Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 44
Æ, æ, hún smellti af of snemma! Píreygð í skugga Ijósmyndarans Margar myndavélar eru þannig útbúnar, að með því að stilla tímastilli smellir mynda- vélin af eftir ákveðinn tíma. — Þetta fyrirkomulag er ákaflega þægilegt, sérstaklega í tilviki eins og okkar. Við þetta sparast ómakið við að finna sérstakan ljósmyndara og þegar um lítil börn er að ræða hafa ókunnir oft truflandi áhrif frekar en hitt. Eins leysir þetta víðkunnan vanda þeirra sem alltaf taka allar myndir af fjölskyldunni og komast sjálfir aldrei i albúmið. Ekki er hægt að kvarta undan því, að myndin okkar, sem tekin var með tímastilli, sé stíf og uppstillt! Það sem gerðist er sennilega algengasta vandamál þeirra er reynt hafa ljósmyndun af þessu tagi. Tíminn var of naumur, og ljósmyndarinn náði ekki að koma sér fyrir, áður en myndavélin smellti af. Stúlkurn- ar eru báðar með allan hugann við að fylgjast með föður sínum í kapphlaupi við timann og Elvar litli skemmtir sér konunglega yfír tilburðunum. Þegar þessari tækni er beitt úti í náttúrunni, hefur það komið fyrir að vindurinn eða önnur hreyfing hefur hreyft myndavélina og breytt þar með sjónarhorni því, er Ijósmynd- arinn var búinn að ákveða að taka mynd af. Því ríkir alltaf nokkur óvissa um árangur slíkrar myndatöku, þar til myndin kemur úr framköllun. — Það getur líka komið sér vel að hafa hlutlausan aðila bak við myndavélina, sem segir til um svipbrigði og aðra þætti sem gera myndina góða í heild. Þessa mynd tók nágranni fjöl- skyldunnar á Kodak K 6. Aðal- kostur þeirrar myndavélar er sá, að myndirnar koma tilbúnar úr vélinni eftir aðeins nokkurra sekúndna bið. Þykir mörgum óþolinmóðum ljósmyndaranum það mikill kostur að þurfa ekki að bíða í heila viku eftir árangr- inum. Þessar myndir eru þó frekar stundargaman en minning um skemmtilegan atburð, þvi fyrir utan að litirnir vilja dofna með timanum, þá er útilokað að panta fleiri eintök ef myndin glatast eða ef fleiri eintök vantar, þar sem engin filma er fyrir hendi. — Það rýrir þó ekki ánægjuna þegar t.d. sjaldséður gestur kemur i heimsókn og hægt er að leysa hann út með mynd af sjálfum sér og gest- gjöfunum. Þar fyrir utan getur oft komið sér vel að eiga mynda- vél sem þessa, t.d. ef skyndilega vantar mynd, en slíkt getur oft komið fyrir. Ef við snúum okkur að ljósmyndinni sjálfri, þá sjáum við ýmis atriði, sem betur hefðu mátt fara. I fyrsta lagi hefur ljósmyndarinn ekki áttað sig á því að beina augum fjölskyld- unnar frá sólu og píra þau því augun sem mest þau mega. Ennfremur áttar ljósmyndarinn sig ekki á því, að skugginn af honum nær langa leið inn á myndina, og er það til mikillar óprýði. — Einnig hefði farið betur að láta Bryndísi Björk sitja við hlið móður sinnar, því eins og á myndinni sést, skyggir hún óþarflega mikið á hana. 44 Vlkan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.