Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 5
E/stí trimmarí á ís/andi „Ég tók þátt í fyrsta Bláskóga- skokkinu 1974, 16 km leið frá Þingvöllum til Laugarvatns, og hef hlaupið á hverju ári síðan nema í fyrra því þá féll hlaupið niður.” Það er Páll Hallbjörns- son sem mælir þessi orð, en hann var kaupmaður í Reykjavík í fjöldamörg ár, rak umfangsmikil viðskipti, harð- fisksölu, reykhús og fleira. „Fyrir 1930 þekktist orðið trimm eða skokk í þessari merkingu ekki i íslensku, þá var allt hlaup kapphlaup upp á medaliur og þess háttar. Ég tók þátt í kapphlaupi árið 1924 á ísafirði og keppti þá bæði í 100 og 1000 m hlaupi. En það er ekki fyrr en 1959 að ég fer að trimma fyrir alvöru. Þá hljóp ég á hitaveitustokkunum upp á Öskjuhlíð og til baka aftur á hverjum morgni áður en ég fór í vinnuna. í trimmbúningi? Nei, nei, þá hljóp maður bara í hvers- dagsfötunum og fór í mesta lagi úr jakkanum. Maður var stundum kófsveittur þegar í vinnuna var komið, en það var nú allt í lagi. Vegalengdirnar voru þetta frá 4-12 km, ég hef þetta allt skráð.” Páll dregur fram handskrifaða örk þar sem skráðar eru hlaupa- vegalengdir m/ dagsetningum og tilheyrandi fyrir fjöldamörg ár. „Ég keðjureykti hér áður fyrr, alltaf með sígarettu eða þá tyggjandi skro og tottandi pípu. Það vill oft verða þannig með ákaft fólk og þannig var ég. Svo var það fyrir 25 árum að ég gekk út á svalirnar hérna og henti sígarettunum niður og síðan hef ég ekki reykt svo mikið sem eina sígarettu. Sama dag hætti ég líka að bölva mér og öðrum til ánægju. Páll, sem lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 69 ára, grannur og spengilegur, skýrir leyndardóma trimmsins á eftir- farandi hátt. „Maðurinn er litið arlnað en Páll Hallbjörnsson er fáum fíkur. Hann trimmar hefímikið á hverjum degi þó á níræðisaidri sé. Páll kemur í mark i Bláskógaskokkinu i ágústmánuði sl. vani, þegar hann er búinn að venja sig á eitthvað þá verður það sama viðloðandi hann það sem eftir er. Fólk verður að venja sig á að trimma og búa yfir þeim krafti sem til þarf til þess að drífa sig á stað á hverjum morgni. Það eru ótal margir sem byrja að trimma en hætta svo — þeir hafa ekki kraftinn. Að venja sig á að trimma er einhver besti ávani sem völ er á. — Er ekki alveg nóg að synda? „Sund er allt annað mál. Ég synti mikið hér áður fyrr og hef því samanburð, sund er allt of einhæf hreyfing svo ekki sé minnst á þessa heitu potta sem menn sitja í stundunum saman og nær drepa sig. Trimmið er aftur á móti allsherjarhreyfing, blóðið fer á bullandi ferð og maður hugsar miklu skýrar á eftir. Ég hef ekki kennt mér meins síðan ég fór að trimma. — Trimmaði fólk ekki í gamla daga? „í gamla daga vann fólk svo mikið að það þurfti ekki að trimma. Þá var miklu minna um banka og skrifstofur og kyrrsetu- fólk fannst ekki nema ef vera skyldi læknar, prestar og kaupmenn. En aldrei sá ég þá trimma. Ég held að gamalt fólk gæti haft bæði mikla ánægju og not af trimmi og þá er ég ekki einungis að hugsa um heilsuna heldur lika tómstundagamanið og tímafyllinguna. En fólk verður að byrja snemma ef það ætlar að verða fært um að hlaupa á gamals aldri, ég er gangandi dæmi um það, hleyp enn 2-5 km á hverjum degi hérna niðri á Valsvelli.” Páll hefur haft nóg að gera síðan hann ætti að vinna. Á sl. 12 árum skrifaði hann 7 bækur og sú áttunda er tilbúin í hand- riti. Bækur hans fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá ástarsögum til kristilegra hugleiðinga enda hefur Páll verið meðhjálpari í Hallgríms- kirkju hin síðari ár og er nýhættur. „Ekkert starf hefur veitt mér jafnmikla gleði og starfið í kirkjunni,” segir Páll að lokum og hér látum við fylgja með hvatningarorð frá honum sjálfum, elsta trimmara á íslandi og þó víðar væri leitað. EJ HVATNINGARORÐ TIL ÍSLEIMDINGA ViljirAu hufu hcilsunu í laf;i, cifinusl hcilnœma »n nlcóirika dana, þú skallu hlaupu .. .htuupu . . . ÞáfœrA þú ckki. cAa rarla. kransæAastíJlu. blóAtappu eóa hœpAateppu. Þú veróur pluóur (glöó) og léttur (létt) í lund og leikur vió hvern þinn fingur og líf þitt vcróur mjög þægilcgt. Fyrir rúmlcga 20 úrum fór ég aó skokka vegna þess aó ég var veiHfyrir hjarta og jafnvel mcó eitthvcrt „stress" vegna ofmikils annríkis. Siöan, þó kominn sé nokkuó ú níræöisaldur. hef ég hlaupiö nær daglegaþctta 2-3-5 km í hvert skipti og stundum 8-12 km. Og nú I sl. úgúst- múnuói lauk ég mínu Blúskógaskokki í sjöunda sinn. eöa frú því aó þaó byrjaöi. Enda veit ég varla núoröió hvort hjartaó er í brjóstholinu eóa hœlunum. Lungun sem besti flsibelgur. Hœgöir eru alltaf jafngóöar því garnirnar og maginn hendast til ú sprettinum og losa sig þannig viö alls konar stíflur, mjaömirnar liökast einnig og brjósklosfæröu varla. Þaö er skemmtun í því aö „TRIMMA” og ú sprettinum fær 'maöur margar góöar hugdcttur, sem von er ú, því blóöiö fer meö flughraöa gegnum æöar og í undir- og yfirheima líkamans. Þaö víkkar blóöæöarnar og her því hetur súrefnið til heilans svo hugsunin veröur lill miklu skýrari. heldur hólfum heilans opnum og styrkir hvert hans band svo hann verður hæfari til þess aö taka ú móti þvi sem augun sjú og cyrun heyra, auk þess sem hann veröur kraftmeiri til aö framleiöa mcira af nýtitegum hugsunum alls konar efnis.. ... Ef „trimmvegurinn”ergóöurþú gleymir maöur sjúlfum sér, syngur, raular eöa skúldar sögur og Ijóö. Losið ykkur viö bílinn svona viö og við... Þaö er von ú að heiisan veröi of fljótt léleg þegar fariö er í vinnuna aö morgni i bíl . . kannski setiö allan daginn viö starfiö, svo heim i hll, sest við sjónvarpið til klukkun 11 að kveldi, svo i rúmiö . . . Og þetta endurtckur sig dag eftir dag og úr eftir úr. Góö heilsa er dýrmætasta cign sem viö eigum í heimi hér .... VERKDUM IIANA’ PÁLL HALLBJORKSSOK 41. tbl. Víkan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.