Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 22
Framhaldssaga eftir Rhonu Uren 10. hluti levndardómar aamla klaustursins Þýð: Steinunn Helgadóttir „Stundum finnst mér líka að eitthvað undarlegt sé að gerast á næturnar, Viola frænka, en frændi minn hefur sannfært mig um að það séu aðeins draumar og hann hefur látið mig taka inn laudanum." Hver gæti hafa gert þetta? Hafði mjólkin verið ætluð mér eða einhverjum öðrunt? Hún gat ekki hafa verið ætluð ntér, nærvera mín hér gat ekki skipt neinn máli, nema kannski frú Hodges. En hún myndi varla ganga svona langt til að koma mér héðan? Verið gat að Manning eða Denning hjúkrunarkona hefðu einnig verið inni í eldhúsinu til að sækja mjólk. Gátu þau haft ástæðu til þess? Ég gat ekki hugsað mér neina Frú Buller-Hunter? Nei. Þó að ég væri ekki sérlega hænd að henni, áleit ég að hún myndi ekki gera neitt sem væri rangt. Hvaða gróða hafði hún svo sem af því að ég veiktist eða dæi? Ég gat ekki fund- ið neina ástæðu aðra en mannleg mis- tök. Mjólkin hafði sennilega verið ætluð Violu frænku og lögð á bakkann minn vegna mistaka. Hún var orðin vön stærri skömmtum af laudanum og kannski vildi hún fremur taka þær inn blandaðar i mjólk. Ég var næstum búin að sætta mig við þessa skýringu þegar mér varð litið á pilluglasið. Sextándi kafli Þungur svefn minn, ótti og óöryggið, sem fólst i þvi að vita að einhver í húsinu sóttist eftir lifi minu, gerðu litið til að bæta matarlyst mina þeitnan morgun. Frændi minn virtist undrandi þegar hann sá hvernig ég leit út. „Della min, þú ert hræðilega þreytu- leg. Var skipunum mínum ekki hlýtt og þér færð laudanumtafla?" Rödd hans var svo ákveðin og hann leit svo reiði- lega út að ég flýtti mér að svara: „Ö jú frændi, þakka þér fyrir. F.g svaf einmitt mjögfast." Eg gat ómögulega fengið ntig til að segja honum aðeg hefði spýtt út úr mér töflunni og fleygt mjólkinni sem ég var viss um að hafði verið baneitruð. Þvi síður gat ég sagt honum frá pilluglasinu því að eftir siðustu samræður okkar ótt- dðist ég að hann áliti mig gjörsamlega hafa misst vitið. Augu lians grandskoðuðu mig spyrj- andi.eins og væru aðathuga liðan mina. og ég fann aðég roðnaði. „Gerðirðu það? Þú litur alla vega ekki út fyrir að hafa sofið vel og ég hef ntiklar áhyggjur af þér. Reyndu nú að borða meira, annars verðurðu veik, hvernig ætti ég að afsaka það við vesa- lings syrgjandi foreldra þina?" Mamma og pabbi voru nú ein hvers staðar undan ströndum Suður- Afríku og í fyrsta skipti óskaði ég þess af öllu hjarta aðég væri þar líka. Ef aðeins ég hefði aldrei yfirgefið Cornwall og Jenny ntina; aldrei komið til Cunning- hamklaustursins; aldrei kynnst þessari undarlegu rökkurveröld sem Viola frænka lifði i; aldrei hitt hina röggsömu frú Buller-Hunter né hinn ógnvekjandi Manning. Aldrei hitt Simon og elskað hann á þennan vonlausa hátt? Nei, ég gat ekki óskað þess! Frændi minn lagði eitthvaðaf fleski á diskinn minn og ég fiktaði lystarlaus við það. Hann talaði bliðlega við mig. „Ég held að þú þjáist af eftirköstum vegna þeirrar sorgar sem þú hefur orðið fyrir við missi systur þinnar. Ég held að ég ætti að kalla í lækni til að rannsaka þig." „Nei, frændi, nei,” mótmælti ég. þvi að ég óttaðist að skýring hans á sjúk- dómseinkennutn minutn kynnu að hafa áhrif á afstöðu læknisins lil geðheilsu minnar. Hann brosti stríðnislega. „Svona. Della min. læknar bita ekki. þeir bæta! En nú vill svo til að ég þarf að skreppa i viðskiptaerindum til London í nokkra daga, viðskulum sjá til hvernig þú hefur það þegar ég kem heim aftur. Kannski ertu of mikið inni. Ég hafði vonast til að geta hafl fleiri skemmtanir hér fyrir þig en aðstæðurnar gera það ógjörlegt, því miður.” „En elsku besti frændi, ég er þér ósegj- anlega [rakklát fyrir allt sent þú hefur gert. Ég viðurkenni að ég syrgi enn en aðeins tfminn getur læknað það." Þjónninn kom inn með morguripóst- inn. Frændi minn leit sem snöggvast á bréfin en liélt áfram að tala við mig. „Það er satt, vina mín. Engu að siður er ég viss um að útivera myndi gera þér gott. Þú geturekki hafa náðaðsjá mikið af býlinu og ég mun gefa frú Buller- Hunter fyrirmæli um að fara með þig í gönguferðir. Hér urn slóðir eru mörg smávötn og lækir og í vesturjaðri skógar- ins er staður sem er frægur fyrir útsýni sitt." Hann gekk að glugganunt og starði út yfir glæsta garðana. stoltur á svip. Siðan sneri hann aflur að mér eins og honum hefði allt í einu dottið eitthvað I hug. „Þú hefur auðvitað komið upp i klukkuturninn?” Ég hristi höfuðið. „Nei, ég vissi ekki að það væri hægt.” Hann kom til mín fullur áhuga. „Ég virðist ekki hafa staðið mig nógu vel sem gestgjafi. Útsýnið þaðan er það stórfeng- legasta sem ég hef nokkurn tíma séð. Frá turninum geturðu séð alla leið til Canterburydómkirkjunnar. Um tima var ekki hægt að komast upp í turninn vegna þess að hann var ekki álitinn nægjanlega traustur; nú er búið að gera við svalirnar og handriðið svo að þið ættuð að geta gengið hringinn i kringum hann. Ég verð að gefa frú Buller Hunter fyrirmæli um það.” Hann kleip mig vingjarnlega i kinn- ina. „Vertu nú mikið undir berum himni. Ég vil sjá roða i vöngum þínum þegar ég kem aftur heim, annars verðég aðfá lækni fyrir þig." Stuttu eftir morgunverð pantaði James frændi vagninn og hélt til Lond- on. Dagurinn var heiður og svalur, við lá að frost væri í lofti þrátt fyrir sólskinið og bláan himininn. Frændi var hlýlega klæddur í ullarfrakka, með uppbrettan kragann. Þegar hann kvaddi mig kyssti hann mig á kinnina, ég vissi að ég myndi sakna hans óskaplega næstu dagana þvi mér þótti orðið svo vænt um hann. „Hvenær kemurðu aftur, frændi?” spurði ég og óskaði þess að ég gæti farið meðhonum. „Ég er ekki alveg viss, Della. Ég von- ast til að geta gert einhverjar ráðstafanir fyrir hr. Mowbray og jafnvel frú Buller- Hunter ef ég get. Þú getur verið viss um að ég sný aftur eins fljótt og mögulegt er, hjarta mitt er hér að Cunningham- klaustri, sérstaklega þegar þú ert hér. vina mín." „0, frændi, ég mun sakna þin," sagði ég og neri kinninni við ermi hans. Hann strauk hár mitt. „Elsku, litla frænka mín,” sagði hann blíðlega. „Þvílika ánægju hefurðu ekki fært mér.” Hjarta mitt fylltist af ást til hans. Aldrei hafði neinn sýnt mér slíka ástúð nema Jenny, ástúð sem ég þarfnaðist svo mjög. Hann fór inn i vagninn. iyfti hattin- um og ég sá hann aka í burtu. Ég stóð kyrr þar til hófatökin voru þögnuð. Ég var einmitt á leið inn þegar ég sá Simon koma gangandi i áttina til min. Þegar hann kom auga á mig gekk hann rakleiðis til mín og eins og alltaf, þegar U Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.