Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 26
Levndardómor aamlo klaustursins „Það er óþarfi að kalla á þjónustu- stúlkuna, þú getur sótt mjólkina sjálf nú þegar frænka min er hjá mér.” Ég undr- aQist ákveðni hennar. Vesalings hjúkrunarkonan leit óörugg 4 okkur til skiptis eins og hún væri jafn-1 hrædd við að hlýða eins og að óhlýðnast. En eftir augnabliks hik gerði hún eins og henni var sagt. Viola frænka þagði fyrst eftir að hún var farin, augljóst var að hún vildi ekki að ég hæfi samræður því að hún virtist vera að hugsa um eitthvað. Að lokum sagði hún: „Sástu frænda þinn fara i morgun?” „Já, það gerði ég. Ég kvaddi hann þegar vagninn kom aðsækja hann,”full- vissaði ég hana. „Gott,” hún kinkaði ánægð kolli. „Er konan sem á að kenna þér enn hér í hús- inu?” „Já, frænka. Hún kom aftur nú fyrir nokkrum dögum síðan. Hún var í Bath hjá systur sinni sem var veik.” „Hvar er hún núna?” Ég viðurkenndi að ég vissi það ekki. „En hún er sennilega annaðhvort inni i herberginu sinu eða að tala við Clive,” sagði ég. „Sagðirðu henni frá því að þú ætlaðir í heimsókn til mín?” „Nei, ég ... ég kom um leið o é<> fékk boðin frá þér,” svaraði ég, undrandi á þessum spurningum. Hún hélt fast i lakið sitt. „Það er nokkuð sem mig langar til að segja þér, Della. Guð einn veit hvort það er rétt hjá mér, ég er oft svo rugluð í augnablik- inu og á í erfiðleikum með að vita hvað er sannleikur og hvað er draumur. Mig dreymir, nei, ég fæ martraðir sem eru svo raunverulegar að þegar ég vakna veit ég ekki hvort þetta hefur gerst eða ekki.” Óttinn læddist aftur að mér, voru þetta ekki einmitt sjúkdómseinkennin sem frændi minn hafði séð hjá mér? Þjáðumst við báðar af sama sjúkdómn- um? „Frændi hefur sagt að laudanum geti hjálpað. Hafa þær ekki hjálpað þér?” spurði ég. „Laudanum? Það getur verið. Það er lyf sem deyfir skilningarvitin, stundum verð ég svo meðvitundarlítil af þeim að ég gæti eins verið dauð. En stundum, eins og t.d. núna, gabba ég hjúkrunar- konuna og tek ekki töflurnar inn. Þá er ég betur vakandi og tek eftir því sem fram fer í kringum mig. Síðan fæ ég að borga fyrir þessa óþægð mína með mar- tröðunum. En þú, sem ert aðeins barn að aldri, hvað veist þú um laudanum?” Þó að mig langaði til að eignast ein- hvern trúnaðarmann valdi ég ekki Violu frænku því að hún var sjálf svo veik. „Stundum finnst mér lika að eitthvað undarlegt sé að gerast á næturnar, Viola frænka, en frændi minn hefur sannfært mig um að það séu aðeins draumar og hann hefur látið mig taka inn laudan- um.” Allt í einu tók hún fast utan um hend- ur mínar og grandskoðaði andlit mitt með hitagljáandi augum. „Della, ég verð að segja þér þetta. Þú mátt ekki halda að ég sé ...” Allt í einu var bankað á dyrnar og frú Buller-Hunter kom inn strax á eftir. „Má ég koma inn?” hún var í glæsi- legum bláum silkikjól, eins og nýklippt út úr tískublaði. Hún brosti breitt til Violu frænku. Síðan var sem hún sæi allt í einu að hjúkrunarkonan væri ekki viðstödd, brosið hvarf en í stað þess kom ýktur undrunarsvipur á fallegt andlit hennar. „Della,” sagði hún ásakandi. „Hefur frændi þinn gefið þér leyfi til að koma hingað í heimsókn?” „Nei, frú Buller-Hunter. Ég ... ég Ég leit til frænku minnar og beið eftir að hún viðurkenndi að hún hefði beðið mig að hitta sig. En hún þagði. „Já?” sagði frú Buller-Hunter skip- andi. „Mig langaði til að tala við frænku mína. Þar sem frændi minn var að heim- an gat ég ekki beðið hann leyfis,” svaraði ég þvingað. Þá kom Denning hjúkrunarkona inn, hún leit órólega á okkur til skiptis og ég 26 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.