Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 45
gerði hann tregan til að spyrja til vegar. Ferringham var of lítill bær til þess að Gary hefði kort af honum í kortasafni sínu. Tilhugsunin um að R. Stearne hefði, eins og frú Havant, gefið upp rangt heimilisfang kom nú í fyrsta sinn upp i huga hans og fyllti hann skelfingu. Hann hafði ekið aðalgötuna á enda. Hún var svipuð útlits og í flestum bæj- um þar sem gömlum byggingum hafði verið gefin ný framhlið eða þær rifnar niður til að rýma fyrir nýjum. Þarna voru hinar vanalegu kjörbúðir og stór- verzlanir með litlum verzlunum inn á milli. Það var litil umferð, nokkrir piltar á vélhjólum óku fram hjá Gary og hann sá hóp unglinga sem safnast höfðu saman fyrir utan krá. Verslununum fór fækkandi þegar hann nálgaðist hverfi lít- iila og gamalla húsa. Hann kom auga á símaklefa og stansaði. Hann ætlaði að fletta upp á R. Stearne. Það var hroðalegur óþefur í simaklef- anum og flestar rúðurnar voru brotnar. Gary fitjaði upp á nefið, fór að fletta krumpuðum blaðsíðunum og lýsti með vasaljósinu sinu á fölnaðan pappírinn. Það voru aðeins tveir sem hétu Stearne. Stearne, dr. R.W., Windsor Road 53, las hann. Læknir! Það kom á óvart. Kann- skebjó frú Havant einnig i Ferringham. Hann leit i dálkinn undir H en fann engan með því nafni. Verið gat að hún ynni á sjúkrahúsinu, læknar voru yfir- leitt önnum kafnir og höfðu ekki mikinn tíma til þess að eltast við pils. Það hlaut að vera sjúkrahús hérna, í þetta stórum bæ, hugsaði Gary og fletti því upp. Kannski bjó dr. Stearne nálægt því, hann gæti þá spurst fyrir um hvar sjúkrahúsið væri án þess að vekja grun- semdir. Ef hann spyrði um Windsor Road og skildi svo eftir merki um inn- brotið væri hann í hættu. En sjúkra- húsið var í Victoria Street, það var engin vísbending. Gary ók áfram og þegar hann kom að umferðarljósum sneri hann til. vinstri þvi sá vegur myndi liggja út úr bænum. Hann var nú staddur í hverfi þar sem húsin voru stór og staðsett með nokkru millibili dálítinn spöl frá götunni bak við limgerði eða grindverk. Nöfn eins og Furulundur, Lundur og Mörk voru rit- uð á hliðin. Þykk gluggatjöld voru fyrir gluggunum svo aðeins einstaka ljósgeisli slapp út á milli. Þarna bjó vel stætt fólk; Gary hafði mikla reynslu í að dæma um slíkt vegna starfs síns. Það var líklegt að læknir byggi i þessu hverfi. Hann stansaði við næstu beygju og las nafnið á götunni: Castle Street. Gary datt ekki í hug að Windsor, Victoria og Castle voru samtengdar og að skipulags- yfirvöld létu þær mynda eitt hverfi. Hann fann Windsor Road fyrir slysni þar sem hann ók upp og niður og las á götuheitin við hverja beygju. Það var töluvert af bifreiðum fyrir utan hús dr. R. Stearne þegar hann kom þar að og öll Ijós virtust vera kveikt. Hann ók hægt fram hjá og las á kopar- plötuna á hliðinu. Hann ók götuna á enda, sneri þar við og ók aftur fram hjá húsinu. Siðan lagði hann bílnum sínum fyrir aftan bilinn sem fjærst var. Hann var ennþá mjög svangur. Hann varð að gera sér skynsamlega áætlun, t.d. að fara inn á neðri hæðina og leita vel á skrif- stofunni ef nokkur væri. En núna þegar hann vissi hvar húsið var gat hann farið og fengið sér að borða en snúið aftur síðar þegar allir voru komnir í rúmið. Hann sat í bílnum sínum i góðri fjar- lægð frá ljósgeisla næsta götuvita þegar Kate ók að i Minibilnum sínum. Hann sá litla bílinn stansa hinum megin við götuna, hávaxin kona steig út, stóð á gangstéttinni og horfði á hús læknisins. Hún var með slétt ljósleitt hár og var í drapplitaðri regnkápu. Það tók Gary nokkurn tíma að komast að því að hann var að horfa á frú Havant. Kate stóð þarna nokkur augnablik, fórnardýr hans hafði óvænt komið upp í hendurnar á honum. Síðan steig hún aftur inn í bílinn og ók á braut. Gary setti bifreið sína í gang og ók á eftir henni í nokkurri fjarlægð, umferðin Labbakútarnír Og bókaskápurinn sem ég gerfli datt í sundur af því afl hann var ekki sterkbyggflur. eft-ir Bud Blake 40. tM. Vlkan 4f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.