Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 21
lúxushótela. Þar skaltu búa, ef þú hefur efni á að borga 30.000 krónur á nóttina fyrir tveggja manna herbergi. Hótelið er fullt af listaverkum, einkum grískra meistara frá 18. og 19. öld. Búnaður herbergjanna er í stíl Lúðvíks 15. og 16. Herbergin, sem snúa út að torginu, hafa svalir með útsýni til Akrópólis og konungshallarinnar. Uppi á þaki hótelsins er eitt glæsileg- asta og frægasta veitingahús heims, Tudor Hall, sem áður hefur verið lýst í greinaflokki þessum. Þaðan er frábært útsýni til Akrópólis. En því miður er út- sýnið mun betra en maturinn. Þjónustan á King George er betri en á hinum hótelunum i sama verðflokki. Harðflibbaklæddir púrtnerarnir eru vinsamlegir og fljótvirkir, en einkum þó og sér i lagi lágværir, því að hér er aðeins talað i hvíslingum. Forðastu hins vegar eins og heitan eldinn frægasta hótelið í Aþenu, Grande Bretagne, sem er við hlið King George við Sintagma torgið. Það er jafngamalt og jafndýrt, en lifir nú á þvi að hafa einu sinni verið eitt af fimm fínustu hótelum í heimi. Hortugir og heimskir starfsmenn lifa enn á þessum gömlu, góðu dögum. Omurlegur staður. Dýrasta hótelið í Aþenu er Hilton. 1 þeirri marmarahöll kostar nóttin 40.000 krónur. Ofugt við önnur Hiltonhótel er þetta mjög stílhreint hótel, teiknað undir sterkum, grískum áhrifum. En það er of langt frá Sintagma. Og það er of stórt eins og Grande Bretagne, 480 herbergja. Á járn- brautarstöð er leiðinlegt að búa. King George hefur ekki nema 142 herbergi. Ódýrasta lúxushótelið Ef þú hefur ekki efni á að borga nema 20.000 krónur á nóttina fyrir tveggja manna herbergi, en vilt samt lúxushótel, er upplagt að gista á ROYAL OLYMPIC (ekki Olympic Palace) við Diakou 28, simi 9226-411. Herbergin, sem snúa út að götunni, hafa gott útsýni yfir Seifsmusterið handan götunnar og upp á Líkavittos- klett handan Þjóðargarðsins. Og búnaður herbergjanna er mjög glæsi- legur. Ekki er setustofa hótelsins heldur amaleg. Stjórnin og þjónustan á Royal Olympic er mjög góð og hefur farið batnandi. Hótel af þessum klassa færð þú tæplega að gista fyrir sama verð annars staðar i Evrópu. Akrópólisútsýni Ef við færum okkur niður i A-flokk, þar sem tveggja herbergið kostar 12.000 krónur á nóttina, koma tvö hótel til greina, hvort á sinum forsendum. Annað er ATTICA PALACE, aðeins 50 skrefum frá Sintagma. Heimilisfangið er Karageorgi tis Servias 6 og siminn er 3223-006. Anddyrið er ekki merkilegt og fremur þröngt, en þó snyrtilegt og smekklegt. Uppi er glæsibragurinn meiri. Herbergin eru stór og vel búin og allt er hótelið mjög nútímaleg'. Það er líka hæfilega stórt, aðeins 78 herbergja. Þú skalt reyna að fá herbergi á áttundu eða niundu hæð eða valin herbergi á sjöundu hæð, svo að þú hafir óhindrað útsýni af svölunum til Akrópólis. Ef það tekst ekki, skaltu heldur panta herbergi á hinu hótelinu í þessum flokki. Stjórn og þjónusta á Attica Palace er I góðu lagi. Munurinn á slíku hóteli og lúxushóteli er einkum sá, að hér þarftu dálítið að ganga eftir hlutunum. Þú biður púrtnerinn að hringja í ákveðið númer og panta borð. Hann réttir þér simann. Þú segir: „Æ, ég kann ekki að hringja.” Þá hringir hann fyrir þig. Og sendir þú föt í hreinsun, skaltu ekki búast við að fá þau aftur, nema ganga eftir því. Kostur við Attica Palace er. að i kjall- aranum undir hótelinu er stærsta minja- gripabúð Grikklands. Ennfremur er á jarðhæðinni merkilega ódýr kjóla„boutique”. Hitt hótelið í þessum flokki er ELECTRA PALACE við Nicodimou 18, sími 3241-401, 118 herbergi að stærð. Það er enn nýtískulegra og vel staðsett í skemmtanahverfinu Plaka. Þar skortir Akrópólisútsýniö úr her- bergjunum, en þú hefur það uppi á þaki. Þar uppi er lika sundlaug, svo að þú getur haft það eins og úti við ströndina og notið Akrópólisútsýnis að auki. Eftirminnilegt útsýni I B-flokki, þar sem tveggja manna herbergin kosta 9.000 krónur nóttina. tel ég aðeins ATHENS GATE koma til greina. Það er við Syngrou 10 og síminn er 9238-302. Hótelið er nágranni Royal Olympic og hefur annars vegar útsýni til Akrópólis og hins vegar til Seifsmusteris og Hadríanusarboga. Eg hef hér að framan lýst frábæru útsýni mínu beint úr rúminu á herbergi 514 upp á Parþenon og virkisveggi Akrópólis. Þetta útsýni stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Það eitt er sannarlega 9.000 króna virði á dag. Loftkælingin var nokkuð hávær. Og þjónustan var heldur síðri en á Attica Palace, enda hótelið i B-flokki. Meðal annars var púrtnerinn ófáanlegur til að panta borð á veitingahúsi fyrir mig. En starfsfólkið var einkar vingjarnlegt. Og stærð hótelsins er ekki þrúgandi. Það hefuraðeins 106 herbergi. 1 C-flokki, þar sem verðið er 5.500 krónur, kemur helst til greina HERMES við Apollonos 19, sími 3235-514. Þar líður þér ekki eins og á járnbrautarstöð, þvi herbergin eru aðeins 45. Þau eru vel stór og hafa öll þægindi hinna fínni hótela, svo sem bað og salerni, loft- kælingu og beinan síma, svo og svalir. Dularfull flokkun Annars er flokkun hótela i Aþenu Hadríansboginn ar framst á myndinni, an handan götunnar, efst til hœgri ar hótelið Athens Gate. Þvi miður eyðilagðist filman min með myndinni af útsýninu úr hótelrúminu upp á Akrópólis. mjög dularfull og sjálfri sér ósamkvæm. Ég vildi búa eina nótt á CAVO D’ORO i Turkolimano vegna nágrennis við veit ingahúsin við höfnina. Það hótel er i B- flokki. Umboðsmaðurinn vildi ekki láta mér þetta eftir, heldur setti okkur hjónin á HOMIRIDION í Pashalimano, einnig hótel í B-flokki. Sagðist hann miklu fremur mæla með þvi. Ég sá eftir því eins og oftar áður. þegar ég hef látið tilleiðast og tckið ntark á öðrum en sjálfum mér. Homiridion var eitt ömurlegasta hótel, sem ég hef gist, allt brotið og bramlað og illa viðgert á herberginu. Ég var sannarlega feginn, að nóttin var aðeins ein. Allt var þó tandurhreint á herberginu eins og á hverju einasta grisku hóteli, sem ég hefkynnst. Jónas Kristjánsson 1 nœstu Viku: Á grísku sykurfylleríi 39. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.