Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 44
Kate gat ekki truflað hann meðan hann var með gesti. Hvað gat hann líka sagt henni sem hún vissi ekki sjálf? Hún varð að hafa samband við lögregluna. En hún yrði að gefa skýringu. Ef hún segði að hún hefði verið á leið til vinkonu sinnar myndu þeir spyrja hverr- ar og síðan vilja vita hvers vegna hún færi þessa leið þar sem hún væri ekki leiðin til Chodbury St. Mary. Þeir myndu kannski athuga það og Betty myndi ekki vilja Ijúga að lögreglunni. Það vildi Kate ekki heldur. Lögreglan myndi sennilega komast að því að hún hefði notað falskt nafn og eftir því sem hún vissi best þá var það glæpur í sjálfu sér. Hvernig sem færi þá yrði leyndar- mál hennar dregið fram í dagsljósið, hún yrði að athlægi og tilveru frú Havant yrði að Ijúka. En það sem verra var, Cynthia kæmist að því. Hún vissi að Richard gisti á Svarta svaninum því hann skildi aldrei eftir rangan dvalarstað ef svo færi að nauðsynlega þyrfti að ná I hann. Hún myndi velta því fyrir sér hvers vegna hann hefði ekki minnst á það að Kate væri þar í gervi ekkju. Cynthia myndi aldrei renna grun í sann- leikann — Kate gerði sér engar grillur um lélegt álit Cynthiu á sér — en þögn hans væri grunsamleg. Hvað myndi hún gera ef upp kæmist um samband þeirra? Og hvað um frama Richards? Allt of mikið var í húfi. Hún varð að þegja. Þegar allt kom til alls, eins og hún var þegar búin að telja sér trú um, gat í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR, HAMBORGARA, PYLSUR, PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI. Lítiö inn í ísbúðina að Laugalæk 6, og fáið ykkur kaffi og hressingu, takið félagana með. --------“-----------1 frá kl. 9-23.30 I Allir þ< hk/a ismr n Rjómaísgerðinni LAUGALÆK 6 SÍMI 34555 jarphærði maöurinn ekki hafa myrt Söndru King. Þau hlutu að hafa skilið fljótlega eftir að Kate fór frá þeim — tuttugu mínútur hið mesta — og hann leit ekki út fyrir að vera morðingi. En hvernig leit morðingi út? Kate steig aftur upp i bifreið sína og ók heim. Hún ók Minibílnum inn í bíl- skúrinn og gekk inn í húsið. Þegar hún opnaði bakdyrnar heyrði hún simann hringja. í flýtinum við að svara fleygði hún lyklinum ásamt bíllyklunum á eld- húsborðið og skildi dyrnar eftir ólæstar. 9. KAFLI. Þegar Gary var búinn að greiða reikn- ing sinn á Svarta svaninum fór hann upp I herbergi sitt og bældi rúmið svo að það liti út fyrir að sofið hefði verið í þvi. Hann skildi lyklana eftir á náttborðinu. Síðan fór hann út i bílinn sinn og ók hljóðlega í burtu því hann vildi ekki að eftir honum yrði tekið. Tvær bjórkollur i Chodbury St. Mary og nú önnur á hótelinu, var allt sem hann hafði neytt síðan snemma um morguninn og honum fannst hann vera orðinn nokkuð ringlaður. Hann ætlaði að stansa á grillstað á leiðinni til Ferr- ingham og eta i bílnum. Hann varð að finna heimili þessa hr. R. Stearne þó hann vissi ekki enn hvernig hann ætti að finna frú Havant. Þar gæti hann fundið heimilisfang einhvers staðar eða bréf frá henni. Honum datt alla vega ekki nein önnur leið í hug til þess að finna frú Havant og nú þegar honum hafði einu sinni tekist að brjótast inn fannst Gary að honum hlyti að takast það aftur. Hann ók inn í Ferringham þegar klukkan var fimmtán minútur yfir níu. Hann hafði hvergi séðgrillstaðá leiðinni og var orðinn glorhungraður. Hann ók hægt i gegnum bæinn, einhver lúgu- staður gæti verið opinn. Hann vildi ekki fara á veitingahús eða kaffihús til að ekki yrðu borin kennsl á hann eftir á ef hann lenti í vandræðum. Sama hvöt 44 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.