Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 20
Leyndardámar gamla klaustursins talaði um |iau við þig. |i;t hclstu þvi l'ram að niig hct'öi drcymt." mótmælti cg. Hann tók um handlegg minn og sneri mér I áltina að dyrunum. „Það eru til hlutir sem best er að tala ekki um. Ég hafði vonast til að geta hlift þér við þessu. En nú sé ég að þetta er gengið of langt. ég verð að segja þér sannleikann." „Því er ég fegin, frændi,” sagði ég um leið og við gengum upp stigann og sótt- um kerti í leiðinni. „Mér þykir svo óskaplega vænt um þig og ég vill deila með þér leyndarmálum Cunningham-i klaustursins, hversu ógeðfelld sem þau eru. Þá fyrst mun mér finnast að ég til heyri fjölskyldu þinni." Ákveðnar hvítar hendurnar ýttu á viðarverkið svo að dyrnar opnuðust strax. Eg gekk á eftir honum niður allar tröppurnar. Loftið var enn verra og kaldara en mig hafði minnt og ég skalf, um leið og ég óskaði þess að ég hefði farið i einliverja yfirhöfn. áður hafði óttinn og spennan eflaust haldið á mér hita. Nú horfði ég beint fram fyrir mig og gat þvi séð betur i kringunt mig. Hvergi var neitt merkilegt að sjá annað en steinveggi, loft og gólf. Læsta her- bcrgið. . . var það fangaklefi, einhver staður sem nunnurnar höfðu verið látnar á og lokaðar inni? Var það graf hvelfing full af gulnuðum beinum? Þó að mig grunaði að nunnan sem ég hafði séð væri fremur mennsk en andi var mögulegt aðeinhver gengi aftur. Frændi minn gekk öruggur áfram, þar til við komum að viðardyrunum. „Hvert liggja hin göngin, frændi? Þau sem halda beint áfram?” spurði ég þvi að ég vildi vita hvert nunnan hefði horfið. „Hann liggur að grafreit klausturs ins.” Grafreit! Systir Josephine hafði einmitt beðið um að verða grafin í vigðri mold. Hafði ég haft rangt fyrir mér? Var hún í raun og veru systir Josephine? „Frændi," sagði ég og bældi niður ótt- ann. „Hér eru dyrnar sem ég fann en þæreru vist læstar." I staðinn fyrir að svara tók hann stóran járnlykil upp úr vasa sínum og setti hann í lásinn. Þungar dyrnar opn- uðust hljóðlega og lokuðust jafn- hljóðlega á eftir okkur. Þetta herbergi var ekki eins dimmt og gangarnir þar sem litlir gluggar með rimlum lágu hátt uppi á veggnum. Frændi minn slökkti þvi á kertinu. Stærstur hluti herbergisins var lokaður af með rimlum svo að hann líktist einna helst risastóru búri. Eg nálg- aðist forvitin til að athuga hvað væri þar. Cióður guð! Hvað var tyrir iui.ui mig? Var þetta maður eða skepna? Hárið hékk langt og flókið langt niður andlitið, niður i slefandi munninn. Eins og úr djúpum frumskógum litu augun upp og i þeim var ekki snefill af glóru. Á höndunum sem héldu utan um rimlana voru neglur sem voru jafnlang- ar og beittar og klær villidýrs. Minn innri maður gerði uppreisn við þessari hræðilegu sjón en ég gat ekki haft af honum augun því að — guð hjálpi mér hann var eins og illileg skopteikning af Simoni, eins og martröð. Hárið var rauðgullið en það vantaði bjarmann á það. Augun voru jafnblá — en hve hræðilega ólik! Lögun þeirra var einnig eins. Ég sleit augu mín frá þessari ófreskju og fleygði mér i fang frænda mins. Ó, hvers vegna hafði ég ekki gegnt honum, tekið inn svefnpillurnar og þannig slopp- ið við að sjá þvilíkan óhugnað? Rödd frænda mins var köld og það fór hrollur um mig svo að ég sleppti honum meðóhugnaði. „Þetta er sonur minn, Simon," sagði hann. Um leið og hann heyrði nafnið nefnt byrjaði brjálæðingurinn að hrista riml ana og hann hvæsti og urraði eins og hungraðdýr. „Simon? Nei ekki Simon! Simon er .. .” Var mig að dreyma? Var þetta enn ein óhugnanlega martröðin? „Þetta er afkomandi minn. Barnið sem konan min elskaði svo ákaft. Þetta er brjálæðingurinn sem hefði átt að fara á hæli fyrir mörgum árum síðan. Þó hefur hann það betra hér. Ég færi honum mat, vatn til að þvo sér og hrein lök á rúmið. Hér er hann öruggur og getur ekki orðið neinum að skaða. Ég geri ekkert rangt með því að halda honum hér undir minu eigin þaki.” Hugur minn var sem dofinn. Ef þetta var sonur hans, hver var þá maðurinn sem gekk undir nafninu Simon? Frændi minn strauk veggina ástúð- lega. „Þetta er mitt. Allt mitt. Ekkert og enginn skal geta tekið þetta frá mér. Ég er Cunningham lávarður, óðalið er mitt." Hann starði undarlega tómlega á mig, ég stóð þarna titrandi og gat ekki einu sinni spurt allra þeirra spurninga sem mér lágu á hjarta. „Ross hefði átt að deyja, Della. Þau drukknuðu öll. Allir um borð í skipinu, nema barnið sem var bundið við björgunarbátinn og meðvitundarlaust. En fyrir einhverja undarlega tilviljun hélt hann lífi og varð það eina sem stóð á milli mín og óðalsins sem ég elskaði svo heitt.” Höfuð hans féll niður á bringu og ég stóð aðeins hreyfingarlaus, næstum þvi of hrædd við að anda. Allt i einu var þögnin rofin af hræðilegu öskri frá brjálæðingnum. Ég hrökk ósjálfrátt við og sneri mér frá honum. Hann starði á mig með einhverja illilega vissu í augun- um. Hljóðið hafði vakið frænda minn úr dvalanum. „Ég hefði getað drepið barnið og enginn hefði komist að því. En ég er eng- inn morðingi. Ég óskaði þess að hann væri dáinn en gat ekki drepið hann. Og þá mátti hann ekki verða á milli mín og óðalsins. Ö, nei! Ég hugsaði lengi um hvað ég gæti gert, guð heyrði bænir mínar því að þegar Ross kom til meðvit- undar var hann svo eftir sig eftir höfuð- höggið og meðvitundarleysið að hann mundi ekki eftir neinu sem á undan var gengið. Hann gekk til mín og lagði hendurnar á axlir minar. „Myndir þú segja að ég væri góðhjartaður, Della?” Eg svaraði sannleikanum samkvæmt, „Það hefur mér alltaf fundist, frændi." Hann kinkaði hægt kolli. „Já. Og ég var Ross góður. Eg sagði honum ekki að foreldrar hans hefðu drukknað. Ég minnti hann ekki á neitt úr fortíð sinni svo að hann þyrfti ekki að syrgja neitt. Var það ekki fallega gert af mér?” Ég tautaði óttaslegin: „Og Ross er.„. „Er sá sem þú þekkir sem Simon. Ég var snarráður. Della. Ég sagði honum að hann_væri sonur minn, að honum hefði batnað stórkostlega af geðveiki, sem nú brytist aðeins einstaka sinnum út. og þess vegna hefði cg ráðið Manning. Þetta gekk allt samkvæmt áætlun þar til þú komst hingað.” Fingur hans gripu miskunnarlaust í mig. svoaðég hrópaði upp: „Frændi. þu mciðir mig! Og hvað ertu að segja? Hvaðgerði ég rangt?” Hann sleppti mér svo snögglega að ég féll við. „Málverkið af Charles og fjölskyldu hans. Hvers vegna heldurðu að rifan hafi legið yfir andlit Ross? Ég skar i mál- verkið svo að enginn gæti þekkt hann aftur. En þú — þú mundir. Þú mundir líka eftir leyniganginum Og talaðir um hann fyrir framan Ross, svo að mér fannst sem ég sæi einhverri minningu #TiLa lw FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 20 ViKan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.