Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 62
¥ POSTURIM Hrein mey með lekanda Elsku Póstur! Ég hef oft skrifaö þér áður og fengiö góð svör, og ég vona að það verði eins núna. Er hægt að fá lekanda án þess að hafa samfarir við strák? Ég er svo hrædd um að ég sé með lekanda, en ég er hrein mey. Hvernig lýsir lekandi sér? Er hættulegt að byrja ung að taka pilluna? Svaraðu mér strax því mér liggur svo á að fá svar. 006 Lekandi er algengastur kynsjúk- dóma hérlendis og smitast nær eingöngu við samfarir. Gonokokkasýklar valda leikanda og einkenni hjá konum eru yfirleitt mjög væg og stundum engin. Það er varla um það að ræða að þú hafir sýkst af lekanda, ef þú ert hrein mey. Svipuð einkenni og komið geta fram við lekandasýkingu (aukin útferð og sviði við þvaglát) geta komið af ýmsum öðrum orsökum. Annars ber að geta þess að Pósturinn getur ekki læknað fólk eða sjúkdómsgreint í gegnum bréfadálk og því sjálf- sagt að leita læknis til að fá úr því skorið, hvort viðkomandi þarf læknismerðferðar við. Ákveðið aldurstakmark í sambandi við inntöku pillunnar KVIKMYNDALEIGA Kvikmyndafilmur og vélar til leigu. SÍMI77520: er ekki til, en þó er talið að viðkomandi þurfi að hafa haft reglulegar tíðir í tvö ár. Einnig er læknisrannsókn nauðsynleg áður en byrjað er á notkun pillunnar. Til dæmis er konum með sykursýki og nokkra aðra sjúkdóma eindregið ráðið frá því að taka hana. Taka pillunnar getur haft áhrif á efnabreytingar líkamans og aukið hættuna á blóðtappa og hækkun á blóð- þrýstingi. Allar upplýsingar samfara notkun pillunnar áttu að fá hjá lækninum og þú þarft ekki að veigra þér við að leita læknis, þegar spurningar sem þessar vakna. Þeir eru bundnir þagnarheiti og ef þér er í mun að halda því leyndu, sem ykkur fer á milli, ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu. Pennavina- klúbbur í Kóreu Hæ! Ég heiti Guðmundur Þorvarðs son, til heimilis að Suðurgötu 77, Hafnarftrði. Mig langar til að biðja ykkur að birta smá grein í blaði ykkar. Málið er það að í gegnum danskt tímarit komst ég i samband við kóreskan pennavinaklúbb. Þessi klúbbur skrifaði mér fyrir stuttu og báðu þeir mig um að fá hér birta í blöðum tilkynningu frá þeim þess efnis að í Kóreu væri mikill áhugi á að eignast íslenska pennavini, og er það aðallega skólafólk. Ef fólk hefur áhuga vinsamlegast skriftð til: Clover Friendship Society, K.P.O. Box 141, Seoul 110, Korea. Við þökkum ábendinguna og ef fleiri vita heimilisföng penna- vinaklúbba um allan heim væru slíkar upplýsingar vel þegnar. Á ég að verða nunna, eða . .. Virðulegi Póstur! Ég á við eins konar vand'a- mál að stríða. Og mig langar að verða nunna. Það er afleiðing af þvi hvernig þjóðfélagið er i dag. Ég er 23 ára og ég bið þig að halda nafni mínu leyndu frá spundum augum neytenda þessa barbíska neytendafélags vors. Ég er á spítala og mœti einungis góðum augum, eyrum og talsmáta. Ég hef ekkert út á spitalann að setja. Hvað á ég að gera? P.S. Ég er saklaus en meinið er þjóðfélagið. Er á deild 3 Kleppsspítala. Áður en þú tekur endanlega ákvörðun um að verða nunna ættir þú að hugsa þig mjög vel um og ráðfæra þig við starfsfólk á deildinni, sem þú segir sjálf að reynist þér vel. Á slíkum stöðum er yfirleitt starfsfólk, sem hefur bæði áhuga á að hjálpa þér og örugglega skilning á vanda málum þinum. Þú hefur eflaust gert þér grein fyrir að það sem fólki virðist vandamál einn daginn getur verið auðleyst þann næsta. Því eiga menn ekki að taka ákvarðanir sem þessa nema að vel athuguðu máli og þú skalt eindregið leita ráða hjá þeim sem joér eru næstir og þekkja þig best. Þú ert meiri auminginn, sefur á brúökaupsnóttina. Það er litið að gera í kvöld. Segöu dyravöröunum að byrja að kasta fólki inn! 62 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.