Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 10
Hún sá hann aftur eins og hana hafði alltaf dreymt um að það yrði einhvern daginn. Allt í einu og óvænt kom hann gangandi á móti henni, andlit hans var enn dökkt af sumarsólinni og þykkt svart hárið, sem var greitt aftur fyrir eyrun, var í sárri þörf fyrir klippingu. „Hæ þú!” sagði hann og brosti til hennar á sinn eftirminnilega og striðnis- lega hátt. „Eg trúi þessu ekki! Hvað ert þú að gera hér?” Hún sagði honum andstutt að yfirmaður hennar hefði beðið hana að koma handriti til útgefanda síns vegna þess að hann var sjálfur of önnum kafinn. „Og þú,” sagði hún. „Hvað ert þú að gera hér?” „Bíllinn minn bilaði og þaðer klukku- tími þar til hann verður kominn I lag,” sagði hann. Þegar hann tók um hand- legg hennar, roðnaði hún og minntist enn einu sinni á það hvað þetta væri undarleg tilviljun, hann mundi hve rómantísk hún var og sagði að þetta væri vilji örlaganna. „Svona átti þetla að verða,” sagði hann, þau stönsuðu og horfðu hug- fangin hvort á annað, rétt eins og það hefði gerst kraftaverk, þarna mitt á Edgrawe Road. Og skyndilega var hún aftur hamingjusöm en ekki niðurbrotna stúlkan sem hún hafði orðið. Heilum tveimur árum yngri, tuttugu ára en ekki tuttugu og tveggja ára, hún gekk nú við hlið hans, gleymdi mannfjöldanum og hlustaði á rödd hans. Þau gengu i takt og hugsanir þeirra voru hinar sömu. Alveg einsogáður. „Þú ert eins og hluti af ntér,” var hann vanur að segja þegar þau voru ást- fangin. Og i fullri alvöru hafði hún svarað: „Éger hluti af þér.” Hann leiddi hana yfir götuna i átt að kínverskum matsölustað, fullviss um að hún myndi vilja borða með honum, og henni hlýnaði um hjartarætur. þvi hann mundi hve hrifin hún var af kinverskum mat. Þetla gerðist allt svo skyndilega, allt var svo dásamlegt og sjálfsagt, að hún hafði vart dregið andann þegar þjónninn með möndlulaga augun var búinn að taka aftur rauða matseðlana og var kominn með drykkina. Bjór fyrir hann og þurrasta sérríið fyrir hana. Hann mundi það éinnig. Hún starði á hann, hún gat ekki litið af andliti hans, viðkvæmnislegum munnsvipnum og ógreinilegu höku- skarðinu. Hún sagði honum að hún væri ekki gift og þegar hann sagði að það væri hann ekki heldur, þá varð hún að loka augunum augnablik, svo mikið létti henni. Hún ætlaði ekki að spyrja hann hvers vegna hann hefði ekki kvænst hinni stúlkunni, þeirri sem hann hafði hitt í boði og yfirgefið hana fyrir. Hávöxnu langleggjuðu stúlkuna með permanent- hárgreiðsluna og í Ijósbláa kjólnum, sem var i nákvæmlega réttri fjarlægð frá IO Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.