Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 51
C.: Dreymdi yður nokkra einkennilega drauma eða vitranir áður en faðir yðar dó? E.: Ekkisvoégmuni. C.: Var faðir yðar vanur að bera á sér mikla peninga? E.: Ég vissi aldrei til þess. C.: Vissuð [rér áður en hann dó um vasann innan á skyrtunni sem hann var í þegar hann fór til Dubuque? E.: Nei. C.: Þvoðuð þér þessu skyrtu eða gerðuð þér við hana fyrir hann áður en hann fór til Dubuque? E.: Nei. Þetta var þykk ullarnærskyrta og vasinn var saumaður innan á brjóstið. C.: Viljið þér segja mér hvernig yður barst vitneskja um að peningarnir væru i þeim fötum sem faðir yðar var i þegar hann dó? E.: Þegar mér var sagt að faðir minn væri dáinn, varð mér allt í einu mjög illt og ég missti meðvitund- ina. Þá kom faðir minn til mín. Hann var í hvítri skyrtu, dökkum fötum og með morgunskó á fótunum. Þegar ég rankaði við mér, sagði ég Pat, að ég hefði séð föður minn. Ég spurði hann hvort hann hefði komið með fötin hans pabba. Hann svaraði því neitandi og spurði, hvers vegna ég spyrði að þvi. Ég sagði honum þá, að faðir minn hefði sagt mér, að hann hefði saumuð vasa innan á gráu skyrtuna sina. notað til bess pjötlu úr rauða kjólnum mínum og látið seðla bunka í þennan vasa. Ég fór að sofa og sá þá föður minn aftur. Þegar ég vaknaði, sagði ég við Pat, að hann yrði að sækja fötin. C.: Heyrðuð þér nokkurt samtal eða hávaða í húsinu meðan þér voruð í yfirliðinu? E.: Nei. C.: Sáuð þér líkama föður yðar eftir að hann var lagður i kistuna? E.: Nei. Ég sá hann aldrei eftir að hann lagði af stað til Dubuque. C.: Hafið þér hlotið nokkra menntun? E.: Nei. C.: Kunnið þér að lesa og skrifa? E.: Já, ég kann að lesa og skrifa, en ég var stutt I skóla. C.: Viljið þér skrifa upp það sem þér hafið sagt mér um þetta einkennilega atvik? E.: Hvers vegna ætti ég að gera það? Ég hef sagt yður allt. Hún var ófáanleg til þess að skrifa nokkuð upp eða undirskrifa skýrslu. Hún var mjög óróleg meðan á samtalinu stóð og virtist eiga mjög erfitt með að halda tilfinningum sínum í skefjum. Hún er rúmlega meðal- kona á stærð, af írskum ætturn, kaþólskrar trúar og eftir samtalinu að dæma er hún fremur lítið menntuð. Pat bróðir hennar staðfesti allt sem hún sagði mér. Hann er stilltur og traustur maður að sjá, og hann veit enga skýringu á þeim einkennilegu atburðum, sem hann hefur verið vitni að. Hann var viðstaddur, þegar Hoffman líkskoðari í Dubuque tók upp skyrtuna, sem rauði pjötluvasinn var saumaður innan á, með skökkum, löngum og klaufalegum sporum, líkast því, að sjóndapurt gamalmenni eða drenghnokki hefði gcrt það.Vasinn á þessari gömlu og skítugu skyrtu var um það bil 7 þumlunga djúpur, og í honum fundust þrjátíu og fimm dalir. Þegar skyrtan fannst með vasanum, eins og stúlkan hafði lýst eftir yfirliðið, og þegar peningarnir komu fram, eins og gamli maðurinn hafði sagt henni eftir að hann var dáinn, virtist Pat vera ruglaður af þessum Ieyndardómi. Hoffmann segir að stúlkan hafi lýst likklæðum föður sins hárrétt þegar hún rankaði við sér — skyrtunni, frakkanum eða sloppnum og silkimorgunskónum sem likið var fært í. Hún lýsti skónum afar nákvæmlega, en þeir voru af nýrri gerð, sem stúlkan hafði aldrei séð. Hún hafði ekki heldur séð lík föður síns og sá það aldrei eftir að það var kistulagt. Þótt hún hefði séð það. hefði hún ekki getað séð fætur þess „i fallegu. svörtu silkiskónum", eins og hún lýsti þeim." Amos Crum, prestur (sign) Eins og af þessu má sjá er hér um vandlega rannsakað mál að ræða, sem engin ástæða virðist til að rengja. Tvö atriði frásagnarinnar eru sérstaklega verð athygli. Um hið fyrra vissi enginn af heimilis- fólkinu (fötin sem likið var fært í), því búið var að loka kistunni, þegar hún var sótt. Hið síðara vissi enginn nema sá framliðni (vasinn á skyrtunni). Hér kemur því hugsanaflutningur eða fjarhrif ekki til greina. Þótt ýmislegt sé sífellt að gerast I sambandi milli lifandi manna og látinna, eins og sýnt hefur verið fram á í þessum þáttum, þá er þó fremur sjaldgæft að slíkt samband sé jafnskýrt og ómengað og i þessu dæmi, sem hér hefur verið lýst. Þeir sem kunnugir eru sálarrannsóknum og hafa fengið fregnir af viðhorfum manna fyrst eftir dauðann skilja þetta vitanlega fylli- lega. Maðurinn fellur skyndilega frá, án þess að ná sambandi við nokkurn sem hefði getað flutt ættingj- unum boð frá honum. Hann veit að ekkert þeirra hefur hugmynd um peningana í vasa hans. Hann reynir því strax að ná sambandi við dóttur sína, sem ef til vill hefur verið sálrænust þeirra systkina, og koma henni í skilning um að peningarnir séu í skyrtu- vasanum. En áhrifin á þessa óreyndu manneskju verða svo sterk, að hún fellur í ómegin, sem eftir lýsingunni að dæma virðist hafa verið eins konar miðilssvefn, fremur en draumur eða venjulegt öngvit. Og afleiðingar þessara snöggu ástandsskipta verða svo þær, að hún fær tauga- eða hjartaáfall og veikist um stundarsakir. 40. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.