Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 27
Það sýður upp úr í fjölbýlinu Oxfordshire # Skrýtið hvernig dýr breytast þegar þau eiga að lifa saman í hópi á litlu landrými eins og við mennirnir. í þúsundir ára hefur zebrahesturinn haldið sig frá nashyrningnum úti í hinni villtu náttúru — og fundist óþarfi að reyna krafta sína við þetta þung- lamalega, sterka dýr. Nú búa þessar tvær dýra- tegundir saman á smábletti í þjóðgarði í Oxfordshire, rétt eins og fólk í fjölbýlishúsi. Og þar sýnir zebrahesturinn óvænta eiginleika. Dag nokkurn finnst honum nashyrningurinn gerast óþarflega nærgöngull og ákveður að setja honum stólinn fyrir dyrnar. Hann ræðst á hann með opnum kjafti og það kemur þessu stóra, sterka dýri svo á óvænt að það leggur á flótta með halann á milli fótanna. Ástæðan fyrir þessum óvenju- lega atburði er sú að zebra- hesturinn hefur aðeins smáland- ræmu fyrir sig. Og þessa land- ræmu er hann tilbúinn að verja hvað sem það kostar. Hann er ekki lengur frjáls, eins og úti í náttúrunni, en hann er tilbúinn að verja það litla frelsi sem hann nýtur á blettinum sínum til hinsta blóðdropa. Og þarna sannast eins og svo oft í mannheimi að besta vörn hins veika er oft óvænt árás á hinn sterka — og þegar til kastanna kemur lúta kraftarnir oft í lægra haldi fyrir lipurleika og trú á málstaðinn. Og nashyrningnum lærðist af þessum atburði að virða hina óskráðu en gullnu formúlu fyrir bærilegu lífi í fjölbýlishúsi: Stofnaðu aldrei til of náinna kynna við nágrannann. 41. tbl. Vikan Z7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.