Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 26
Leyndardúmar gamla klaustursins Bath mun ég verða ákaflega gagnrýnin,” hún brosti stríðnislega. Vaughan lét sem hrollur færi um hann og baðaði út höndunum. „Bjargið mér frá þessari konu, hr. St. John. Ég verð að játa að ég hef aldrei komið til Bath, ég notaði mynd þaðan og bætti inn i sviðsmynd mína bæði Klaustrinu og Pulteney Bridge.” Frú Buller-Hunter lét sem hún ógnaði honum. „Þú getur verið viss um að upp kemst um syndir þinar, ungi maður! Láttu þér þetta að kenningu verða. Þetta er setning sem ég er stöðugt að hrella Dellu með, ekki satt?” Hún sneri sér glettnislega að mér. „Komdu vina mín, við skulum fara inn í stofuna og leyfa karlmönnunum að brugga saman launráðsín í friði.” Þegar við vorum sestar i sófann, breyttist framkoma frú Buller-Hunter og hún varð skyndilega alvarleg. „Della mín, vesalings barn, frændi þinn sagði mér frá hinni sorglegu reynslu þinni. Ef ég hefði vitað þetta hefði ég komið strax aftur. Ég hefði átt að vera hjá þér og veita þér alla þá huggun, sem mér var unnt.” Þetta var í fyrsta skipti í nokkurn tíma, sem einhver minntist á Jenny við mig og ég varð undrandi á sjálfri mér þegar ég fann hve róleg ég var. Það var eins og sá hluti sálar minnar, sem hafði syrgt svo djúpt og innilega, hefði dofnað. Ég prófaði sjálfa mig varlega og fann að tárin komu ekki strax fram i augu mín eins og áður. Ég varð bæði þakklát og full samviskubits. Varla gat ég verið hætt að syrgja systur mína? „Það er fallegt af þér, frú Buller-Hunt- er, en ég hef ekki verið skemmtilegur félagsskapur og mér fannst best að syrgja ein. Ég vona að systur þinni hafi batnað?” „Jú, þakka þér fyrir, hún hefur það mikið betra núna. Þó getur verið að ég verði að fara aftur til hennar eins og málin standa.” „Eara aftur til hennar?” spurði ég undrandi. „Þú skilur það, Della, að þú getur ekki verið kynnt við hirðina nú í ár. Mín verður því ekki þörf. Cunningham lá- varður bauð mér að vera hér eitthvað á- fram en ég er eirðarlaus manneskja og vil fremur hafa eitthvað fyrir stafni. En þó liggur ekkert á. Ég verð hér eitthvað lengur.” Ég varð ákaflega fegin að heyra að ég myndi sleppa við kennsluna i nánustu framtíð, þó virtist framtiðin nú eitthvað svo auð og tóm þegar ég frétti að frú Buller-Hunter væri á förum og nærvera hennar virtist allt í einu verða ákaflega þýðingarmikil. „Nærvera þin hér lífgar upp á heimilislifið. Án þin er ákaflega leiðinlegt hér,” sagði ég sannleikanum samkvæmt. Það lifnaði ótrúlega yfir henni. Jafn- vel skreytingamar á kjólnum hennar virtust iða af sjálfstæðu lífi. Hún snéri sér að mér, og það var sem smáir bláir logar léku í augum hennar. „Heldurðu að frændi þinn sé sama sinnis?” „Líklega hugsum við öll þannig,” svaraði ég. Hún klappaði mér ánægð á hnéð. „Þá verð ég að endurskoða afstöðu mina hvað því viðvíkur að fara héðan,” sagði hún. Síðan bætti hún loksins við: „Ég býst ekki við að vesalingurinn hún frænka þin hafi það betra?” Ég varð að viðurkenna að mér væri ekki kunnugt um neina breytingu til þess betra eða verra. „Ég fór að ráðum þinum frú Buller-Hunter og hef ekki gert neina tilraun til að nálgast Violu frænku. Þó hef ég samviskubil vegna þess hve áhugalaus ég hlýt að virðast vera um hana." Hún lagði litla hvíta hönd sina á mína. „Vertu viss, vina min. Þú gerir það besta sem þú getur fyrir vesalings frænku þína og ferð að óskum Cunning- ham lávarðar. Hann vonast til að þeim mun lengur sem tekst að halda henni rólegri því stærri séu líkurnar á bata. Við verðum öll að vona að hann hafi rétt fyrir sér. Komdu nú. Ég er viss um að St. John er farinn að biða eftir okkur.” Það var búið að setja upp leiktjöldin og stólarnir voru tilbúnir til notkunar. Vaughan og Clive voru önnum kafnir við að athuga kertin fyrir framan sviðið og fullvissa sig um að ekki þyrfti að skipta á neinu þeirra. Ekki var búið að setja sviðsmyndina upp svo við gátum ekki séð listaverk Vaughans. Meðfram veggjunum voru flauelssófar og pálmar, ogeftirvæntingin lá í loftinu. „Hvenær viltu láta bera fram hressingarnar hr. St. John? Á að bjóða þær fram í fyrsta eða öðru hléi?” spurði frú Buller-Hunter. Hann stóð kyrr eitt augnablik með hönd á mjöðm og hugsaði sig um. „Ef satt skal segja, frú Buller-Hunter, þá man ég það bara ekki i augnablikinu. En frú Hodges veit það og ég er viss um að hún hefur gert allar nauðsynlegar ráðstafanir jafnsamviskusamlega og hún er vön.” Frú Buller-Hunter breytti um svip. Hún virtist enn beinni í baki en venjulega og hún hélt hökunni hátt. Ég gaut augunum til hennar og tók eftir að hún herpti munninn og augu hennar glóðu. Þetta boðaði enga góða breyt- ingu á sambandinu milli hennar og frú Hodges og mér varð aftur hugsað til árásarinnar um nóttina. Frændi minn hafði auðsjáanlega ekki gleymt þessu heldur þvi sama kvöld lá laudanumtafla á náttborðinu mínu við hliðina á vatnskönnunni. Ég fann að mér hlýnaði um hjartaræturnar við þá tiihugsun að velferð mín skipti hann svo miklu máli. Hann hafði þá munað eftir þessu þrátt fyrir hve mikið hann hafði að gera. Ég varð honum enn einu sinni þakklát fyrir að hafa leyft piér að koma og dveljast hjá sér, ef ekki hefði verið fyrir gestrisni hans hefði ég ekki átt í nein hús að venda núna þegar foreldrar mínir voru famir í sigli/tgu. Eftir að ég hafði háttað mig og burstað hárið, þvi ég vildi stundum vera án þeirrar þjónustu Rose, hellti ég vatni í glas og setti töfluna að munninum. En allt i einu hikaði ég. Þó ég vildi ekki óhlýðnast frænda mínum var mér enn verr við tilhugsunina um að sofa svo fast að ég vaknaði ekki ef ofbeldis maðurinn kæmi inn í herbergi milt, ef hann væri þá til á annað borð. Ég vildi heldur vera vakandi og fullvissa mig um hvort ég hefði fengið martröð eða raun- verulega heyrt fótatak. Berir fætur minir sukku í mjúk teppin þegar ég gekk að glugganum og opnaði hann. Um leið og mér varð hugsað til ópsins sem páfuglinn hafði gefið frá sér fleygði ég töflunni niður í grasið fyrir neðan og sagði: „Gjörðu svo vel og sofðu rótt, glæsimennið þitt.” Síðan lagðist ég brosandi í rúmið, bJés á kertið og var fljótlega sofnuð. Ég vaknaði upp með hjartslátt sem virtist fá allan líkama minn til að titra. Var ég nú í klóm einnar martraðarinnar enn? Var þetta að verða að vana? Ef ég hefði aðeins hlýtt frænda mínum og tekið töfluna, væri ég ekki skjálfandi af óútskýranlegum ótta. Hvað var þetta? Sérhver taug i líkama mínum var þanin. Hljóð barst utan frá ganginum. Ég reis upp við dogg til að hlusta, en hjartslátturinn var of hávær til að ég gæti heyrt neitt. Einhver læddist um fyrir utan dyrnar hjá mér, Þaö stiansa flestir í Staöarskála. /mAkím Hrútafirði — Sími 95-1150 X* Vlkan KW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.