Vikan


Vikan - 06.09.1979, Síða 63

Vikan - 06.09.1979, Síða 63
um. Það var bara það að mig langar til að spyrja þig nokk- urra spurninga. Hvað þarf maður að vera gamall til að komast í hjúkrunarskólann? Hvað er Vikan eiginlega orðin gömul? Hvað heldur þú að ég sé orðin gömul? Ég þarf nú ekki að spyrja um stafsetninguna (hrceðileg) og svo svona í end- inn, gætuð þið ekki birt plakat af Village People og Meat LoaJ? Auðvitað vona égað bréfið fari ekki I hina margumtöiuðu ruslafötu. Með fyrirfram þökk fyrir P.S. Ég sendi smábréfsnepil, sem Helga ruslafata getur japlað á meðan þú lest bréfið. Til þess að komast inn i Hjúkrunarskóla Islands þarftu að hafa lokið bæði grunnskóla og menntaskóla. Námið þar tekur svo 3-4 ár. Vikan er á fertugasta og fyrsta aldursári og Pósturinn telur öruggt að þú sért talsvert yngri. Plakat af Village People birtist í 31. tbl. 1979 og annað eins birtum við af Meatloaf í 22. tbl. 1979. Það er rétt hjá þér að varla er hægt að hrósa stafsetningunni en Helgu þótti mikið vænt um sendinguna. Hef skrifað fimm sinnum Hæ, hæ, Póstur minn! Ég vona að þetta bréf lendi ekki I ruslafötunni. Ég hef Þetta er einhver sem stendur á öndinni. ég held að pabbi hafi misst af strætð. fréttamenn okkar rœða við nokkra aðra fréttamenn um frétta- mennsku... birtinguna. Dísa á Hofi. Þau segja að ég sé bara barn ennþá „ o Kæri Póstur! Ég er áskrifandi að Vikunni og mér finnst hún vera mjög gott blað. Eini gallinn við það er að þið þurfið alltaf að skrifa Vikan utan á öll plakötin. Mér, og kannski fleirum, flnnst það eyðileggja alveg plakötin. Það er svo asnalegt að hafa það, af hverju gerið þið það alltaf? Jæja, nóg um það. Eg þarfað biðja þig um hjálp út af foreldrum mínum og ófædda barninu. Það er nefnilega málið að ég er ófrísk (komin tvo mánuði á leið). En ég þori ekki að segja mömmu og pabba frá því, því að þau verðæfokreið, ef þau frétta að ég er barnshafandi. Þau eru alltaf að segja mér að ég eigi ekki að eignast barn ung, þau segja að ég sé ekki nógu þroskuð líkamlega til þess og að ég sé bara barn ennþá. En ég þarf alltaf að æsa mig upp á móti og segja þeim að ég sé ekkert barn ennþá og að ég sé nógu þroskuð til að eignast barn (þetta var bara óvart að ég varð ólétt). Er ekki hægt að fá fóstureyðingu án þess aðforeldrar viti af því? Hvenær er maður fullorðinn? Eg vona að þú birtir þetta, ástin mín. E.S. Ég bý hjá stráknum sem ég er með. Hafa foreldrar mínir nokkurn rétt til að segja mér að ég megi ekki eiga barn? Stundum held ég að þau séu eitthvað dúmm, dúmm í heddinu stóra. Sigga. Aðalástæðan fyrir því að við merkjum þau plaköt, sem í Vikunni birtast, er að sjálfsögðu sú staðreynd að þau birtast í Vikunni og því sjálfsagt að það komi einhvers Staðar fram. Vikan er ekki ein um þetta, öll eríend blöð gera slíkt hið sama, til dæm is þýska unglingablaðið Bravo. Því miður verður Pósturinn að játa að hann er alveg hjartanlega sammála foreldrum þínum. Þú ert alltof ung til þess að eiga barn, bæði andlega og sennilega líkamlega einnig. Það er varla hægt að segja nákvæmlega til um hvenær þú getur átt von á því að verða fullorðin, því það er mjög teygjan- legt hugtak. Varla er mögulegt að tala um ákveðinn árafjölda í því sambandi og víst er að sumt fólk verður jafnvel aldrei „fullorðið”. Þegar þetta birtist er orðið of seint fyrir þig að hugsa um fóstureyðingu, þvi Vikan hefur mjög langan vinnslutima. Hafir þú raunverulega verið komin tvo mánuði á leið getur þú lítið gert annað en reynt að gera það besta úr því sem komið er. Spurningum um umráðarétt foreldra þinna yfir þér er ekki hægt að svara, því þú tekur ekki fram, hvað þú ert gömul. Þú ættir þó að gefa þér betri tíma til þess að hlusta á foreldra þína og leita ráða hjá þeim á hvaða aldri sem þú ert, því þau eru örugglega ekki að reyna að vinna þér tjón með ráðleggingum sínum. skrifað þér fimm sinnum og ekkert af þeim bréfum hefur birst. Nú koma spurningarnar. Eg er voða hrifin af strák. Hann lítur oft hýrum augum á mig en ég veit ekki hvað ég á að gera. Spurning: Hvað er heimUisfang Donnu Sommer? Vonandi er Helga ekki svöng. B. G. Þú átt mikið hrós skilið fyrir þrautseigjuna og ekki má minna vera en að þú fáir svar i þetta sinn. Heimilisfang Donnu Sommer hefur Pósturinn því miður ekki, en reki það á fjörur hans síðar skal það samstundis birt. Það er harla fátt, sem þú ættir að gera í sambandi við strákinn, nema að bíða og vona að tækifæri gefist til að kynnast honum nánar. Þú ert enginn öldungur ennþá svo ekkert liggur á. Næst þegar hann lítur þig hýru auga skaltu reyna að senda honum jafnhýrt augnaráð á móti. Hver veit nema... Hefur þú gaman af ljóðum, Pétur? Sjónvarpið var ágætt í gær í rafmagnsleysinu! 36. tbl. Vikan 63

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.