Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 62
postlr™ Oh . .. eitt af svona bréfum! Sæll, Póstur góður! Þetta er ífyrsta sinn, sem ég skrifa þér, svo að ég vona að Helgafái ekki bréfið mitt. Þannig er málið með vexti að ég er vístskotin ístrák (Nú hugsar þú eflaust — oh, þetta er eitt afsvona bréfum, best að láta Helgu hafa það. En viltu vera svo vænn að gera það ekkij. Jæja, svo ég haldi nú áfram þar semfrá var horfið. Ég er búin að vera hrifln af þessum strák í nokkur ár og ég held að hann sé hrifinn afmér. Hann hefur tvisvar sagt að ég sé sæt. Nú hef ég ekki séð hann í heilt ár, því að égfór í annan skóla. En ég get ekki hætt að hugsa um hann og ég þori ekki að hringja I hann. Svo góði Póstur, segðu mér hvað ég get gert. Meðfyrir- fram þökk. N.N. Nei, Póstinum kemur alls ekki til hugar að hugsa neitt miður skemmtilegt þótt innihald bréf- anna sé bara einmitt um þetta eða annað því skylt. Það er fremur hvimleiður eiginleiki að líta annarra vandamál smáum augum og það er vel skiljanlegt að ástarmálin vefjist eitthvað fyrir ykkur, sem rétt eruð að fá forsmekkinn af þessum málum, ekki síður en fullorðnu fólki, sem skrifar Póstinum. Þar er ef til vill um að rasða önnur vanda- mál, en þó er ekki þar með sagt að þörfin fyrir aðstoð annarra sé neitt brýnni." Það getur reynst þér tafsamt að ná sambandi við strákinn fyrst þið eruð ekki einu sinni í sama skóla, en allt má reyna, ef viljinn er fyrir hendi. Þú getur farið í gamla skólann og heilsað upp á gamla félaga og reynt að rekast á hann af tilviljun eða aflað þér upplýsinga um, hvar hann heldur sig helst í frístund- um. Hvort hann spilar hand- bolta eða fótbolta og svo mætti lengi telja. Mundu þó að þetta er ekki eini maðurinn í heiminum, það nóg af fiskum í sjónum og þú átt framtíðina fyrir þér í því efni. Hrædd um að smokkurinn rifni Kæri Póstur! Mig langar til aðfá svör við nokkrum spurningum og ég Gamaii að hitta þig! Maðurinn minn hefur talað svo mikið um þig, — upp úr svefni. Hana vantar einhvern fólagsskap. Veistu hvar eg get krækt mór i stóran skitugan pafagauk fyrir lítið? Stundum verð ég þreýttur á þessu og vil bara fara aftur á skrifstofuna og vinna. Hvað?? Mig er farið að langa i ein- hvem óvanalegan mat... t.d. brúflkaupstertu. ætla að snúa mér beint að efninu. Ég las í bréfi sem þúfékkst að þér hafi borist heimilisfang hljómsveitarinnar Bay City Rollers. Viltu vera svo góður að birta heimilisfangið? Eg er með strák áföstu og við sofum stundum saman og við notum alltaf smokk. Við erum svo hrædd um að hann rifni (smokkurinn). Er óhættfyrir okkur að halda áfram að nota smokk? Á hvaða aldri er bestfyrir unglinga að hafa samfarir í fyrsta skipti? Jæja nú er komið nóg um svona hluti og snúum okkur að óðru. Hvað var Keith Moon, trommu- leikari hljómsveitarinnar Who, gamall þegar hann lést? Jæja, nú ætla ég aðfara að enda þetta bréf Vertu blessaður og sæll og ég þakka Vikunnifyrir allt gamalt og gott. EB.G. Heimilisfangið þýðingarmikla er: Bay City Rollers, 27 Preston Grange Road, Preston Pans, East Lothian, Scotland. Smokkurinn á að vera nokkuð örugg getnaðarvörn og heldur lítil hætta er á að hann rifni. Þó er það möguleiki, sem taka verður með í reikninginn, og því sjálfsagt að nota eitthvað annað líka til öryggis, svo sem sæðis- eyðandi krem, sem þú færð í öllum lyfjabúðum án lyfseðils. Það er engin regla, sem segir til um hvenær sérhver einstakling- ur á að byrja að hafa samfarir, en það skaðar engan að bíða. Fæstir unglingar eru nægilega líkamlega og andlegá þroskaðir til að hafa mikla ánægju af sam- förum og á þetta þó einkum við um kvenfólk. Trommuleikarinn Keith Moon, var þrjátiu og þriggja ára gamali eða þar um bil þegar hann lést. Bréfsnepill handa Helgu til að japla á Kæri Póstur! Ég á nú ekki við nein sérstök vandræði að stríða i ástarmál- 62 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.