Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 39

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 39
heyrt Bill Odgen daginn áður hafði tekið eftir skrámu á andliti hans og skrifað það í skýrslu sína. Það væri einfalt mál að ganga úr skugga um hvort skinnið og blóðið undir nöglum Söndru væru hans. Það voru líka hár á legubekknum, hár sem ekki tilheyrðu Söndru er var dökk- hærð. Þetta voru Ijósari hár, jörp að lit. Odgen og King voru báðir jarphærðir. Það var hægt að bera saman hár þeirra við sönnunargögnin og sanna sakleysi beirra, briðji liturinn byrfti skýringa við. Gary sá blöðin á briðjudagsmorgun- tnn. Hann kom of seint frá Kent til bess að komast inn á The Grange Residential Hotel án jæss að vekja hótelstýruna. Það sem eftir lifði nætur blundaði hann i bílnum en tókst aö komast inn \)Cgar dyrnar voru teknar úr lás og upp i her- bergið sitt án bess að til hans sæist, bað voru alltaf einn eða tveir gestir sem burftu að vera komnir af stað snemma, fyrir almennan morgunverðartíma. Gary var illa til reika eftir betta nætur- ferðalag sitt, bað var mold á skónum hans, fötin voru rifin og hann var meiddur á hendi. Hann breif sig, braut saman fötin sem hann hafði verið i og lét bau aftast í klæðaskápinn. Hann var nú tilneyddur að klæðast ljósbrúna safari- jakkanum sínum og dökkbrúnu buxun- um, klæðnaði sem hann kunni betur við sig í heldur en einu jakkafötunum sínum en sem fyrirtækið sem hann vann hjá kunni ekki við, beir vildu að sölumenn beirra skæru sig ekki úr. Einhvern veginn gat hann haldið út morgunverðartímann með gistifélögum sinum bó hann hefði litla lyst á reyktu sildinni sem frú Fitzgibbon bar á borð bennan morgun. Það var hr. Perkins, solumaðurmeð byggingarefni, sem sneri forsiðu dagbla&sTtls að Gary meðan hann las bakhliðina og Gary kom auga á myndina af brosandi stúlkunni og feit- letraða fyrirsögnina; SÁST ÞÚ HANA? Hann flýtti sér út úr matsalnum án Þess að Ijúka við matinn, stökk inn í bil- inn sinn og ók hratt niður götuna til næsta blaðasala. Þar burfti hann að biða nokkrar mínútur eftir afgreiðslu og hafði bvi góðan tíma til bess að'líta á myndina og fyrirsagnirnar í hinum ýmsu dagblöðum á afgreiðsluborðinu. Þegar hann var aftur kominn út i bíl- inn las hann eina útgáfu af sögunni, komst að bv' hvað fórnarlamb hans hafði heitið og hvers vegna líkið hafði fundistsvofljótt. Hann hafði reiknað með nokkrum dögum til bess að finna frú Havant en nú var hún einnig búin að lesa blaðið. Kannske væri hún einmitt núna að hringja í lögregluna. Hann átti í erfið- leikum með að fletta sundur kortinu og leita að veginum til Chodbury St. Mary í Gloucestershire. Hann átti líka erfitt með að finna staðinn, hann var lítill dep- ill u.b-b. tiu mílur frá Gloucester. Gary reyndi að sefa ótta sinn meðan hann ók út úr Wattleton. Jafnvel bótt frú Havant lýsti honum fyrir lögregl- unni sannaði bað ekkert. Hún hafði ekki séð hann fara inn í íbúðina með stúlk- unni, hún hafði aðeins skilið við bau ein við vegarbrúnina. Líklega myndi hún ekki hugsa frekar út í betta eða aðhafast neitt, fólk vildi ekki blanda sér inn i svona mál. En hann gat ekki reitt sig á bað. Það gæti verið að hún væri nú begar að hjálpa lögreglunni að setja saman eina af bessum myndaröðum beirra og segja; „Já, betta er hann,” begar mvndin líktist honum. Þorpið Chodbury St. Mary var allt á lengdina, dreift á stórt svæði. tbúar voru um fimm hundruð, ein krá var bar og miðaldakirkja. Þarna voru allar gerðir af húsum og hreysum, eitt kaupfélag, póst- hús og bó nokkur býli. Hæðabýlið var heimilisfangið sem frú Havant hafði gefið upp. Gary gerði ráð fyrir bví að all- ar manngerðir rækju býli, bar á meðal vel tilhafðar ekkjur. Frú Havant hlaut að hafa á launum mann til bess að sjá um sjálfa vinnuna, sjá um kýrnar og plægja, sá maður gæti einmitt verið til staðar og bað gat verið hindrun i vegi bess sem Gary ætlaði að framkvæma. Honum líkaði ekki að gera svona lagað i flýti en hann hætti ekki á að biða. Við enda borpsgötunnar sá hann veg- visi sem benti upp á afleggjara. Gróðrar- stöðin Hæðabýli, stóð bar. Það býddi jurtagróður, ekki kýr. Gary létti. Hann myndi hringja bjöllunni og sjá hvað gerðist. Ef frú Havant kæmi sjálf til dyra og væri ein myndi hann byrja á sölutilboðinu og síðan látast undrandi að sjá hanái Hann rayndi tala um hvað heimurinn væri lítill. Ef hún minntist á Söndru King myndi hann segja: Já, er bað ekki hræðilegt, og hann sem hefði skilið við hana um leið og hann hefði lokið við að skipta um hjólbarða fyrir hana. Hann varð að forðast að vekja hjá henni ótta og komast með henni eitt- hvert burtu, hann gæti jafnvel stungið upp á bví að bau færu saman tii lögregl- unnar, hún myndi kannske láta gabbast af bví. Þá væri eftirleikurinn auðveldur. Hann lét stóran skrúflykil renna í vasa sinn. Ef einhver annar væri barna myndi hann láta kæruleysislega og reyna að finna leið til að geta verið með henni einni. Reyndar — sjálfstraustið jókst með nýjum hugmyndum — gæti hann reynt að gabba hana með bví að segja að hann væri búinn að fara til lög- reglunnar svo hún byrfti ekki að hafa fyrir bví. Þannig myndi hann komast að bví hvort hún hefði farið bangað eða ekki. Hann myndi vitanlega ekki treysta henni, sama hvað hún segði, en bað gæfi honum umhugsunarfrest. Gróðrarstöðin Hæðabýlið var böðuð vorsól begar Gary ók upp brönga tröð- ina að gamla steinhúsinu, fram hjá nokkrum stórum gróðurhúsum, ungum trjáplöntum og blómum. Hann sá ein- hvern í fjarlægð við vinnu á akri en sá hinn sami virtist ekki taka eftir komu hans. Gary var feginn bví, á svona stóru svæði bar sem ekkert var nema grös og jurtir, að vera inni í bílnum sínum og láta vélarhljóðið vernda sig fyrir sveita- bögninni. Hann sneri bílnum við áður en hann lagði honum fyrir framan húsið ef svo færi að hann byrfti að aka burt I flýti. Hann skildi einnig kveikjulykilinn eftir í bílnum. Síðan gekk hann upp tröppurn- ar með aðra hönd á skrúflyklinum I vas- anum en i hinni hélt hann á fyrsta bindi alfræðibókanna. Hann brýsti á bjölluna. Konan sem opnaði var lágvaxin og brekin, klædd snjáðum samfestingi og með vasaklút bundinn um hárið. „Er frú Havant við?” spurði Gary og setti upp sitt besta bros. Hann hefði mátt vita að bað væri vinnukona af bessari stærð á svona stað, b*r voru ávallt hindranir. Hann hafði hitt nokkrar á ferðum sínum begar hann svaraði fyrir- spurnum. „Ég hugsa að hún hafi áhuga á nýjum bekkingarbrunni með sérstök- um kjörum fyrir fyrstu áskrifendur.” Hann lyfti upp sýnishorninu. „Frú Havant? Það býr engin frú Havant hérna,” sagði konan. „Er betta ekki Hæðabýlið í Chodbury St. Mary?” „Þaðer rétt.” „En ég var beðinn að koma hingað sérstaklega til bess að tala við frú Havant,” sagði Gary. „Það hefur einhver verið að leika á yður,” sagði konan. „Það býr enginn hér með bví nafni. Verið bér sælir,” og hún lokaði dyrunum. „En ...” sagði Gary en hurðin ein stóð fyrir framan hann. Hann varð að viðurkenna bað. Hann settist inn í bílinn og ók hratt niður af- leggjarann niður í borpið í miklu ryk- skýi. Hann ætlaði á krána að spyrja. Auk bess veit’i honum ekkert af hress- ingu eftir allt betta, tilbúinn til glæpsins og burr í munninum. Yfir bjórnum spurði hann kráareig- andann um Gróðrarstöðina Hæðabýlið. Hann væri á leiðinni um, sagði hann, og hefði séð skiltið. Var betta stór staður og seldi hann rósir? Hann vantaöi nokkur Ferðamenn. Hótel Reykjahlið býður yður: Gistingu mat og kaffi. Bensín og oliur. Hótel Reykjahlið. Mývatnssveit. 3«. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.