Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 15
Margrét heyrir greinilega að það er ásökun í röddinni. Hún veit vel hvað spurningin þýðir, nefnilega: Þú hefur auðvitað verið að slæpast, þó svo þú hafir miklu betri tima en ég og hefur þú ekki verið að tala i símann eins og venjulega? Margrét svarar hinsvegar: „Þú þarft ekki að halda að ég hafi verið að skemmta mér allan daginn, ég var dauðþreytt . . . þú hefur enga ástæðu til að vera að ásaka mig.” „Ásaka,” segir Jón, „ég var ekkert að ásaka þig, ég spurði bara hvenær þú hefðir komið heim, má nú ekki einu sinni spyrja um það?” Athugasemd Dæmið að ofan er mjög algengt dæmi um karp á milli fólks. Orðin sem töluð eru segja ekki það sem við höldum fram að þau eigi að merkja. Mörg störf geta valdið togstreitu Að hafa mörg störf með höndum, eða hlutverk eins og það er oft kallað, getur verið erfitt. í tilfelli Margrétar finnst henni erfitt að finna jafnvægi í hlutunum. Hún á bæði að vera móðir og eiginkona og úti- vinnandi kona með eigin áhugamál. Þegar hún situr mitt i draslinu og allt vantar og hún fer að tala í símann myndast togstreita innra með henni. En því reynir hún að afneita með sjálfri sér. Engu að síður hefur hún slæma samvisku og er alveg tilbúin að taka á móti því sem Jón segir sem ásökun. Henni finnst að hún eigi fullan rétt á því að slappa af. Að fela ásakanir bak við saklaus orð Jón hefur þá skoðun að Margrét eigi fullan rétt á því að slappa af. Það er einfald- lega einlæg sannfæring hans. Samt sem áður skynjar hann annað þegar hann kemur heim og er beðinn um að fara út og kaupa inn. Hann verður pirraður. En hann getur ekki viðurkennt þá tilfinningu og lætur hana ekki í ljós. í staðinn kemur hann með dulda ásökun og hann veit að Margrét mun skynja hana þannig. Slíkar duldar ásakanir á bak við saklaus orð bæta ekki andrúmsloftið á heimilinu, þær ala af sér eðlilegan pirring en eru engu að síður algengar. Að ganga hreint til verks í dæminu um Margréti og Jón hefði allt verið auðveldara ef Margrét hefði getað sagt hreint út: „Ég er með slæma samvisku yfir því að hér er allt í drasli og ég er ekki búin að kaupa inn, en getur þú ekki skilið að ég verð stundum að slappa svolítið af?” Og Jón hefði getað sagt eitthvað á þessa lið: „Þótt ég sé pirraður yfir að þurfa að fara út í búð þá er ég samt vanur að geta slappað af í kaffinu í vinnunni og þar hef ég líka möguleika á að hringja.” Hræðslan við að tala Oft skilur fólk vel hvað liggur á bak við saklaus orð en það þorir ekki að tala hreint út. Það er hrætt við rétt orð um rétta hluti. Dæmið hér að ofan fjallaði um manneskjur sem hvor um sig hafði þörf fyrir að fá einhvern skilning frá hinni, en gat ekki farið fram á það í hreinskilni. Bæði Margrét og Jón voru ekki viss um hvort þau hefðu rétt á því að láta réttar tilfinn- ingar í ljós og skömmuðust sín fyrir að hafa bæði þörf fyrir stuðning og hvatningu. En þau gefa hvort öðru til kynna hvað þau vilja, bara með röngu formerki, og það veldur oft misskilningi. Fullorðnir sem tala smábarnamál Þegar maðurinn er pínulítill þarf hann ekki né getur sagt í orðum hvers hann þarfnast. Hann fær allar þarfir sínar uppfylltar án þess að gera grein fyrir þeim með orðum. Margir hafa ekki fullorðnast mikið hvað þessu viðvíkur og halda að hægt sé að fá óskir sínar uppfylltar með þvi að þegja. Sumir setja upp viss svipbrigði, sem aðrir eiga að skilja, og aðrir geta komið fram með duldar ásakanir. Oft hefur verið sagt að tvær manneskjur sem þykir vænt hvorri um aðra skilji hvor aðra án orða. Þetta er i flestum tilvikum rangt. Engu að síður vildu margir að þetta væri svona og margir hugsa út af fyrir sig. — Ef henni/honum þætti vænt um mig hlyti hann/hún að skilja . . . . Og það getur verið milli himins og jarðar sem viðkomandi á að skilja án þess að um það sé nokkurn tímann talað. Af hverju þorir fólk ekki að tala saman? Til eru tilfinningar sem fólk hræðist. Þegar talað er um tilfinningar verður að ná þeim upp á yfirborðið, standa andspænis þeim, finna fyrir þeim, Það finnst flestum mjög óþægilegt og verða hræddir. Flestir bera bæði hlýjar, jákvæðar tilfinningar og neikvæðar, kaldar tilfinningar til annarra. Það er hægt að bera bæði ást og hatur í brjósti til sömu persónu, lika þeirra sem standa einstaklingnum næst. Það eru neikvæðu tilfinningarnar sem fólk er hrætt við að tala um, af þvi þær eru ógnvekjandi fyrir persónuna sjálfa. Og enginn vill vera hræddur, það er óþægilegt. Því finnst flestum betra að þegja eða segja eitthvað annað en maður í rauninni álítur. 39. tbl. Vikan 1S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.