplifað, hljóta því jafn- framt að gera sér þess fulla grein, að hver er sinnar gcefu smiður. Að áminning Páls postula um, að eins og maðurinn sái hljóti hann að uppskera, er lögmál sem enginn kemst undan. En okkur gengur stundum erfiðlega að átta okkur á því hvort gæfan er okkur hliðholl, sökum rangs mats á því í hverju gæfa liggur. Hverja trú sem menn þykjast játa opinberlega, þá er það sannreynd, að á Vesturlöndum og víðast annars staðar eru menn metnir eftir hæfileikunum til þess að safna fé og græða það fyrst og fremst, enda fylgir fénu hiðeftirsótta vald sem það veitir i ranglega hugsandi heimi. Áhrifamesti guð Vesturlanda er Mammon, þótt þess sé gætt að viðurkenna slíkt aldrei opinberlega. Hér þarf því að hefjast endurmat þessara skoðana, og er það reyndar þegar hafið hjá fjölda ungs fólks meðal okkar, sem séð hefur á lífi foreldra sinna, að gæfan er ekki föl fyrir fé né frama, þótt það virðist ríkjandi skoðun. Meðal annars af þessum ástæðum fögnum við nýjum rannsóknum vísindanna, sem færa enn nýjar stoðir skynseminnar undir þá skoðun, að látinn lifir. Endir 36. tbl. Vikan 5X

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.