Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 14
AÐ TALA SAMAN Flestir hugsa ekki mikið um hvað það er að tala saman. Fólk talar bara saman á því tungumáli sem það hefur einu sinni lært. Tal eða tjáskipti eins og það er stundum kallað eru margvísleg. Eitt af því er HVAÐ við segjum í orðum, HVERNIG við segjum orðin og hvernig við tökum á móti því sem sagt er. Annaö er hvernig við tölum saman án þess að nota orð. Maðurinn tjáir sig með svipbrigðum sfnum, handahreyfingum, lík- amshreyfingum, raddbeitingu o.s.frv. Margar deilur verða til á milli fólks af því að tal er óskýrt, vegna ósamræmis í tali, orð eiga ekki við rétta hluti og þeir faldir með því að segja eitthvað annað en maður í rauninni álítur. Tal um einföldustu hluti getur valdið pirringi á milli fólks. Erfiðleikar á að tala saman eru ein algengasta orsökin fyrir að fólk biður um sálfræðilega aðstoð. Sambúðarvandamál verða oft til vegna þess að fólk á erfitt með að tala saman. Dæmi Margrét og Jón vinna bæði úti fulla vinnu. Margrét, sem er kennari, er vön að koma heim 1-2 tímum á undan Jóni sem er skrifstofumaður. Margrét nær gjarnan í barnið á barnaheimilið. Einn daginn kemur Margrét heim um þrjúleytið. Hún er dauðþreytt eftír langan kennsludag og nemendurnir voru sérstaklega erfiðir við hana í dag. Hún sest niður, fær sér bolla af kaffi og reynir að slappa af. Því næst ákveður hún að hringja í vinnufélaga, þrátt fyrir að íbúðin sé öll í drasli og hún eigi eftir að kaupa inn. Margréti finnst að hún eigi rétt á því að slappa af. Eftir samtalið er klukkan orðin margt og hún flýtir sér að ná í barnið á barna- heimilið. Fyrr en varir er kl. um hálf sex og Jón er kominn heim. „Æ, Jón, getur þú ekki skroppið út og keypt inn, ég gat það ekki.” Jón spyr: „Hvenær komst þú heim í dag?”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.