Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 34
Ilnilurinn 2l.m:irs 20.a »ril NuuliA 2l.apríl 2l.maí Tsíburarnir 22.mai 21.júní Breytt andrúmsloft og nýjar venjur setja svip sinn á þessa daga, en þú ættir ekki að láta það á þig fá. Reyndu að sýna ættingjunum meiri skilning og samúð í erfiðleikum. Krt hhinn 22. jimi 2.V jnlí Gættu þess að láta ekki hneigð þína til hóglifis og vanafestu ná of miklum tökum á þér, þvi það getur reynst erfitt að snúa við blaðinu siðar og hefja nýtt og betra lif. Þig dreymir um næmt tilfinningalegt samband við aðra manneskju og þú ættir að reyna að veita þessum tilfinn- ingum útrás í rétta átt, því ella gætir þú beðið meiri háttar skipbrot. I.jóni') 24. júii 24. áijú*l Vertu ekki með óþarfa feimni og hlédrægni, þótt þú þurfir að leita ráða hjá öðrum í ákveðnu máli. Þú munt komast að raun um að fólk er miklu skilnings- rikara en þú áttir von á. Einbeittu þér að smá- mununum, sem í fljótu bragði virðast ekki skipta neinu máli en eru svo óendanlega mikil- vægir, þegar á reynir. Forðastu sýndar- mennsku í samskiptum við aðra. Mcjjan 24.ií£iiM 2.4.scpl. Láttu ekki tímabundna erfiðleika draga úr þér allan kjark. Þolinmæði og glaðlyndi eru þinir bestu eiginleikar og það á eftir að koma þér einstaklega vel i núver- andi erfiðleikum. Þig hefur lengi langað til að takast á við eitthvert spennandi verkefni og nú eru líkur á að það berist upp í hendur þér mjög óvaent og þvi þýðingarmikið að bregðast rétt við. Siciniíciiin 22.dcs. 20. jan. Þú hefur lengi haft það á tilfinningunni að hendur þinar séu óþægi- lega bundnar og umhverfið verkar þrúgandi á þig. Gættu þess samt að gripa ekki til neinna úrræða sem þú gætir iðrast síðar. Sporddrckinn 24.okl. iMnín. Óvæntir atburðir reka hver annan og þér veitist erfitt að henda reiður á öllu sem gerist. Sennilega líður nokkur tími áður en allt kemst i samt lag á nýjan leik. Yulnshcrinn 2i.jan. iO.fcbr. Vendu þig af þvi að ætla þér of stuttan tima til allra hluta. Það er engum til góðs að þú vinnir verk þin hratt en illa og i tímans rás gæti þetta orðið slæmur ósiður. KoiiniaOiirinn 24.nói. 2l.dcs. Sýndu að þú sért ákveðnari en margur hyggur og hafnaðu öllum gylliboðum. Ekki er allt gull sem glóir og þú munt þurfa á öllum þinum viljastyrk og dómgreind að halda núna. Fiskarnir20.fcbr. 20.mars Hættu að hugsa um fortiðina, þvi þú færð engu breytt. Horfðu til framtiðarinnar, þvi það er bjart framundan og undir þér komið hvernig þú nýtir þér tækifæri sem bjóðast. JARÐARFÖR í BLACK FORK Þegar Sara, hin sinabera, vindþurrkaða eiginkona frum- byggjans Jóns bónda við Black jj Fork, dó, mætti Móses til jarðar- fararinnar. Eins og áður er getið var hún Sara engin sérstök fegurðardís en hún hafði á allan \ hátt reynst Jóni góð og dugleg kona. Þess vegna átti nú að koma henni í jörðina á veglegan j hátt og gera jarðarförina sem best úr garði. Líkfylgdin var fjöl- menn eða eins fjölmenn og hægt \ er að búast við í litlu, afskekktu þorpi eins og Black Fork. Þess vegna hafði Móses bónda verið boðið með þó að býlið hans væri hinum megin við Lams Cliffs og hann þekkti eiginlega ekkert til Jóns bónda og hinnar látnu konu hans. Jarðarförin tókst með s ágætum. Farandpresturinn frá j Riverdale hafði sagt margt fallegt um Söru og þegar hin látna hafði fengið það sem henni bar hélt hann þrumuræðu yfir Jóni bónda, þar sem hann hótaði honum öllum logum helvítis fyrir hegðun sína gagn- vart konu sinni. Því hefði hann j hugsað betur um hana og ekki eytt hverjum skildingi, sem þeim tókst að skrapa saman, í sukk og svall í Bluff Jeddo væri hún j áreiðanlega enn á lífi. En í stað þess hafði hún veslast upp þar til hún var ekki annað en skinn og bein sem lítið annað var að gera við að en aka beint í kirkju- garðinn. Enda hafði sú raunin orðið á í dag. Amen. Þannig hljóðaði ræða farand- prestsins við líkbörur Söru og var svo seinna endurprentuð í Riverdale Times. Jón bóndi var mjög hrærður yfir ræðunni og hugsaði sig ekki tvisvar um að bjóða allri líkfylgdinni til erfi- drykkju. Flann hafði komist yfir nokkrar flöskur af viskíi og þegar hinn ljúfi vökvi hafði hlýjað gestunum nægilega um hjartaræturnar báru þeir Jón á gullstóli þrisvar í kringum bæinn fyrir að hafa haldið svona dýr- lega erfidrykkju. Þó skömm sé frá að segja hafði lífsins vatn haft þau áhrif á farandprestinn frá Riverdale að honum tókst rétt að enda stutta útfararbæn yfir sjálfum sér áður en hann rann undir borðið. Næsta dag settist Móses bóndi upp í gamla, titrandi Fordbílinn sinn til að aka heim og hann átti varla til nógu sterk lýsingarorð til að lofa þessa frá- bæru jarðarför. — Svei mér þá, sagði hann um leið og hann þrýsti hönd Jóns bónda, þetta var einhver Auðvitað hafa puðirnir orðið rciðir! Ég varaði þig við að setja fæturna upp á borð. 34 Vlkan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.