Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 12
Það var eins og hún endurlifði sömu martröðina. Snjórinn sem lá eins og hvít blæja yfir glugganum í veitingasal flug- vallarins. Þægileg rödd i hátalara sem tilkynnti seinkun á flugi. Fornebuflug- völlur var lokaður. Klukkan var farin að ganga tiu. Margrét flýtti sér út. Henni fannst hún hverfa eitt ár aftur í timann. Ljósin frá flugvellinum sendu daufa birtu út i hríðina. Áætlunarvagn beið eftir þvi að aka farþegum til Sands. Einhvers staðar hvein i þokulúðri. Fyrir ári siðan hafði hún millilent hérna á leið til Amsterdam. Nú var hún á leið frá Amsterdam. I fyrra skiptið var hún að taka við starfi sem loftskeyta- maður, nú var hún á leið heim í frí. Það fór um hana hrollur. Hún var hrædd. Hún bjóst hálfvegis við að heyra rödd i hátalaranum tilkynna frekari seinkun á flugi til Ósló. — Farþegar eru beðnir um að hafa samband við flugafgreiðsluna. Áætlunarvagn fer til Sands... Röddin i hátalaranum greip fram i fyrir hugsunum hennar. Sagði sömu orðin ... Maður gekk á móti henni í hriðinni. Snjórinn lá eins og fingerð korn á sól- brúnni húðinni. Hann strauk sér yfir hárið með hönd sem var stirð af kulda. Á því andartaki langaði hana helst að flýja — henni var sama hvert. Maðurinn, sem sagðist heita Arnt Haugen, hafði setið við hlið hennar i flugvélinni frá Amsterdam. Annað hvort var hann eitthvað skritinn eða þá jafnhrædduroghún. Hann hafði talað allan timann um einhverja frænku — og Sand. Um eitthvað sem hann kallaði Jötunland — eins og barn sem þráir að komast heim. Hún fór aftur inn i biðsalinn. Ég vil miklu heldur eyða nóttinni hér, hugsaði hún. Hún minntist samræðu þeirra. Henni fannst sem henni væri beint að sér á ein- hvern undarlegan hátt. — Má bjóða þér drykk, hafði hann spurt eftir að vélin var komin á loft. Hún vissi ekki af hverju hún hafði beðið unt séniver. Annars drakk hún það aldrei. Það var notað sem lyf á bernskuheimili hennar. Fyrir þá sem komu kaldir heim af sjónum eða við kvefi. Það var drukkið i sjóðandi vatni.. Hann hafði talað um það sama. Sagði henni frá frænku sinni sem átti alltaf flösku af séniver til lyfjanotkunar. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði hún bara tekið þessu sem stikkorði. Hún hafði sagt honum frá æsku sinni á lítilli eyju og um drauminn um að komast á sjóinn. Hann hafði sagt henni sinn draum. Hún óskaði þess heitt að hann hefði látið það vera. Hin þægilega rödd í hátalaranum tilkynnti að farþegar ættu að gista á Sandi. Nei, þá vildi hún heldur gista i biðsalnum. Lykillinn sem hún fékk í gestamóttökunni var að því herbergi sem hún hafði gist í árið áður. En þar sem áður höfðu verið dyr var nú sléttur veggur með rósóttu veggfóðri. Samt var eins og hún upplifði allt á nýjan leik .... Þarna var hann. Hann stóð í dyrunum. Eins og hann væri að leita að einhverju. Hú.n gekk að blaðasölunni en hún var lokuð. Hún óskaði þess að hún ætti dálítið af séniver því að hún skalf skyndilega eins og lauf í vindi. — Frænka var vön að nota tvo liters brúsa af séniver til að hita upp rúmið, hafði hann sagt. — Það var hræðilega kalt í húsinu i roki. Svefnherbergið var eins og ísklefi. En þessar tvær flöskur hituðu rúmið svo undarlega vel... Henni fannst furðulegt að maður sem var búinn að vera lengi i burtu að heiman skyldi helst ekki vilja tala um neitt annað en einhverja gamla frænku. Og hann bar það með sér að hafa dvalist lengi á suðlægari slóðum. Hún hafði verið svo glöð og hamingjusöm á flu^ettnum í Amster- Pabbi er sjómaður og er lítið heima. Þess vegna tók frænka mig að sér... Flugvélin bjó sig undir lendingu á Sandi. Hann fitlaði við öryggisbeltið. Það var eins og hann ætti erfitt um mál. — Hún ætlaði að fara að gifta sig þegar hún dó, sagði hann svo. — Æsku- vini sínum. Þér finnst það kannski skrítið að gamalt fólk skuli geta orðið ástfangið. En þegar hann kom heim og fór á eftirlaun eftir að hafa verið skip- stjóri... Til allrar hamingju lenti vélin á þessu andartaki. Hún hrökk við er hún heyrði nafnið sitt nefnt í hátalaranum. — Margrét Fjell er vinsamlega beðin að hafa samband við flugafgreiðsluna. Skammt frá stóð þessi undarlegi mað- ur og talaði hljóðlega við annan farþega. Nafnið hennar var endurtekið í hátal- Seint fyrnast fomar ástir dam. Keypt gjafir og séð fyrir sér húsið heima. En þessi skrítni samferðamaður hennar hafði spillt þvi öllu ... — Ég þarf að selja hús, hafði hann sagt. — Það verður víst ekkert erfitt að finna kaupanda. Ég erfði það eftir frænku mína ... ' Þáhlautfrænkanaðveradáin, hafði hún hugsað. Hún reyndi að hlusta af athygli og skjóta inn viðeigandi orðum. Það var erfitt, hún var eitthvað svo hrædd... — Það stendur við svokallaðan Jötunás, hélt hann áfram. — Þó er þetta varla annað en smágata meðfram ströndinni. Að baki rís heiðin sem er óvenjulega brött og há. Ofar á heiðinni stendur Jötunsteinn. Hjátrúin heldur því fram að þegar að hafið gleypti hluta af þessu svæði fyrir 300 árum siðan hafi reiður jötunn kastað steininum þangað. Hann hló og virtist ekkert svo undar- legur lengur. — Við frænka gengum oft upp að steininum i vcmdu veðri. Þar var alltaf skjól. Svo stóðum við þar og horfðum á hafið . . . Mamma dó þegar ég var lítill. eftir Vigdis Stokkelien % aranum. Nú gætti óþolinmæði i röddinni sem jafnframt tilkynnti brottför áætlunarvagnsins til Sands. Henni fannst hún allt í einu hlægileg. Að standa þarna skjálfandi af hræðslu bara af því að hún hafði áður upplifað martröð á Sandi. Hún gekk að afgreiðsluborðinu og brosti blíðlega til Arnts Haugen. Hann brosti á móti. Það var eins og honum létti. Maðurinn við afgreiðsluna sagði henni að enn yrði seinkun á flugi og áætlunarvagn biði nú eftir því að aka farþegum til Sands. Hann var dálítið óþolinmóður. Hann kvað hótelið indælt og flugfélagið ætlaði að bjóða farþegum kvöldmat. Arnt Haugen tók við litlu ferða- töskunni hennar og þau gengu saman út i hríðina. Hún sat með lokuð augu í áætlunar- vagninum og Arnt Haugen var lika orðinn undarlega þögull. Hún opnaði ekki augun fyrr en þau óku í gegnum Sand. Það hvein i vindinum. Hafið ólmaðist og sendi bylgjur sinar alveg upp að veginum. — Jötunland, sagði Arnt Haugen lágt. Svo að þetta var þá Jötunland, gatan sem Amt Haugen þekkti frá bernsku. Á hótelskiltinu var mynd af konu: Hótel Ólínu Lund, stóð skrifað á þaö. Það sveiflaðist til í rokinu. Það fór hrollur um Margréti. Vagninn nam staðar. Arnt Haugen sagði eitthvað sem hljómaði líkt og sjáumst seinna. Hann þrýsti hönd hennar og flýtti sér svo að nálægu húsi. Það var allt upplýst eins og íbúarnir hefðu komið fyrir lampa i hverjum glugga. Það var aftur á móti dimmt i hótelinu og það bar með sér einhvern leyndar- dómsfullan blæ. Eins og í fyrra, hugsaði hún. Henni fannst konan i gestamót- lzVikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.