Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 21
Takið síðan af hitanum og bætið við 3 msk. af smjöri. Fillo-þynna er sett í botn á smurðri ofnskúffu og þess gætt, að brúnir deigsins nái upp fyrir skúffubrúnirnar. Þynnan er smurð og önnur þynna lögð ofan á og þannig áfram, uns þrjár smurðar fillo-þynnur eru komnar í botninn. Eggjablöndunni er svo hellt ofan á þynnurnar í ofnskúffunni. Brúnir neðstu fillo-þynnunnar eru beygðar yfir á fyllinguna. Síðan eru tíu fillo-þynnur breiddar ofan á fyllinguna, allar smurðar að ofan. Þessi mikla kaka er svo skorin í 4-5 sm tígla, úðuð vatni og bökuð við vægan ofnhita í 45 mínútur. Að þvi búnu er búið til sýróp með þvi að hita sykur, vatn og sítrónusafa í 10 minútur. Sírópinu er hellt á kökuna og hún látin kólna fyrir notkun, ... eöa Baklava Baklava er önnur mjög fræg grísk kaka, búin til á svipaðan hátt: 1/2 kgfillo 1,5 bolli bráðiðsmjör 1/2 kg fínt saxaðar möndlur eða hnetur 1/2 bolli brauðmylsna 1 /4 bolli sykur 1 tsk. kanill 1/2 tsk. graslaukur 4 bollar sykur Þatta aru Burek-þríhymingar, 2 bollar vatn safi úr 1 sítrónu Setjið fillo-lög í ofnskúffu eins og þegar Galaktobureko er búið til (sjá hér að framan), en hafið lögin að þessu sinni sex. Blandið saman möndlum (hnetum), brauðmylsnu, sykri, kanil og graslauk. Smyrjið helmingnum af þessu ofan á efsta fillo-lagið. Setjið þar ofan á tvær smurðar fillo-þynnur og þar ofan á afganginn af fyllingunni. Efst setjið þið svo sex lög af fillo. Eins og venjulega er þessi kaka skoiii'. í 4-5 sm tígla, úðuð með vatni og bökuð við vægan hita, að þessu sinni i eina klukkustund eða uns kakan verður gullin að lit. Á sama hátt og áður er soðið síróp úr sykri, vatni og sítrónusafa í 10 minútur og hellt á bakaða kökuna, sem síðan er látin kólna fyrir notkun. Otal önnur tilbrigði af „fillo” Galaktobureko og Baklava eru bara frægustu dæmin um ótal tilbrigði við sama stefið, tíglaskorna fillo-köku, bakaða í ofnskúffu. Önnur fræg dæmi eru Spanakopita, þar sem fyllingin er úr soðnu spínati, og Tiropita, þar sem fyllingin er úrosti. t Spanakopita og Tiropita er venjulegt að hafa sex fillo-lög undir fyllingunni og sex lög ofan á henni. Og baksturinn tekur heldur skemmri tíma eða um 40 minútur. Þegar spínat er notað i Nokkrar tegumfir af griskum kflkum. Oalaktoburako er efat H hngri. Hvitu kúlumar efst ð miflri mynd em sykurhúðaðar Kúrambiðes. Þar fyrir neðan em tvœr Kúpes, nokkrar Melomakarona og neðst hvitar Amigðalota. Til vinstri em Ðiples. fyllingu, er algengt að hafa hana tvö- falda, spinat að neðan og ost að ofan. Burek er allt önnur útgáfa fillo-deigs. Þegar Burek er búið til, er útflatt fillo- deigið skorið i 5 sm ferninga. Á hvern ferning er sett ein matskeið af spinat- mauki eða osti. Deiginu er síðan lokað í þríhyrning utan um fyllinguna. Lostætið er siðan djúpsteikt í nægri, heitri olifu- olíu. Burek má gera með ýmsum fylling- um. Einnig má víkja frá þríhyrningnum. Þá er útflatt fillo-deigið skorið í renninga, sem er rúllað upp eins og pönnukökum utan um fyllinguna. Þessar pönnukökur eru svo djúpsteiktar eins og önnur afbrigði af Burek. Burek-fyllingarnar eru stundum hafðar sætar á sama hátt og fyllingarnar i Galaktobureko og Baklava. Þær eru í annan tíma matarlegri eins og fylling- arnar i Spanakopita og Tiropita, t.d. margvíslegar útgáfur af kjöthakki, blönduðu grænmeti. Gaman væri að segja frá fleiri sætindum Grikkja, en þetta er nú einu sinni ekki matreiðslubók, heldur timaritsgrein, svo hér verður látið staðar numið. Jónas Kristjánsson 1 næstu Viku: Ellefu grískir þjóðarréttir. 40. tbl. Vikan XX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.