Vikan


Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 27.09.1979, Blaðsíða 25
tekur svo langan tíma. Kæfðu þennan sjúkdóm í fæðingunni, Della. Ég vil ekki þurfa að horfa upp á þig eyða dýr- mætum árum ævi þinnar í hann.” Á meðan hann sagði þetta barðist allt I mér við að viðurkenna að þetta gæti verið satt. Það sem ég hafði sagt honum hlaut að hljóma brjálæðislega en það var satt. ÉG VAR EKKI GEÐVEIK. Ég stóð þarna orðlaus af örvæntingu og frændi minn hélt áfram eftir stundar- korn: „Stundum er eins og sjúkdómurinn liggi I dvala, eins og tilfellið með Simon. 1 mánuði, jafnvel ár, sjást þess engin merki að hann sé ekki heilbrigður. En látum ekki blekkjast, veikindin eru enn til staðar og geta hvenær sem er gert vart við sig á einn eða annan hátt. Við vonum aðeins að það komi hvorki niður á honum sjálfum né öðrum. Stundum hugsa ég um hvort ég sýni of mikið kæruleysi með því að leyfa honum að ganga lausum. Ég get ekki hugsað mér að láta loka hann inni. Ég verð að tre; sta því að Manning gæti hans vel. Stundum efast ég um að hann sé með réttu ráði sjálfur, því að I öll þau ár sem hann hefur starfað hjá mér, hefur hann ekki lært að tjá sig á neinn hátt. Ég er hræddur um að hann sé aðeins vöðva- stælt dýr. En hann þjónar sínum tilgangi.” Orðin runnu af vörum minum. „Hvernig geturðu verið viss um að Simoni sé ekki batnað, ef hann hefur ekki sýnt nein sjúkleikamerki i langan tíma? Hvers vegna heldurðu að hann geti ekki orðið frískur? Hann er svo blíð- lyndur, ég trúi því ekki að þú getir haft rétt fyrir þér hvað hann varðar.” Erændi minn kinkaði hægt kolli. „Já, það hlýtur að vera erfitt fyrir þig að skilja þetta. En kannski hefurðu tekið eftir því að hann á oft erfitt með að muna einföldustu hluti, hann eins og hverfur inn í sjálfan sig.” Ég varð að viðurkenna að ég hefði orðið vör við þetta. „Þetta virðast ekki vera sterk ein- kenni út af fyrir sig. En ef þú hefðir séð hann sem barn, aðeins hæfan til að fara á hæli, myndirðu skilja að þetta eru merki þess að sjúkdómurinn er enn til staðar.” Ég gróf andlit mitt í höndum mér. „Ef það sem þú segir er satt og ég sýni líka merki geðtruflana vil ég heldur deyja. Ég get ekki lifað með hugar- fóstrum sem ég áliti raunveruleg.” Ég fann að hann tók um axlir mínar. „Elsku barnið mitt. Ég vona að við höf- um uppgötvað þetta I tíma. Laudanumtöflurnar munu sjá til þess að þú fáir góðan svefn og svefninn er besta meðalið. Treystu mér, við munum berjast saman við sjúkdóminn — og vinna.” Síðan fór hann og ég sat ein eftir. Ef ég aðeins hefði getað sagt honum frá miðilsfundinum þá hefði hann skilið að sannleikskorn leyndist í því sem ég sagði honum og að afturganga ráfaði um húsið að nóttu til. En það gat ég ekki, því að með því myndi ég stofna atvinnu þjónustufólksins, sem hafði verið við- statt, í hættu. Þau höfðu leyft mér að vera með vegna þess að þau höfðu sam- úð með mér og ég gat ekki svikið þau. En ég óskaði þess heitt að ég gæti sagt honum frá þessu, þá hefði sjúkdóms- greiningin eflaust orðið hagstæðari. Strax eftir hádegi komu vagnarnir með leikflokknum og hlátur og raddir bergmáluðu í göngunum og stofunni. Ég fór þangað til að forvitnast og sá að allir voru önnum kafnir. Menn stóðu með hamra uppi I stigum og aðrir flýttu sér bók í blaðformi fæstá næsta blaðsölustað Stórglæsileg heimilistæki FRÁ STÆRSTA HEIMILISTÆKJAFRAMLEIÐANDA NOREGS PA-460 Ný, glæsileg eldavél með sambyggð- um guf ugleypi. Fullkomin klukka er getur stjórnað allri vélinni Glæsilegir takkar með Ijósmerkjum Barnaöryggi á hurð. Sterkt handfang. Sjálfhreinsandi grillofn og opin hitöld (element) Rafdrifið grill Auka bakarofn Nýir glæsilegir litir: Karry-gulur, Avocato-grænn, Inka-rauður, hvít- ur það nýjasta, svartur. Verð í lit með gufugleypi frá Kr. 184.600.-. HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞÉR ALLT í ELDHÚSIÐ: Eldavélar — Gufugleypa — Kæliskápa — Uppþvottavélar 3«------------------------------------------ Heimili____________________________________ Simi EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10A - SlMI 16995 SeD' ** 39. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.